Færslur: 2010 Ágúst

01.09.2010 00:00

Sígarettupakka-myndirnar - síðasti hlutinn

Hér birtist 5. og síðasti hlutinn af sígarettupakkamyndunum gömlu og góðu, en þær eru alls 50 að tölu en hér hafa þær allar verið birtar með þessum sem nú koma og ein að auki sem er af dragferju yfir Héraðsvötnin og hefur líka verið birt í þessum áföngum.


                                      Walpole


                                      Suðurland


                                        Draupnir


                                  Gylfi


                                     Sindri


                                          Maí


                                       Belgaum
                
                      © myndir Tobacco Co. Ltd., London

31.08.2010 23:59

Nýtt kvótaár

Sendi öllum aðilum sjávarútvegsins bestu óskir um

nýtt kvótaár
sem hefst nú á miðnætti
                   
                                           Kær kveðja Emil Páll

31.08.2010 23:05

Þrír trébátar saman

Segja má að með hverjum báti sem hverfur burt af dauðalistanum í Njarðvíkurhöfn er léttara yfir höfninni. Þessir þrír, sem nú liggja þarna eru þó trúlega allir á leiðinni burt úr höfninni. Tveir í annað hlutverk og sá þriðji upp í slipp og trúlega til förgunar þar á eftir.


    F.v. 586. Stormur SH 333, 619. Lára Magg ÍS 86 og 1430. Birta VE 8, í Njarðvík í dag
                                          © mynd Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 22:43

Breki gerður klár til að hvolfa og sökkva í Djúpið

Breki VE 503 eins og Reynir GK heitir nú, eftir að hann fékk stórt hlutverkið í nýju kvikmyndinni Djúpinu, sem byggist að stórum hluta á Helliseyjarslysinu, hefur nú síðustu daga verið undirbúinn fyrir að hvolfa og sökkva í sæ, en það mun gerast í Helguvík. Undirbúningurinn felst m.a. í því að fjarlægja ýmis spillingarefni þ.á.m. olíuna og síðan hafa ýmsir fengið að nýta ýmislegt úr bátnum sem mun skemmast er honum verður sökkt. Áætlað er að þó hann sökkvi í myndinni, verði honum náð strax upp, en fargað endanlega í framhaldi af því.
   Mikið er um að vera í kring um Breka, í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 22:03

Stag ?

Ekki er ég viss um nafnið á þessari skútu, né hvaðan hún er. Kom hún augnablik inn til Keflavíkurhafnar í dag og eftir að hafa tekið olíu var henni siglt inn í smábátahöfnina í Grófinni. Eina merkingin sem ég sá var að upp og niður að framan stóð STAG


     STAG, eða hvað sem skútan heitir, í Keflavíkurhöfn í dag
               © mynd Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 21:12

Vélstjóri, stýrimaður og skipstjóri

Þessa þrjá greip ég í sumar á bryggju í Njarðvíkurhöfn þar sem skip þau sem þeir starfa á voru við bryggju. Ekki eru þeir úr sömu áhöfninni, heldur af tveimur bátum Drífu SH 400 og Sægrími GK 525. Af Drífu eru það Jóhann Sigurbergsson, vélstjóri og Kristinn Pálmason, skipstjóri og af Sægrími er duglegi myndatökumaðurinn okkar hann Þorgrímur Ómar Tavsen, sem er stýrimaður þar um borð. Þar sem ég hafði ekki myndavélina meðferðist tók ég þessa mynd á símann minn.


         F.v. Jóhann Sigurbergsson, vélstjóri á Drifu SH 400, Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður á Sægrími GK 525 og Kristinn Pálmason, skipstjóri á Drífu SH 400 © símamynd Emil Páll, í júlí 2010

31.08.2010 20:57

Steinunn SH 167, að koma frá Rifshöfn

Hér sjáum við Steinunni SH 167, koma út frá Rifshöfn í dag, en þangað var sóttur smiðjumaður sem fór með þeim út til að sjá eitthvað sem var að varðandi glussakerfið um borð.


            1134. Steinunn SH 167, frá Ólafsvík, að koma út frá Rifshöfn í dag
                      © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 31. ágúst 2010

31.08.2010 19:58

Lilli Lár GK 132, ekki GK 123

Fyrir um viku síðan tók ég mynd á Sandgerðisbryggju og birt og gat jafnfram að mér grunaði að númer bátsins væri ekki rétt en á bátnum stóð auk nafn nr. GK 123. Sagðist ég gruna að um stafavíxli væri að ræða. Í dag rakst ég síðan á bátinn við bryggju í smábátahöfninni í Sandgerði og viti menn, grunur minn hafði verið réttur því nú var hann merktur GK 132.


           1971. Lilli Lár GK 132, í Sandgerðishöfn © Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 18:50

Bryndís SH 128 hjá Sólplasti

Í dag kom báturinn Bryndís SH 128 til smá endurbóta hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Endurbæturnar ligga aðalega í því að setja á hann hliðarskrúfu. Að sögn Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti verður hann afgreiddur á mjög stuttum tíma, því verkefnin eru það mikil hjá fyrirtækinu í dag að þau eru farin að afþakka fleiri verkefni.
Eins og oftast sáu Jón og Margeir í Grindavík um að koma bátnum á áfangastað.


         2576. Bryndís SH 128, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., Sandgerði nú undir kvöld
                                   © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 18:28

Askur GK 65


               1811. Askur GK 65, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 16:43

Særif SH 25


               2657. Særif SH 25 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 31. ágúst 2010

31.08.2010 16:14

Bæjarútgerðarskipið Jóhanna Margrét komin á endastöð

Í hádeginu í dag dró hafnsögubáturinn Auðunn, bæjarútgerðarskip Reykjanesbæjar, Jóhönnu Margréti síðustu sjóferðina, er hún fór í slippinn í Njarðvik þar sem hún verður tætt niður fljótlega. Eftir að Reykjaneshöfn eignaðist bátinn hefur hann gengið undir nafninu að vera bæjarútgerð.
   163. Jóhanna Margrét SI 11, eða bæjarútgerð Reykjanesbæjar eins og gárungarnir kalla skipið í dag, kominn upp í Njarðvíkurslipp og þar með á endastöð. Sem kunnugt er þá mun Hringrás tæta skipið niður fljótlega  © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 15:14

Týr flytur Magnús til æskustöðvanna

Rétt upp úr hádeginu fór varðskipið Týr frá Keflavík, með bátinn Magnús KE 46 innanborðs, en báturinn hefur verið seldur til Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði og þangað flytur varðskipið hann.
Mikil skrif urðu hér á síðunni um Magnús í vor, er gerður hafði verið munnlegur sölusamningur um hann til Húsavíkur, en þeim samningi var rift þegar í ljós kom að báturinn stóðst ekki söluskoðun, en miklar endurbætur þurfa að fara fram á honum og er hinum nýja eiganda kunnugt um þær og mun endurbyggja bátinn.
Segja má að Magnús sé þar með á leið á æskustöðvarnar, því þó hann væri smíðaður í Hafnarfirði var hann smíðaður fyrir aðila á Ísafirði sem gerði hann síðan þaðan út sem Gunnar Sigurðsson ÍS.


                 1381. Magnús KE 46, um borð í varðskipinu Tý, í Keflavíkurhöfn


                                1421. Týr, með Magnús KE 46 um borð


                                     1381. Magnús KE 46 um borð í Tý
                 1381. Magnús KE 46, kveður heimahöfn sína, Keflavík


          1421. Týr, tekur strikið út á Stakksfjörðinn, með 1381. Magnús KE 46 um borð
                                        © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010

31.08.2010 12:40

Binni í Gröf KE 127 í öfugri stefnu
   419. Binni í Gröf KE 127, við slippbryggjuna í Njarðvik. En hversvegna báturinn snýr öfugt miðað við sleðan, man ég ekki © myndir Emil Páll

31.08.2010 11:58

Fauk um koll

Fann þessa mynd í safni mínu, en man ekki hvenær þetta var, né hvar, held að veðrið hafi ollið því að hann fauk um koll.


                        © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum tugum ára