Færslur: 2010 Júlí
30.07.2010 13:47
Cemluna til Helguvíkur í morgun





Cemluna og 2043. Auðunn í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 30. júlí 2010
30.07.2010 09:24
Herjólfur stóð fastur í Landeyjarhöfn í nótt
Vegna óhagstæðra sjávarfalla þarf að flýta ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fara átti klukan 12:00. Ferðin verður nú farin klukkan 11:30., að því er segir í tilkynningu frá Eimskip. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa það í huga að aksturinn frá Höfuðborgarsvæðinu til Landeyjahafnar tekur um það bil tvær klukkustundir, og eru farþegar Herjólfs beðnir að fara að öllu með gát þrátt fyrir þessar breytingar.
Samkvæmt vefnum mbl.is þá stóð Herjólfur fastur um kl. þrjú í nótt, eða á háfjörunni og tafðist því um þrjá tíma.
30.07.2010 09:16
Risasnekkja komin til Reykjavíkur
Risasnekkja Poul Allens, annars stofnanda Microsoft, er nú komin inn á Faxflóann og leggst væntanlega að M;iðbakkanum í Reykjavíkurhöfn innan klukkustunda. Leiðangursmenn eru búnir að fá leyfi utanríkisráðuneytisins til að nota kafbáta skipsins hér við land, meðal annars til að skoða tiltekið skipsflak, en leynd hvílir enn yfir málinu. Fornleifanefnd hefur verið gert viðvart og munu einhverjir íslenskir vísindamenn fylgjast með. Ráðgert er að snekkjan verði hér í sex dag og heimildir herma ar versnunarmannahelgin hafi verið valin sem komutími, til að draga athyglina sem mest frá leiðangrinum, enda flestir landsmenn á faraldsfæti um helgina
Þessi frétt er skrfuð kl. rúmlega 8 í morgun og því ætti snekkjan að vera komin til Reykjavíkur nú er ég setti þetta inn.
30.07.2010 00:00
Milla GK 121 - frábær myndasyrpa














2321. Milla GK 121 © myndir Krben 2010
29.07.2010 21:41
Lea RE 171 í breytingar á Hellissandi

1904. Lea RE 171, fyrir utan Bátasmíðjuna á Hellissandi í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. júli 2010
29.07.2010 21:27
Þorgrímur Hermannsson afkastamikll bátasmiður
Hef ég þegar birt örfáar myndir af bátum eftir Þorgrím, en mun síðar gera þeim nánar skil og birta þá margar myndir. Núna birti ég eina mynd af bát sem stendur fyrir utan Bátasmiðjuna á Hellissandi og barnabarn hans Þorgrímur Ómar Tavsen tók mynd af nú undir kvöld.

Röst, frá Rifi, á Hellissandi í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. júlí 2010
29.07.2010 17:37
Skúta

Skúta © mynd Ingvar Sigurðsson, 28. júlí 2010
29.07.2010 15:23
'isafjörður verði smábátamiðstöð?
Eitt af ætlunarverkum nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar er að móta nýja framtíðarsýn fyrir hafnir sveitarfélagsins, og er þar m.a. litið til sjósportmiðstöðvar. Ákvæði þess efnis er í meirihlutasamningi nýs meirihluta að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. "Sú vinna mun fara fram t.a.m. með íbúaþingum þannig að íbúar sveitarfélagsins og notendur þjónustunnar fái tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Það er ljóst að það er vilji þessa meirihluta og þess gamla að hér verði sportbátamiðstöð Íslands og má sem dæmi nefna að fyrri hafnarstjórn óskaði eftir því við samgönguráðherra og samgönguráðuneytið að þegar yrði farið verði í það verk að byggja varnargarða fyrir Pollgötuna, þá yrði byggður grjótgarður úti í Pollinum og innan þess grjótgarðs verði þá búin til almennileg sportbátahöfn," segir Albertína.
Komum sportbáta til Ísafjarðarharfnar hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Bæði er þar um að ræða aukningu á seglskútum og sportbátum og hafa þeir verið nokkuð fyrr á ferðinni en fyrri sumur. Nefnt hefur verið að núverandi aðstaða í Ísafjarðarbæ hafi bæði sína kosti og galla.
29.07.2010 15:17
Júlíus með fullfermi af makríl
bb.is | 28.07.2010 | 16:48
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS, flaggskip Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, landaði í dag 228 tonnum af makríl eða fullfermi. Um er að ræða allan makrílkvóta útgerðarinnar og fékkst hann í einni veiðiferð. Að sögn Ómars Ellertssonar, skipstjóra er þetta í fyrsta sinn sem makríl er landað á Ísafirði. Hann segir veiðina hafa gengið vel og segir Júllamenn vel vera til í að veiða aftur makríl fáist kvóti í september er nýtt fiskveiðitímabil hefst. Makríllinn er hausaður og frystur um borð og er reiknað með að farmurinn fari beint til útflutnings. Um er að ræða sjö þúsund kassa af makríl er eftir um tveggja vikna túr.Undanfarin ár hefur makríll aðallega veiðst sem meðafli á síldveiðunum og lítið hefur veiðst af honum á Vestfjörðum. Undanfarið hafa borist fréttir af makrílgöngum víða í kringum landið og hafa landsmenn verið áhugasamir um þessa fisktegund, sem nú virðist í óvenju miklu magni við landið.
Sjávarútvegsráðuneytið sagði að sérstök ástæða væri til að skapa svigrúm fyrir nýjar veiðiaðferðir, sem líklegar séu til að skapa grundvöll fyrir fjölbreyttri vinnslu á verðmætum afurðum og auka atvinnu í sjávarbyggðum. Ennfremur þætti eðlilegt, vegna þess hve stutt sé síðan farið var að veiða makríl hér í teljandi magni, að veita fleirum aðgang að veiðunum en þeim sem veitt hafa síðustu árin.
29.07.2010 13:56
Ef íslendingar ættu nú svona flota
| Seglskipini komin á ólavsøku |
![]() |
| Tað var ein stásilig sjón, tá regattain við Johonnu, Westward Ho, Norðlýsinum og Draganum á odda komu inn á Havnarvág og løgdu at við Bursatanga í deiliga veðrinum um middagsleitið, skrivar Tórshavn.fo. |
![]() |
29.07.2010 09:19
Máni GK 109




2298. Máni GK 109 © myndir Krben 2010
29.07.2010 09:16
Faxi RE 24

1581. Faxi RE 24 í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson
29.07.2010 09:13
Magni

2686. Magní, á Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson
29.07.2010 09:00
Ekki Týr, heldur Baldur

1421. Týr á Stakksfirði í gær © mynd Emil Páll, 28. júlí 2010
29.07.2010 00:00
Skömm Reykjanesbæjar
Hér koma myndir og umfjöllun um bátanna þrjá, hvern fyrir sig.
Silfri KE 24

5690. Silfri KE 24, í Keflavíkurhöfn
Bátur þessi var smíðaður á Akranesi 1959 úr furu og eik og mældist rúm 5 tonn. Var hann smíðaður fyrir Auðunn Karlsson í Keflavík, sem notaði hann sem fiskibát og m.a. muna margir eftir honum við loðnuveiðar í Keflavíkurhöfn fyrr á árum.
Aðalnotagildi bátsins var þó að vera lóðsbátur Keflvíkinga og sem slíkur var hann notaður nánast alveg þar til hann var dæmdur ónýtur, sama ár og Keflvíkingar fengu lóðsbát smíðaðar úr stáli einnig á Akranesi og sá bátur sem heitir í höfuðið á gamla manninum Auðunn, er enn í notkun.
Komst Silfri þá í eigu byggðasafnsins og stóð til að hann fengi að varðveitast og standa þar sem Baldur KE stendur nú eða við hlið hans. En stór hluti Keflvíkinga a.m.k. snopparaliðið sem þolir ekki fisk eða báta mótmælti því að þessi staður yrði gerður að ruslakistu fyrir eitthvað bátarusl eins og þau orðuðu það.
Bæjarstjórn hætti því við og báturinn fór á hrakhóla þar til hann var settur þarna inn á Fitjar og þar stóð hann meðan tímans tönn sá um að farga honum smátt og smátt, þó var furðulegt hvað hann hélt sér, en um síðustu helgi þurfu einhverjir að skipta sér að og kveiktu í bátnum og brann hann nánast til kaldra kola og eftir stendur aðeins framendinn eins og sést á myndunum sem hér koma,
Því fullyrði ég að örlög þessa báts er ævarandi skömm fyrir Reykjanesbæ





5690, Silfri KE 24, eða brunarústir hans í dag
Kambur BA 34

5864. Sigrún SH 212, síðar Kambur BA 34
Þá kemur að bátnum sem sést við hliðina á Silfra og virðist hafa heitið síðast Kambur BA 34. Sá bátur var smíðaður í Hafnarfirði 1961 og var tæp 6 tonn að stærð. Á sínum tíma var báturinn staðsettur inni á baklóð húss í Keflavík og síðan fluttur á núverandi stað. Hvort byggðasafnið hafi eiganrrétt á bátnum er ekki vitað.
Sá bátur er orðinn það ónýtur að nú þegar brunarústirnar verða fjarlægðar, tel ég að hann ætti að fara með líka. Það segi ég þó ég sé dyggur stuðningsmaður fyrir varðveislu gömlu bátanna og finnst skömm að því hvað lítið hafi verið gert í að varðveita fiskiskipin okkar, hvort sem þau hafa verið úr stáli eða tré.
Svona er útlit bátsins í dag, en fyrir ofan þennan texta birtist mynd af honum meðan hann var gerður út frá Stykkishólmi sem Sigrún SH 212 og var að mér skylst eins og flottasta mubbla, sem er svolítið annað en er í dag.





5864. Kambur BA 34 hét hann þessi einhvern tímann
Örninn, landnámsgjöf Norðmanna
Þriðji báturinn sem er þarna þó undir húsvegg gömlu steypustöðvarinnar, mun vera víkingaskipið Örnin sem Norðmenn gáfu Reykvíkingum á landnámsafmælinu 1974. Sigldu norðmenn tveimur svona bátum hingað til lands og hétu þeir Örninn og Hrafninn. Örninn var gefinn Reykvíkingum en Hrafinn Húsvíkingum Var bÖrninn á hrakhólum viða um höfuðborgina, komst m.a. í leikaraskap hjá Hrafni Gunnlaugssyni og að lokum fengu Reykvíkingar, bæjarfélagið Reykjanesbæ til að geyma bátinn og var hann fluttur hingað á kerru og settur undir húsgaflinn í Njarðvik. Síðan gerðist það í óveðri að báturinn valt af kerrunni og fór á hvolf og þannig er hann ennþá og kerran við hliðina á honum. Auðvitað átti bæjarfélagið Reykjanesbær að sýna bátnum þá virðingu sem hann á skilið eins og Húsvíkingar gerðu. Fyrir norðan er Hrafninn sem Húsvíkingarnir fengu sýndur sómi og er í vörslu byggðarsafnsins á staðnum.
Ég er ekki með neina mynd af honum í upphafi heldur eins og hann er í dag, þarna undir húsveggnum á Fitjum og kerran sem hann kom á er þarna við hliðina.




Örninn, norska landnámsgjöfin ásamt kerrunni inni á Fitjum
© litmyndirnar þ.e. myndirnar sem sýna bátanna í dag, Emil Páll, 28. júlí 2010
Ljóst er að það er ævarandi skömm Reykjanesbæjar, hvernig fór fyrir Silfra og hvert ástand landnámsgjafarinnar er, sem auðvitað hefði átt að láta inn í hús, t.d. það sem hann er við hliðina á. Þannig átti líka að fara með Silfra, fyrst snoppararnir komu í veg fyrir að hann fengi að standa niðri í Gróf.


