Færslur: 2010 Júlí
11.07.2010 08:43
Dröfn RE 35

1574. Dröfn RE 35, í Reykjavík © mynd Hilmar Bragason
11.07.2010 00:00
Rennt í strand
Ástæðan fyrir því að látið var fjara undan bátnum með þessum hætti var að orðið hefur vart við einhvern leka að aftan til að á að athuga hvort hægt verði að gera við hann þarna í fjörunni. Tók ég þessa myndasyrpu við það tækifæri og sjást þarna að auki hjálparmenn af öðrum bátum sem komu að verkinu, ásamt áhöfninni. Þessir hjálpar menn eru Þorgrímur Ómar Tavsen á Sægrími GK og Þorgils Þorgilsson á Röstinni GK.













399. Aníta KE 399 og brasið við að koma henni upp í krókinn í Keflavíkurhöfn, sem stafaði m.a. af því að menn voru ekki nægjanlega þolinmóðir eftir fullri flóðhæð
© myndir Emil Páll. 10. júlí 2010
10.07.2010 20:54
Blíða KE 17 á makrílveiðum rétt við hafnargarðinn í Keflavík með sína 400 króka



1178. Blíða KE 17 á makrílveiðum á Vatnsnesvík í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010
10.07.2010 20:47
Helga í Helguvík

2749. Helga RE 49 nágast Helguvík

Hér siglir Helga inn Helguvíkina

2749. Helga RE 49 komin að bryggju í Helguvík í kvöld

Síðan nokkrum mínútum síðar er siglt út

2749. Helga RE 49, yfirgefur Helguvík © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010
10.07.2010 19:16
Sjómannadagurinn á Hornafirði 1981

Þrír bátar í hópsiglingu á sjómannadaginn á Hornafirði 1981 © mynd Hilmar Bragason
10.07.2010 18:35
Er ekkert að gerast í björgun Storms SH?
Þá er ljóst að það er töluvert mál að lyfta upp þetta stórum báti og þá sérstaklega nú þegar búið er að selja flest öll stærri tækin úr landi.

586. Stormur SH 333 í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll. 10. júlí 2010
10.07.2010 16:17
Úr Grófinni







Úr Grófinni, sömu hús og eru í auglýsingunni frá Kaffi DUUS hér að ofan sjást hér við Grófina, þ.e. Duushús, Kaffi Duus og hús sem áður tilheyrðu Dráttarbraut Keflavíkur, áður en smábátahöfnin var gerð © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
10.07.2010 14:28
Selandia - dregin út frá Straumsvík






2489. Hamar og 2686. Magni draga Selandiu út frá Straumsvík um hádegisbilið í dag
© myndir Tryggvi Örn, 10. júlí 2010
10.07.2010 09:21
Þreyttir frá Líbyu
Sendiþér myndir sem Sigurður Ketill Skúlason vélstjóri á Eyborgu sendi mér frá því í fyrra en þarna var kallinn að koma Eyborginni heim frá Möltu og þeir "bunkeruða" hjá þessu annars þreytta skipi og enn þreyttari áhöfn ásamt lekum slöngum og tilbehör í miðjarðarhafinu sem er ekki er óalgengt hjá þessu liði í Miðjarðarhafinu og tuskutoppalöndum. Myndirnar tala sýnu máli en skipið er frá Libyu.
Sólar kveðja frá Portugal.
Svafar Gestsson.
Þreytt túnfiskveiðiskip frá Libyu
Lekabytta
Þreyttur © myndir Sigurður Ketill Skúlason 2009
10.07.2010 09:10
Hólmsberg og Brenninípa
Í gamla daga þegar maður var að alast upp þótti það mjög gott að fara út á Nípu til að veiða og þaðan kom maður oftast með fisk sem síðan var soðinn heima. Þarna veiddist aðallega steinbítur, þorskur og ýsa, á meðan að bryggjuveiðin væri marhnútur, koli og ufsi. Hér sjáum við Nípuna sem í raun heitir Brenninípa
Einn af hellunum á Hólmsbergi, en þennan komst maður ekki í nema á fjöru, en ef maður gerði það varð maður að stoppa stutt því fljótlega flæddi að svo maður komst við illan leik til baka
Þessi var fremur grunnur skúti, en hellir og var fyrir neðan það sem við krakkarnir kölluðum laut, en er rétt hjá Nípunni
Hér skagar Nípan fram úr Hólmsberginu
Raunar sama svæði og á myndinni fyrir ofan
Brenninípa, eða Nípa eins og hún var kölluð © myndir Emil Páll. 9. júlí 2010
10.07.2010 00:00
Kafbátaferð á Tenerife
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað, sendi mér þessa myndasyrpu frá kafbátaferð sem hann fór í 9. - 16. september 2008 og eru sjö þeirra af kafbátnum að innan eða utan og auðvitað útsýninu úr honum. Ein mynd er af rútunni sem keyði ferðafólki af bátnum og svo er önnur mynd af fylgdarskipinu sem fylgdist með ferðunum.








Kafbátaferð á Tenerife, 9. - 16. september 2008 © myndir Bjarni G.
09.07.2010 21:24
Helguvík: Innsiglingavitinn og endi hafnargarðsins

Innsiglingavitinn til Helguvíkur

Endi hafnargarðsins við olíubryggjuna í Helguvík
© myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 21:03
Mokveiði í Keflavíkurhöfn




Í Keflavíkurhöfn rétt fyrir kl. 21 í kvöld © myndir Emil Páll, 9. júlí 2010
09.07.2010 20:19
Keflavík


Hluti Hafnargötu í Keflavík © myndir Emil Páll, 9. júli 2010

