Færslur: 2010 Júlí
27.07.2010 10:55
Tveir ÞH bátar í Vísislitum í Njarðvíkurslipp

972. Kristín ÞH 157 og ex 1125. Gerður ÞH 110, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 27. júlí 2010
27.07.2010 10:27
Landhelgisgæslan skorin niður
Landhelgisgæslan hefur síðustu tvö ár staðið í viðamikilli endurskipulagningu. Haustið 2008 var hafist handa við niðurskurð í kjölfar gengisbreytinga, hækkunar eldsneytisverðs og síðar minni fjárveitinga.
Niðurskurðurinn hefur bitnað verulega á þjónustu Gæslunnar, t.d. hefur þyrlunum verið fækkað úr fjórum í tvær. Vegna þrenginga hefur Landhelgisgæslan aukið starfsemi sína erlendis og nú er svo komið að rúmlega helmingur starfseminnar fer fram í útlöndum.
Varðskipið Týr er nú eina varðskip Landhelgisgæslunnar í lögsögu Íslands. Von er á nýju varðskipi næsta sumar og mun það væntanlega taka við af þeim eldri. Svo getur farið að nýja skipið verði leigt út til annarra verkefna en við Ísland.
27.07.2010 10:20
Kristín ÞH 157 í Njarðvíkurslipp


972. Kristín ÞH 157 í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 27. júlí 2010
27.07.2010 09:00
Smá getraun




Þekkið þið þennan bát? Ef myndirnar eru mjög vel skoðaðar á það að vera auðvelt © myndir Emil Páll, 26. júlí 2010
Já, þessi var auðveld ef menn skoðuðu, þá sjást rúllurnar vel ofan við húsið og því er svar Þórðar hér fyrir neðan rétt, Þetta er Siggi Bessa SF 97 að sigla fram hjá Helguvík í gær upp úr hádeginu á leið á miðin.
27.07.2010 08:34
Kristín ÞH 157

972. Kristín ÞH 157, í Njarðvíkurhöfn seint í gærkvöld © mynd Emil Páll, 26. júlí 2010
27.07.2010 08:31
Stakkhamar SH 220

2560. Stakkhamar SH 220 © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 26. júlí 2010
27.07.2010 08:20
Þrjú skip á Hornafirði
Eins og fram kemur undir myndunum er komið nafnið á skipinu á neðstu myndinni.

Einhver Wilson-anna

Ice Bird

Lýsisskipið Kaprifol, á Hornafirði í gær © myndir Hilmar Bragason
27.07.2010 00:00
Endalok þess fallega báts Berghildar SK 137
Sögu bátsins hef ég sagt hér á síðunni, en hann bar nöfnin, Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.
Endalok bátsins urðu þau að hann rak upp á Hofsósi 3. febrúar 1991 og var síðan dæmdur óviðgerðarhæfur 24. júní það ár.
Myndasería sú sem hér fylgir var tekin þegar hann var settur á bíl sem átti að flytja hann til Akureyrar til viðgerðar. Ekkert varð þó úr þeim flutningi, því sökum hæðar, þurfti að fjarlægja möstrin, stýrishúsið o.fl., þannig að hann var fluttur með strandferðaskipi frá Hofsósi til Akureyrar, en það var svona rétt áður en strandflutningar með skipum voru lagðir af. Eftir að báturinn kom til Akureyrar, kom hinsvegar í ljós að skemmdirnar voru það miklar og kostnaðarsamar að það þótti ekki svara kostnaði að gera við hann og því var vélin, stýrishúsið, öll tæki o.fl. seld úr bátnum, en hann sjálfur settur að lokum á brennu.
Síðasti eigandi bátsins, Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar myndir og hef ég fengið þær til birtingar hjá honum.







1564. Berghildur SK 137, árið 1991
© myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen
26.07.2010 23:01
Siglufjörður: Ottó, Sigurvin SI 16 og Farsæll SI 93
Þar sem ég var ekki viss um nafnið á þeim þriðja, leitaði ég til lesenda og svarið kom strax. Takk fyrir það.

717. Ottó

Sigurvin SI 16

1097. Farsæll SI 93 © myndir Bjarni G., 14. júlí 2010
26.07.2010 22:02
Dagur SI 66

1073, Dagur SI 66, mynd í eigu Sjóminjasafnsins á Siglufirði © mynd af myndinni, Bjarni G., 14. júlí 2010
26.07.2010 20:53
Týr SK 33

862. Týr SK 33, við Sjóminjasafnið Siglufirði © mynd Bjarni G., 14. júlí 2010
26.07.2010 20:40
Eigendaskipti þriggja báta
Jafnframt hefur Grímnes ehf., keypt allt hlutaféð í Fiskivon ehf., á Patreksfirði sem á Þorstein BA 1 og er það fyrirtæki nú einnig skráð útgerðaraðili að Sægrími GK 525, sem fram að þessu hefur verið í eigu Grímsness ehf.
26.07.2010 20:25
Sigurfari SH 105

746. Sigurfari SH 105, mynd í eigu Sjóminjasafnsins Siglufirði © mynd tekin af myndinni, Bjarni G., 14. júlí 2010
26.07.2010 19:03
Hringur SI 34

582. Hringur SI 34, líkan í eigu Sjóminjasafnsins Siglufirði © mynd Bjarni G,, 19. júlí 2010
26.07.2010 17:55
Hafliði SI 2

75. Hafliði SI 2, líkan í eigu Sjóminjasafnsins Siglufirði © mynd Bjarni G., 14. júlí 2010
