20.08.2010 15:04

Kraftaverk gerast enn

Fyrir nokkrum vikum urðu miklar umræður hér á síðunni vegna báta sem eru í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar og tímans tönn hefur fengið að ráðast á, auk þess sem kveikt var í einum. Var því lýst yfir að þetta væri Reykjanesbæ til skammar, hvernig farið væri með þessu merku báta, en einn þeirra er Örninn, annar þeirra báta sem norðmenn gáfu íslendingum á 1100 ára afmæli landnámsins 1974 og var báðum bátunum siglt hingað til lands. Hinn báturinn er á Húsavík og er vel um hann hugsað þar, en Örninn hefur fengið að drabbast niður í Njarðvik, eftir að hafa fokið af vagni og brotnað.
Í morgun gerðist það að Örninn var réttur við og settur á vagninn (sem hann kom á hingað suður á sínum tíma) að nýju og augljóslega er verið að hugsa um að gera eitthvað við bátinn, eins og sést á mynd þeirri sem hér fylgir og ég tók eftir hádegi í dag. Ef myndin er skoðuð vel sést brak aftan við bátinn, en það mun vera þakið á skýli sem skipverjarnir sváfu undir á leiðinni hingað til lands á sínum tíma.


      Örninn, kominn á kerruna sína í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010