Færslur: 2010 Júlí
22.07.2010 23:13
Eiður ÓF 13 og trillan Skrúður


1611. Eiður ÓF 13 og trillan Skrúður © myndir Jón Sindri 2010
22.07.2010 22:52
Goðafoss

Goðafoss, lengst út í fjaska © mynd Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 21:51
Auðunn í Helguvík

2043. Auðunn í Helguvík í kvöld © mynd Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 21:38
Bara Herjólfur má nota Landeyjarhöfn
Óviðkomandi umferð bönnuð um Landeyjarhöfn
Siglingastofnun hefur ákveðið að banna umferð annarra skipa og báta en Herjólfs á meðan reynsla er fengin á siglingar ferjunnar um höfnina og vegna mikils álags fram yfir þjóðhátíð. Í tilkynningu frá Siglingastofnun kemur jafnframt fram að nauðsynlegt er að takmarka siglingar út frá slysahættu, þar sem að svæðið er ófrágengið og framkvæmdir ennþá í gangi.
22.07.2010 21:08
Dís

2698. Dís, í Grófinni í Keflavík í kvöld. Hurðinn á hinum fræga Skessuhelli er enn opin.
© mynd Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 20:51
Hav Nes, Hólmsbergsviti og Stakkur

Hav Nes við bryggju í Helguvík og Hólmsbergsviti sést vinstra megin á myndinni

Hér sjáum við auk skipsins sem er á leið út Helguvíkina, klettinn Stakk sem ber fyrir ofan stefni skipsins og Hólmsbergið

Hav Nes yfirgefur Helguvíkina í rigningarsúldinni og því er myndin ekki alveg nógu greinileg © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 18:50
Eyjólfur Ólafsson GK 38 dreginn vélavana til Sandgerðis

Eyjólfur GK-38 dreginn í smábátahöfnina
Í morgun barst tilkynning um að báturinn Eyjólfur Ólafsson GK-38 frá Sandgerði væri vélarvana rétt fyrir utan Sandgerðishöfn. Björgunarsveitin Sigurvon fór á Þorsteini og gekk björgunin vel og engan sakaði.
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Þorsteinn kemur með Eyjólf inn í höfn. Í lok myndbandsins þakkar skipstjórinn meðlimum Sigurvonar fyrir skjót og góð viðbrögð.
Smellið hér til að horfa á myndbandið.
Bein vefslóð á frétt:
http://www.245.is/default.asp?page=44&Article_ID=7250&NWS=NWS
Bein vefslóð á myndband:
http://www.myndbandaveita.is/245/spila.asp?id=83
Heimild: 245.is
22.07.2010 18:15
Með hringlínu fyrir makrílinn

Stokkurinn er rétt innan við lunninguna

1396. Lena ÍS 61, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 16:22
Blár og SU 220

2400. Hugsanlega Hafdís áfram, en nr. SU 220 og liturinn er blár © mynd Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 16:18
Endalokin nálgast

1156. Sólfari SU 16, í síðasta sinn í slipp og að sjálfsögðu í Njarðvikurslipp þar sem ferill hans mun ljúka © mynd Emil Páll 22. júlí 2010
22.07.2010 15:02
Hvað sjáum við á þessari mynd og hvar er hún tekin?
Ja nú er ég hissa, komnir 5 tímar og ekkert svar. Svo ég upplýsi um svörin. Myndin er tekin úr Njarðvíkurhöfn og sýnir fjallið Keilir gnæfa yfir Vogastapa. Fremst er tangi út af Innri-Njarðvík.

Hvaðan er þessi mynd og hvað sjáum við á henni ? © mynd Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 14:55
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Mun báturinn verða með heimahöfn í Ólafsvík og mun ég segja nánar frá honum þegar sjósetningin fer fram.


Nýi báturinn er í loka frágangi hjá Bláfelli ehf.

Hér sjáum við Ragnar Ölver Ragnarsson, rafvirkja í vélarúmi bátsins
© myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 14:44
Reginn HF 228


1102. Reginn HF 228, kemur til Njarðvíkur nú síðdegis © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
22.07.2010 14:36
Hugleiðing um hugleiðingar
Hér aðeins neðar er ég með hugleiðingar um Strandveiðar og komu tveir aðilar og tjá sig. Sá síðari sem virðist taka málið mjög alvarlega, les augljóslega ekki hvað ég hef skrifað, en þar var ég að ræða um að vegna brælu hafi bátar ekki getað róðið nema í 1-2 daga og skiptir þá engu máli hvað marga daga þeir máttu róa, því ekki viljum við stefna þeim í allt of mikla hættu með að fara út í hvaða veðri sem er.
Aðalmálið er þó að ég mun meðan svona lítið er um að vera skrifa fleiri svona hugleiðingar um hitt og annað og þó það komi við hjartað á einhverjum þá bara þeir um það. Aðalatriðið er að þetta er ekki mín skoðun og ekki heldur staðfestar fréttir, heldur hugleiðingar út í bláinn þess vegna, ef menn vilja kalla það svo.
Ég mun engu svara, varðandi tjáskipti og í raun er ég hættur að svara nokkrum spurningum sem fram koma á síðunni. Allavega er það algjör undantekning ef ég svara einhverju.
Þó get ég ekki látið hjá líða að benda Aðalsteini á að menn þurfa að lesa það sem þeir eru að svara, annars verður um tómt bull að ræða. Sjáum síðasta svar hans:
-Þeir sem fóru ekki nema einn eða tvo róðra geta ekki kennt kerfinu um það,sökin liggur hjá þeim sjálfum.Í júlí voru sóknardagar á svæðum A og D 7 talsins en á svæðum B og C voru þeir 10.
Svo segir þú.."En hvað er þá til ráða fyrir smábáta sem ekki hafa kvóta, höfðu Strandveiðileyfi eða voru á grásleppu sem nú er að mestu einnig lokið. Jú menn leita og sumir fara út í makrílveiðar, en þar sem sá búnaðar er mjög dýr, hafa sumir látið freistast að nota bara línu".
Ég vona að þú sért ekki að meina að strandveiðimenn á svæðum A og D ætli sér á línu í ágúst því það er þeim að sjálfsögðu óheimillt því allar veiðar báta í strandveiðikerfinu eru ólöglegar frá lokum strandveiða og fram til 1.sept að undanskilldum makrílveiðum-
Hvað hafði ég sagt í mínum hugleiðingum varðandi þá sem ekki gátu farið nema einn til tvo róðra og Aðalsteinn las ekki. Vegna veðurs gaf aðeins í einn dag, en þeir sem fóru út í brælu náðu kannski tveimur dögum. Ég gleymdi að minnast á að hitt voru helgidagar. Sökin um bræluna er varla þeirra sem vildu róa?
Síðan ræðir Aðalsteinn um það að ég segi að menn séu að huga að makrílveiðum og þar sem sá búnaður sé dýr, hafa sumir freistast við að nota línu og þá kemur aðalsteinn og segir að mönnum sé óheimilt að fara á línu séu þeir á strandveiðikerfinu að undanskilum markrílveiðum. Það er einmitt það sem ég sagði að ef menn treysta sér ekki til að setja upp þennan dýra búnað nota þeir línu til makrílveiða.
Aðalatriðið var að koma ekki upp deilu milli landshluta, heldur benda á óréttmætt kerfi.
Já Aðalsteinn lesa fyrst áður en svarað er. Hitt vil ég undirstrika að ég á fátt skemmtilegra en að setja fram eitthvað sem menn eru ekki sammála mér um og ef viðbrögðin verða svona ruglingsleg er það eins og að henda bensíni á bálið og ég mun auka slík skrif til mikilla muna, en jafnframt slökkva á þeim möguleika að menn fái að tjá sig.
22.07.2010 14:27
Síðasta sjóferð Sólfara SU




1156. Sólfari SU 16, fór í morgun sína síðustu sjóferð er Auðunn dró hann að slippbryggjunní i Njaðvík © myndir Emil Páll, 22. júlí 2010
