Færslur: 2012 Janúar
13.01.2012 19:00
Bíldsey II SH 63 og Sævík GK 257
Þessi verður Bíldsey II SH 63 © mynd Kristján Nielsen, 11. jan. 2012
Þessi verður Sævík GK 257 © símamynd Emil Páll, 12. jan. 2012
13.01.2012 18:00
Bjarni Herjólfsson ÁR 200 dreginn til Ísafjarðar

1473. Bjarni Herjólfsson ÁR 200, dreginn inn til Ísafjarðar af 1066. Ægi og 1191. Þytur kom þarna líka við sögu. Það merkilega við öll þessi þrjú skip er að þau eru öll til ennþá, hafa öll komið mikið við sögu erlendis og þaðan eru tvö þeirra gerð út núna. 1191. var seldur íslendingi sem býr í Grænlandi, 1066. hefur verið í leiguverkefnum erlendis og 1473, er í dag gerður út frá Namibíu © myndir Örn Ragnarsson
13.01.2012 17:00
Togarinn Baldur sem varð varðskip
1383. Baldur í Þorskastríðinu, sem varðskip © myndir Örn Ragnarsson
13.01.2012 16:00
Ekki flakið af Notts Country - heldur af St. Chad
Flakið af ST.Chad © mynd Örn Rúnarsson
Eins og hér kemur fram, er ég ekki viss um af hvaða togara þetta flak sé, en þetta nafn kom fram undir myndunum þar sem ég fékk þær.
Gunnar Th. sendi eftirfarandi: Togaraflakið er af togaranum St.Chad. sem strandaði undir Sléttu (innst á Grænuhlíð) þann 30.mars 1973, í miðju 50 mílna stríðinu. Rækjukarlar við Djúp eignuðust flakið og náðu úr því nokkru af vírum og fleira dóti en að síðustu var kveikt í því. Á myndinni sést greinilega að brúin er bráðnuð, enda úr áli. Togarinn kurlaðist niður á nokkrum árum og er löngu horfinn með öllu.
Flakið af Notts County er í Suðurtanganum við hlið Guðmundar Júní og er þar reyndar ennþá, en yfirbyggingin var logskorin af því og skrokkurinn síðan hulinn jarðvegi.
Myndin af St. Chad er frábær, hafðu þökk fyrir hana. Ég sigldi fram hjá flakinu líklega 1984 og þá var rétt blástefnið eftir ásamt hluta af öðrum bógnum. Hann er fljótur að vinna sitt verk, sjórinn við Grænuhlíð.
Sendi Gunnari kærar þakkir fyrir þetta.
13.01.2012 15:01
HMS Scylla F-71 o.fl, úr þorskastríðinu
HMS Scylla F-71
HMS Scylla F-71
Lod eða Sted
Skipherrann á Ægi gefur merki um að tveir togvírar skulu klipptir
© myndir Örn Rúnarsson
13.01.2012 14:30
Dielja MFB 266
Dielja MFB 277, í Valletta, Möltu © mynd shipspotting, Emmanúel L, 8. jan. 2012
13.01.2012 13:01
Árás (ákeyrsla) HMS Salisbury F- 32 á Ægi
Árás (ásigling) HMS Salisbury F-32, á Ægi, 20. maí 1976 © myndir Örn Rúnarsson
13.01.2012 12:00
Úr Þorskastríðinu: Skotið á Everton, breskan landhelgisbrjót, Árvakur og Ægir
Skotið á breskan landhelgisbrjót, trúlega Everton
16. Árvakur
1066. Ægir © myndir Örn Rúnarsson
13.01.2012 11:30
L-Iljun MFA-6018
L-ILJUN MFA-6018, á Möltu © mynd shipspotting, Emmanúel L, 2. jan. 2012
13.01.2012 11:10
Slitnaði upp af legunni og nánast eyðilagðist

Báturinn Hákon Tómasson GK 226 (5871) slitnaði upp af legunni á Stafnesi og nánast eyðilagst í óveðrinu sem gekk yfir Suðurnes í byrjun vikunar. Báturinn er í eigu Heiðars í Nýlendu í Hvalsneshverfi
Hákon Magnússon á Nýlendu í Hvalsneshverfi lét smíða þennan bát fyrir sig og réri á honum í fjölda ára á grásleppu og handfæri, segir á heimasíðu Arnbjörns Eiríkssonar þaðan sem myndin er jafnframt fengin.
Heimild, texti og mynd: vf.is
13.01.2012 11:00
Húddi eigandi Bjartsýnarinnar
Húddi eigandi Bjartsýnarinnar © mynd Kristján Nielsen, 12. jan. 2012
13.01.2012 10:30
Gullmolar úr Þorskastríðinu

13.01.2012 10:00
Kreppan
Kreppan, í Sandgerði © myndir Kristján Nielsen, 12. jan. 2012
13.01.2012 09:15
aegir O316
Aegir O316, í Milford Haven UK © mynd shipspotting, MattyBoy, 2. jan. 2012
13.01.2012 00:00
Kiddi Lár, lengdur um 2,5 metra og nýtt útlit
Hér koma myndir frá því að báturinn var hífður á flutningavagn í Sandgerði sl. miðvikudag. Fyrsta myndin er í raun tekin á þriðjudag en þá voru menn svo bjartsýnir að ætla að lyfta bátnum upp í óveðrinu en urðu frá að hverfa. Síðasta myndin sýnir síðan þegar flutningavagninn ekur úr Strandgötuna á leiðinni frá Sandgerði.
Samkvæmt áætlun átti að aka norður strax, en þar sem ekki væri hægt að fara með hann í geng um göngin fyrir norðan ætlaði bátur að draga hann síðasta spölinn til Siglufjarðar.
2704. Kiddi Lár GK 501, yfirgefur Sandgerði og fer til Siglufjarðar í miklar breytingar, ekki aðeins lengingu © myndir Kristinn Nielsen, 11. jan. 2012
