Færslur: 2010 Ágúst

08.08.2010 10:46

Bjartur NK 121


                 1278. Bjartur NK 121 © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

08.08.2010 10:41

Seyðisfjörður: Aðalvík SH 443

Þessi bátur hefur legið í all langan tíma, fyrst í Reykjavík og nú á Seyðisfirði. Báturinn er þó merkilegur fyrir þær sakir að það eru aðeins til tveir svona gamlir tappatogarar, þessi og annar á Ísafirði, sem þó er í útgerða a.m.k. stundum.


             168. Aðalvík SH 443, á Seyðisfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

08.08.2010 10:29

Sjöfn NS 79


                     5991. Sjöfn NS 79 © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

08.08.2010 00:00

Hafborg SK 50 á skelfiskveiðum

Hér sjáum við myndasyrpu sem tekin var á árunum 1985 til 1987 er Hafborg SK 50 var gerð út á skelfiskveiðar, nánar tiltekið á hörpudisk.
                                     © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

07.08.2010 23:11

Vöggur, Fáskrúðsfirði


             Vöggur, á Fáskrúðsfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

07.08.2010 21:59

Margrét HF seld - verður Jökull ÞH

Samkvæmt skipasíðu Hafþórs hefur Margrét HF 20 verið keypt til Húsavíkur og kom hún þangað í morgun. En hann var einmitt i vikunni í Grindavík, er ég tók myndir af fjórum bátum við bryggju. Að sögn Hafþórs mun báturinn fá nafnið Jökull og eigendur eru þeir sömu og eiga Lágey ÞH sem er i viðgerð í Sandgerði.


              259. Margrét HF 20, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll

07.08.2010 20:58

Jón Björn NK 111

Þessi hefur verið í nokkur ár á Neskaupstaðar án skráningar, þar sem varðveita á bátinn, með einhverjum hætti. Fyrir nokkru var hann þó siglt til Stöðvarfjarðar þar sem unnið yrði við endurbyggingu bátsins og þar var þessi mynd tekin nú eftir að hafa verið þar nokkuð lengi.


        1453. Jón Björn NK 111, á Stöðvarfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

07.08.2010 20:11

Bátasmíði Þorgríms Hermannssonar

Áður hef ég sagt frá afkastamiklum bátasmið hér áður fyrr Þorgrím Hermannssyni, sem smíðaði báta bæði á Hofsósi og á Akureyri. Á morgun mun ég birta myndir af þó nokkrum bátum sem hann hefur smíðað og hér birtist mynd af einum, en þessi var smíðaður á Akureyri.


     Einn af þeim fallegu bátum sem Þorgrímur Hermannsson smíðaði © mynd úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

07.08.2010 19:23

Stormur-Breki ( Hellisey VE 503)
   Stormur-Breki, sem var nærri sokkinn við Þorlákshöfn í dag, átti að nota í bíómynd um Helliseyjarslysið. Um síðustu helgi tók ég þessar myndir af honum í Reykjavíkurhöfn, en þá var búið að mála á hann nafnið Hellisey VE 503.

Kl. 15:40 kallaði báturinn Stormur-Breki, sem er 70 tonna trébátur, og tilkynnti að kominn væri leki að bátnum, sjór í lest, vélarrými og framskipi. Báturinn var þá 8 sjómílur suður af Herdísarvík og stefndi til Þorlákshafnar.  Kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita í Grindavík, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Þyrlan TF-LIF, sem var að koma inn til lendingar í Reykjavík, tók um borð dælu og hélt strax áleiðis á staðinn.

Björgunarskip SL í Grindavík Oddur V Gíslason hélt úr höfn með dælur, slökkviliðsmenn og kafara. Lóðsbáturinn í Þorlákshöfn hélt einnig til móts við bátinn.  TF-LIF var kominn yfir bátinn kl. 16:25. Stýrimaður þyrlunnar seig niður með dælu og hóf þegar að dæla úr bátnum. Kl. 16:52 upplýsti skipstjóri bátsins að vélarrúmið sé orðið þurrt. Haldið var áleiðist til Þorlákshafnar og kl. 17:10 var lóðsbáturinn Ölver kominn á staðinn og fylgdi honum til Þorlákshafnar. Bátarnir komu þangað kl. 18:00.

07.08.2010 17:00

Glæsilegur Maron GK - einn elsti stálbátur landsins

Þessi bátur er að ég held einn sá elsti fiskibáturinn í dag sem smíðaður hefur verið úr stáli og er enn í fullri útgerð. :Þar að auki er viðhald hans með svo miklum sóma að fáir eru fallegri en hann. Enda lenti ég í vandræðum í dag þegar hann kom inn til Njarðvikur í því besta veðri sem við ljósmyndarar viljum hafa, auk þess sem fullum dambi er yfirleitt haldið á bátnum alveg inn að bryggju og því er svo komið að sennilega eru þeir ekki margir ef þá nokkur báturinn sem ég hef tekið eins margar myndir og af þessum. Enda fóru leikar þannig að ég var í vandræðum með að velja þær myndir sem myndu birtast nú, og eftir standa um 20 allar jafn flotta og því sé ég fram á að ég mun birta af honum sérstaka syrpu einhverja nóttina, en hér koma þrjár af þessum myndum.


   363. Maron GK 522, kemur inn til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010

07.08.2010 16:56

Smábátur í góða veðrinu

Engin deili veit ég um þennan bát sem var stutt frá landi í Njarðvik í dag.


                                       © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010

07.08.2010 16:53

Þota að koma inn til lendingar


    Þota frá Icelandair að koma inn til lendingar í dag, séð frá Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010

07.08.2010 16:48

Páll Óskar í Gleðigöngunni

Hin árlega gleðiganga niður Laugarveg á Hinseigindögum fór fram í Reykjavík í dag og var talið að hún væri trúlega ein fjölmennasta frá upphafi. Þorgrímur Ómar Tavsen tók við það tækifæri þessar tvær myndir af Páli Óskari, og þó það tengist ekki skipum, set ég þær nú samt hér inn.
    Páll Óskar í Gleðigöngunni í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 7. ágúst 2010

07.08.2010 16:42

Gamalt athafnarhús við Sandgerðishöfn nú brunarústir

Í nótt brann hús sem staðið hefur að ég held við Sandgerðishöfn frá því í upphafi síðustu aldar og var m.a. notað þegar Haraldur Böðvarsson stóð fyrir útgerð þaðan. Hin síðari ár var vélsmiðja og síðast trésmiðja í húsinu, en engin starfsemi hefur verið þar síðasta árið. Húsið er það illa brunnið að ég efast um að gerð verði tilraun til að endurbyggja það. Hér birti ég þrjár myndir sem ég tók af húsinu í hádeginu í dag.


                Brunarústirnar í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010

Fleiri myndir og videó frá 245.is má finna í MOLUM, sjá: MOLAR á epj.is

07.08.2010 12:57

Faxavík GK 727 / Berghildur SK 137 með góðan þorskafla

Hér sjáum  við nokkrar myndir af góðum þorskafla sem þeir á Faxavík GK 727 og sama báti sem Berghildur SK 137 á Hofsósi. en myndirnar eru frá árunum 1988 og 1989
    Góður þorkafli í bátnum 1564. Faxavík GK 727 og eins sem Berghildur SK 137 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen