16 feta báturinn Titanic II sökk við fyrstu siglingu sína, líkt og nafni hans gerði.
Eftir góða siglingu og veiðar snéri Mark Wilkinson eigandi bátsins aftur að höfn þegar vandræðin byrjuðu.
Að sögn hans þá rakst báturinn þó ekki á ísjaka, heldur kom gat kom á glertrefjar í botni bátsins.
Mark reyndi í fyrstu að pumpa vatninu úr bátnum en neyddist svo til þess að stökkva frá borði þar sem skipið sökk hratt. Honum var svo bjargað af umsjónamanni hafnarinnar í Dorset og báturinn var dreginn að landi.
Nafninu Titanic fylgir því greinilega enn nokkur ólukka, en vitni að atburðinum sagði- "þetta var ekkert sérstaklega stór bátur- ísmoli hefði líklegast getað sökkt honum".
























