Færslur: 2010 Júlí
09.07.2010 19:54
Kafbátaferð

Kafbátaferð á Tenerife 9. - 16. sept. 2008 © myndir teknar af Bjarna G. úr ferðinni, koma inn eftir miðnætti í nótt
09.07.2010 19:41
Skessuhellir í Grófinni

Svona lítur hellirinn út frá sjó, aðeins sést á þak hans yfir sjóvarnargarðinn

Skessuhellir í Grófinni, Keflavík © myndi Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 18:01
Innsiglingin í Grófina



Innsiglingin í smábátahöfnina Grófin, Keflavík © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 17:53
Örtröð í höfninni


Af hafnargarðinum í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 9. júli 2010
09.07.2010 16:46
Rampurinn í Grófinni

Rampurinn í Grófinni © mynd Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 16:33
Baldur og Duushúsin
Fyrst birti ég það hvernig þeir sem koma af sjó sjá Baldur KE 97 þar sem hann stendur neðan við Duushúsin og um leið við innkeyrsluna frá landi í Grófina. En báturinn hefur stundum villað sýn fyrir erlendum skútumönnum og hafa þeir haldið að þetta væri aðalhöfnin í Keflavík




311. Baldur KE 97 og Duushúsin © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 16:21
Erling KE á Hornafirði

233. Erling KE 140, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason, 9. júlí 2010
09.07.2010 11:44
Strandaði við Borgundarhólm í nótt
Stórflutningaskip af stærri gerðinni strandaði við Borgundarhólm í nótt. Situr skipið nú fast um 800 metra frá landi við Sorthat.
Um er að ræða 167 metra langt, tæplega 17.000 tonna fulllestað skip sem skráð er á Möltu en það ber heitið Odin Pacific.
Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten mun stýrimaður skipsins hafa verið einn á vakt í brúnni þegar skipið strandaði en hann er grunaður um að hafa verið ölvaður.
Björgunarskip frá dönsku standgæslunni eru komin á staðinn og reyna á að ná Odin Pacific á flot á flóðinu seinna í dag.
09.07.2010 11:08
Hafdís GK 118 komin upp í slipp
Sýni ég hér tvær myndir af bátnum þegar verið var að hreinsa hann áður en hann er tekinn inn í hús í slippnum í Njarðvik. Á annarri myndinni er úði frá heinsuninni og því er myndin daufari en hún ætti annars að vera.


2400. Hafdís GK 118, sem senn verður SU 220 og trúlega komin í liti Eskju, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 00:00
Vaka SU 9 / Sunna SI 67 / Sunna KE 60 / Sea Hunter
Upphaflega fjölveiðiskip sem síðan var breytt í rækju- frystitogara og útgerðin markaði á sínum tíma tímamót með þetta skip, er það hóf fyrst skipa veiðar með tveimur trollum samtímis
2061. Vaka SU 9 © mynd Snorrason
2061. Sunna SI 67, við bryggju á Siglufirði
2061. Sunna SI 67 © mynd Þorgeir Baldursson
2061. Sunna KE 60 á siglingu frá Njarðvik © mynd Emil Páll
Sea Hunter í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll
Sea Hunter, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll
Sea Hunter, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Sea Hunter, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 296 hjá Astilleros Gondon S.A., Figueras Castrop, Spáni 1991. Vaka SU 9 kom fyrst til heimahafnar á Reyðarfirði í apríl 1991. Sunna SI 67 var keypt til Reykjanesbæjar um miðjan janúar 2006 og afhent 20. febrúar það ár.
Skipinu var flaggað út með heimahöfn í Estoníu 2004-2005.Selt úr landi til Rússlands i ágúst 2008.
Togarinn var lengi gerður út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni, en lá í höfn erta að rækjuveiðar voru óarðbærar. Upphaflega var skipið fjölveiðiskip, en síðan breytt i rækju- frystitogara. Útgerð Sunnu SI markaði viss tímamót í sögu rækjuveiða því skipið hóf veiðar fyrst skipa, með tveimur trollum samtímis.
Ný fiskimóttaka var sett í skipið i janúarbyrjun 2006 í Póllandi.
Nöfn: Vaka SU 9, Sunna SI 67, Sunna EK 0405, aftur Sunna SI 67, Sunna KE 60, Sea Hunter KE 60 og Sea Hunter, en ekkert er vitað um það síðan það var selt til Rússlands.
08.07.2010 21:51
Kristján Valgeir GK 575

1011. Kristján Valgeir GK 575 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness,
l jósm.. Hafsteinn Jóhannsson
08.07.2010 21:43
Tjaldur KE 64

Tjaldur KE 64 © mynd í eigu Ljósmyndasafna Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson
08.07.2010 19:51
Þór Pétursson ÞH 50 / Helgi SH 135
Togari sem smíðaður var á Ísafirði 1989 og er enn í útgerð.
2017. Þór Pétursson ÞH 50 © mynd Snorrason
2017. Helgi SH 135 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007
2017. Helgi SH 135
Smíðanúmer 56 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf., Ísafirði 1989. Hljóp af stokkum 1989 og gefið nafn 30. júlí sama ár. Afhentur 25. ágúst og kom fyrst til Sandgerðis 3. september 1989. Lengdur 1994.
Í mars 1997 stóð til að sameina Njörð hf. og Búlandstind en af því varð ekki.
Nöfn: Þór Pétursson ÞH 50, Þór Pétursson GK 504 og núverandi nafn: Helgi SH 135
08.07.2010 19:34
Mímir ÍS 30 / Garpur SH 95

2018. Mímir IS 30 © mynd Snorrason

2018. Garpur SH 95 © mynd Jón Páll

2018. Garpur SH 95, í Grundarfirði © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

