13.01.2012 16:00

Ekki flakið af Notts Country - heldur af St. Chad

Þessi mynd er úr myndaflokknum Þorskastríðið, sem ég er að koma með í smá einingum, enda um mjög margar myndir að ræða, en Örn Rúnarsson sem var á Ægi í Þorskastríðunu tók þær


                            Flakið af ST.Chad  © mynd Örn Rúnarsson

Eins og hér kemur fram, er ég ekki viss um af hvaða togara þetta flak sé, en þetta nafn kom fram undir myndunum þar sem ég fékk þær.

Gunnar Th. sendi eftirfarandi: Togaraflakið er af togaranum St.Chad. sem strandaði undir Sléttu (innst á Grænuhlíð) þann 30.mars 1973, í miðju 50 mílna stríðinu.  Rækjukarlar við Djúp eignuðust flakið og náðu úr því nokkru af vírum og fleira dóti en að síðustu var kveikt í því. Á myndinni sést greinilega að brúin er bráðnuð, enda úr áli. Togarinn kurlaðist niður á nokkrum árum og er löngu horfinn með öllu.

 Flakið af Notts County er í Suðurtanganum við hlið Guðmundar Júní og er þar reyndar ennþá, en yfirbyggingin var logskorin af því og skrokkurinn síðan hulinn jarðvegi.

Myndin af St. Chad er frábær, hafðu þökk fyrir hana. Ég sigldi fram hjá flakinu líklega 1984 og þá var rétt blástefnið eftir ásamt hluta af öðrum bógnum. Hann er fljótur að vinna sitt verk, sjórinn við Grænuhlíð.

Sendi Gunnari kærar þakkir fyrir þetta.