13.01.2012 10:30

Gullmolar úr Þorskastríðinu

Gullmolar úr Þorskastríðinu hafa nú ratað hér inn til mín. Örn Rúnarsson sem var skipverji á Ægi í Þorskastríðinu tók margar myndir og hef ég nú í gegn um vin minn Óðinn Magnason fengið heimild til að birta þær. En þar sem þetta er mjög mikill fjöldi er ég ekki enn ákveðinn hvernig ég kem þeim til skila, því erfitt er að taka sumar en ekki aðrar. Hvað um það hér kemur fyrsta myndin sem sýnir þegar skotið er af byssu varskipsins.