Færslur: 2010 Júlí
06.07.2010 16:01
Jötnir

Jötnir, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 6. júlí 2010
06.07.2010 12:01
Helga Guðmundsdóttir BA 77

245. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness,
ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson
06.07.2010 08:57
Gullberg NS 11

244. Gullberg NS 11 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness,
ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson
06.07.2010 08:54
Bergur VE 44

236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness,
ljósm: Hafsteinn Jóhannsson
06.07.2010 00:00
Sjóræningjaskipið tekur á sig mynd
Nýverið var sagt frá því hér á síðunni að skrokkur Sólrúnar RE 22 sem stóð uppi í Njarðvíkurslipp hefði verið fluttur í skemmtigarðinn í Grafarvogi og þar yrði gert úr honum sjóræningjaskip. Sigurlaugur ljósmyndari okkar leit þar við og tók þessa myndasyrpu af stöðunni eins og hún var þá og eins er verið að breyta nágrenninu í sjóræningjastíl. Hvað um það hér sjáum við árangurinn










Sjóræningjaskipið í Grafarvogi ex 284. Sólrún RE 22 © myndir Laugi, 5. júlí 2010
05.07.2010 22:32
Er þetta Haukafell, eða einhver annar? - Rétt svar: Haukafell SF 111


108. Haukafell SF 111 © myndir Hilmar Bragason
05.07.2010 22:25
Róðrarbátar á Akureyri


Róðrabátar á Akureyri © myndir Bjarni G, 3. júlí 2010
05.07.2010 22:19
Haffari EA 133 og Húni II

1463. Haffari EA 133 og 108. Húni II, á Akureyri © mynd Bjarni G. 3. júlí 2010
05.07.2010 22:14
Glettingur NS 100


2666. Glettingur NS 100, á Neskaupstað © myndir Bjarni G., 5. júlí 2010
05.07.2010 22:09
Haukafell SF 111 / Húni II

108. Haukafell SF 111, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

108. Húni II, á Akureyri © mynd Bjarni G. 3. júlí 2010
05.07.2010 21:32
Hvaða skip eru þetta?



© myndir Emil Páll, 5. júlí 2010
05.07.2010 20:35
Steingrímur Trölli KE 81

201. Steingrímur Trölli KE 81 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness,
ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson
05.07.2010 19:38
Clipper Adventurer á leið til Keflavíkur eða Reykjavíkur
Samkvæmt vef Faxaflóahafna nú í kvöld og eins AIS þá hefur verið hætt við að koma við í Keflavík og stefnan tekin beint á Reykjavík og er áætlað að skipið verði komið þangað um kl. 23 og leggist að miðbakka.

Clipper Adventurer © mynd Ray Pither á MarineTraffic

Clipper Adventurer © mynd Baard Karlsen, MarineTraffic
05.07.2010 17:47
Sólfari SU 16 kominn til Njarðvíkur í sinni síðustu sjóferð
Í dag var Sólfari SU 16 dreginn frá Hafnarfirði til Njarðvíkur, en báturinn mun verða sá þriðji sem tættur verður niður af Hringrás í Njarðvíkurslipp í þessari lotu, en tæting Eldeyjar GK 74 er langt komin.


1156. Sólfari SU 16, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 5. júlí 2010
05.07.2010 13:58
Byssum beint að ljósmyndara síðunnar í Sundahöfn í morgun
... svo lá leiðin niður í Sundahöfn en þar lá einn rússi og fyrir aftan hann herskip frá Bandaríkunum og lá mér hugur að mynda það. Ég ók meðfram girðingunni þarna og stoppaði á móts við skipið og var að taka myndir er starfsmaður Securitas kom að bílnum og hóf að spyrja mig um erindi mitt þarna,ég sá enga ástæðu aðra en að vera jafn almennilegur og hann og svaraði honum greiðlega, þá tjáði hann mér að bandaríkjamennirnir um borð yrðu órólegir ef eitthver stoppaði þarna sem ég var (sem var utan girðingar og hvergi merkt að bannað væri að stoppa eða taka myndir, enda utan varnargirðingarinnar) og jafnframt tjáði hann mér að um leið og ég stoppaði hefðu 2 skyttur um borð beint hlöðnum byssum að mér og væru tilbúnnir að skjóta á mig, ja hver andskotin datt uppúr mér,enda fannst mér þetta vera fjandi óþægilegt að vita af, en öryggismaðurinn var hinn almennilegasti og eftir stutt spjall kvaddi ég og fór, en ónotatifinningin hvarf ekki fyrr en ég var kominn af bryggjunni.



Í Sundhöfn í morgun © myndir Laugi, 5. júlí 2010
