Færslur: 2010 Júlí
18.07.2010 20:08
Reynir GK í kvikmyndina um Helliseyjarslysið


733. Reynir GK 355, í höfn í Njarðvik © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010
18.07.2010 19:53
Stafnes KE 130




964. Stafnes KE 130, kemur að landi í Njarðvík © myndir Emil Páll, 18. júlí 2010
18.07.2010 16:02
Lena ÍS 61 og Sæljós GK 2

1396. Lena ÍS 61 og 1315. Sæljós GK 2, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010
18.07.2010 15:00
James Cook

James Cook með stefnu fyrir Garðskaga í dag © mynd Emil Páll, 18. júlí 2010

James Cook © mynd MarineTraffic, Robin Plumley, 1. júlí 2006
18.07.2010 14:01
Dröfn RE 35
Myndir af skipi þessu hafa birtst oft hér á síðunni, teknar á hinum ýmsu stöðum á landinu og hér koma tvær teknar af skipinu á Hornafirði.

1574. Dröfn RE 35, á Hornafirði © myndir Hilmar Bragason
18.07.2010 08:49
Beinhákarl kom inn með trollinu á Frera RE sl. fimmtudag - myndir
John Berry, vélstjóri á Frera RE, sendi mér nokkrar myndir af beinhákarli sem þeir fengu í trollið s.l fimmtudag en þeir eru á veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Það var lífsmark með honum, svo hann hefur væntanlega komið í trollið þegar það var híft.
Þess má geta að beinhákarl er ekki nýttur til átu, en hér áður fyrr var hann stundum nýttur í lýsi. Beinhákarlinn lifir á átu og svifi og svamlar því mikið í yfirborði sjávar.

Hér sést þegar menn eru að bauka við að koma spotta á sporðin á honum svo hífa megi hann út í sjó. 
Verið að hífa pokann upp ofan af honum.

Byrjað að draga hann aftur og út í skutrennu
Hér er hann komin lengra út og við það að falla aftur úr 
Nú sést í ugga á honum þar sem hann er komin í sjóinn aftur undan skipinu
© myndir John Berry, 15. júlí 2010
18.07.2010 00:00
Svanur KE 6 í pusi







6417. Svanur KE 6 © myndir Emil Páll, 17. júlí 2010
17.07.2010 23:24
Lifandi veðurlýsingar um Grindavíkurhöfn
Nú þegar er hægt að nálgast veðurupplýsingar um Grindavíkurhöfn eins og sjávarhæð, vindstyrk, flóðatöflur og ýmislegt fleira á vefnum grindavik.is. Höfnin er lífæð Grindavíkur og því mikilvægt fyrir útgerðir, áhafnir og aðra og hafa beinan aðgang að þessum upplýsingum.
Fleira á eftir að bætast við í þetta upplýsingatorg Grindavíkurhafnar á næstunni eins ölduhæð og fleira.
Þess má geta að starfsmenn Grindavíkurhafnar eru þessa dagana að flytja höfuðstöðvar sínar í nýja vigtarhúsið við höfnina. Starfsemin flyst því fljótlega alfarið þangað. Formleg opnun á nýja vigtarhúsinu verður seinni partinn í ágúst
17.07.2010 22:15
Hver er ÞORGRÍMUR ÓMAR TAVSEN?
Umræddur Þorgrímur Ómar, er ættaður frá Hofsósi, en býr núna í Njarðvik og er stýrimaður á Sægrími GK og eigandi af einum af síðustu furu- og eikarbátunum sem smíðaðir voru í Bátalóni og er sennilega aðeins annar af tveimur óbreyttum Bátalónsbátum sem enn eru til og eru á skrá. Þetta er báturinn Skvetta SK.
Svo menn gætu séð hvernig þessi duglegi myndasmiður liti út, stal ég þessari mynd sem hann birti í dag á Facebook-síðu sinni og er tekin í dag við einhvern fossinn sem varð á leið hans á ættarmótið.

Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010
17.07.2010 19:20
Sandeyri, Snæfjallaströnd


Sandeyri, Snæfjallaströnd, síðdegis í dag © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. júlí 2010





