19.08.2010 19:58

Ásdís SH 154

Hann var ánægður eigandi og skipstjóri Ásdísar SH 154 undir kvöld, en hann sá loksins fram á að báturinn kæmist á veiðar eftir nokkra daga, svo framarlega sem veðurspáin leyfir það. Sigldi hann bátnum úr Njarðvíkurhöfn og yfir í Grófina þar sem hann mun liggja þar til hann kemst í næstu viku, heim á leið, þó það sé ekki ljóst hvort hann kemur við í heimahöfn, eða fer beint norður í Húnaflóa þar sem hann ætlar að stunda veiðiskap til að birja með.

Þó ekki væri alveg búið að ganga frá öllu sigldi hann nálægt ljósmyndara utan við hafnargarðinn í Kefla´vik á um 15 sjómílna hraða, en það eru um helmingur af þeim hraða sem báturinn á að geta siglt þegar allt verður orðið klárt.

Birti ég nokkrar myndir sem ég tók við þetta tækifæri, en fleiri myndir birtast síðar.


           2794. Ásdís SH 154, á siglingu á Vatnsnesvík í Keflavík í dag


                                2794. Ásdís SH 154, komin inn í Grófina


    Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður og skipstjóri við bát sinn Ásdísi SH 154, í Grófinni í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010