13.01.2012 00:00

Kiddi Lár, lengdur um 2,5 metra og nýtt útlit

Nú þegar Kiddi Lár  GK 501, var tekinn af stæðinu sem hann hefur verið á undanfarin 2 ár, má segja að hann hafi verið orðinn gróinn fastur, eins og oft er sagt um báta sem eru á sama stað lengi. Þær breytingar hafa gerst að lengingin sem fyrirhuguð var upp á tvo metra verður 2.5 metrar, því hann verður einnig lengdur að aftan. Þá verður nánast byggð ný yfirbygging að stórum hluta og því verður hann með allt annað úthlit.
Hér koma myndir frá því að báturinn var hífður á flutningavagn í Sandgerði sl. miðvikudag. Fyrsta myndin er í raun tekin á þriðjudag en þá voru menn svo bjartsýnir að ætla að lyfta bátnum upp í óveðrinu en urðu frá að hverfa. Síðasta myndin sýnir síðan þegar flutningavagninn ekur úr Strandgötuna á leiðinni frá Sandgerði.

Samkvæmt áætlun átti að aka norður strax, en þar sem ekki væri hægt að fara með hann í geng um göngin fyrir norðan ætlaði bátur að draga hann síðasta spölinn til Siglufjarðar.
     2704. Kiddi Lár GK 501, yfirgefur Sandgerði og fer til Siglufjarðar í miklar breytingar, ekki aðeins lengingu © myndir Kristinn Nielsen, 11. jan. 2012