Færslur: 2011 Júní

02.06.2011 20:00

Siggi Þórðar GK 197
          1445. Siggi Þórðar GK 197, í Reykjavík í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011

02.06.2011 19:00

Sigurvin GK horfinn

  Hér sýni ég tvær myndir sem teknar eru í Njarðvíkurslipp frá nánast sama sjónarhorni með sólarhrings bili, þ.e af Sigurvin GK 51, eins og hann leit út í gær og eins og hann leit út í dag.

+
                                     Svona leit 1249. Sigurvin GK 51 út í gær


                         Sami staður í dag, aðeins spýtnarusl og tveir fullir gámar
                                         © myndir Emil Páll,  1. og 2. júní 2011

02.06.2011 18:10

Loksins fær Gullborg RE sinn sóma

Loksins koma að því að Faxaflóahafnir sýndu hinu þekkta aflaskipi Gullborgu rétta virðingu og tóku bátinn í gegn. Í leiðinni var hann merktur sem Gullborg RE 38, sem er upphaflega skráning bátsins hér á landi. En þó það séu ekki margir sem vita það þá var báturinn fluttur inn notaður frá Færeyjum og keypt af einstaklingi í Reykjavík sem átti bátinn í tæpt ár, en þá var hann keyptur til Keflavíkur og gerður út þar í rúm tvö ár að hann fór til Vestmannaeyja þar sem Binni í Gröf, eða Benóný Friðriksson og Einar (ríki) Sigurðsson eignuðust hann.


            490. Gullborg RE 38, í stæðinu sínu í Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011

02.06.2011 17:08

Sturla GK 12, fyrstir með signalinn

Í morgun fór ég í myndatökuleiðangur í sex hafnir, þ.e. hóf ferðina í Sandgerði og þaðan kom Grindavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík og endaði í Keflavík. Viti menn aðeins einn bátur var kominn upp með signalinn fyrir komandi sjómannadag, en það var 1272. Sturla GK 12 í Grindavík. Hvað um það ég náði slatta af myndum sem koma hér á síðuna.


    1272. Sturla GK 12, með signalinn uppi í morgun © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

02.06.2011 15:07

Lífið um borð í humarbáti

 

- Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar í ráðhúsinu Þorlákshöfn, í júní 2011

 

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari og blaðamaður, heldur ljósmyndasýningu í ráðhúsi Ölfusbæjar, sem hefst föstudaginn 3. júní klukkan 17.00.

Kristinn fór fyrir skömmu í róður með humarbátnum Jóni á Hofi ÁR fyrir tímaritið Fiskifréttir til að skrifa og mynda allt hátt og lágt í grein um lífið um borð sem birtist í sjómannadagsblaði útgáfunnar. Þegar hann kom í land og fór að vinna úr efninu sem hann hafði aflað sér, vaknaði sú hugmynd að halda sýningu á völdum myndum úr róðrinum í tilefni af sjómannadeginum, Hafnardaga og 60 ára afmælis byggðar í Þorlákshöfn. Sýningin mun standa í mánuð.

Kristinn Benediktsson nam ljósmyndun í lok sjöunda áratugar síðustu aldar hjá Ljósmyndastofu Þóris og vann hjá Morgunblaðinu með náminu auk nokkurra ára á eftir eða samtals 10 ár. Árið 1976 fór Kristinn að taka myndir markvisst úti á sjó fyrir tímaritið Sjávarfréttir sem þá var gefið út og var forveri Fiskifrétta. Um árabil bjó Kristinn í Grindavík þar sem hann starfaði við verkstjórn í saltfiskverkun auk þess sem hann stundaði sjómennsku í nokkur ár. Hann nýtur góðs af þeirri reynslu í dag þegar hann vinnur í blaðamennsku og ljósmyndun í sjávarútveginum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
  Sýnishorn úr veiðiferðinni sem Kristinn Ben. fór með 1645. Jóni á Hofi ÁR 42, en mun fleiri myndir sýnir Kristinn á sýningunni sem hann opnar í Þorlákshöfn á morgun kl. 17 © myndir Kristinn Benediktsson, í maí 2011

02.06.2011 14:51

Frá miðum til markaða

 

 

-Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar á Bryggjunni í Grindavík

 

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, hefur opnað ljósmyndasýningu sem hann nefnir Frá miðum til markaða á veitingastaðnum, Bryggjan í Grindavík.

Sýning er liður í hátíðahöldum sjómanna í Grindavík en mun síðan standa uppi á Bryggjunni í sumar eins og þurfa þykir.
 
Myndirnar hefur Kristinn tekið
undanfarin ár úti á sjó, um borð í skipum og bátum frá Grindavík auk þess hafa myndað fiskvinnslufólk í Grindavík og á fiskmarkaðnum í Barcelóna

þar sem verið er að selja saltfisk frá Grindavík. Myndir eiga að sýna þverskurð af sjómennsku, vinnslu á saltfiski og öðru

gæðaafurðum sem Grindvíkingar framleiða á sjó og landi auk þess að gefa innsýn í hvert afurðirnar fara á erlenda markaði og er þar fyrst kynntur fiskmarkaðurinn við Römbluna í Barcelóna.

Sýningin verður farandsýning út á land auk þess sem hún verður sett upp erlendis og þá einkum á Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu sem eru okkar helstu markaðslönd fyrir saltfiskafurðir auk fleiri landa.
 

Kristinn Benediktsson nam ljósmyndun í lok sjöunda áratugar síðustu alda hjá Ljósmyndastofu Þóris og vann hjá Morgunblaðinu með náminu auk nokkurra ára á eftir eða samtals 10 ár. Árið 1976 fór Kristinn að taka myndir markvisst úti á sjó fyrir tímaritið Sjávarfréttir sem þá var gefið út og var forveri Fiskifrétta. Um árabil bjó Kristinn í Grindavík þar sem hann starfa við verkstjórn í saltfiskverkun auk þess sem hann stundaði sjómennsku í nokkur ár. Hann nýtur góðs af þeirri reynslu í dag þegar hann vinnur í blaðamennsku og ljósmyndun í sjávarútveginum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja auk fjölda annarra aðila.


  Sýnishorn af þeim myndum sem Kristinn sýnir í Grindavík, en sýningin þar hefur verið opnuð © myndir Kristinn Benediktsson

02.06.2011 09:00

Diddi GK, nú KE 56

Samkvæmt vef Fiskistofu hefur Diddi GK 56, nú verið skráður KE 56. Birti ég hér tvær myndir af honum sem ég tók á þessu ári, önnur í Keflavík en hin í Sandgerði.
    7427. Diddi GK 56, nú KE 56. Sú efri í Keflavík, en sú neðri í Sandgerði © myndir Emil Páll, 2011

02.06.2011 08:43

Bjarmi GK til Sandgerðis

Í vetur var þessi Grindavíkurbátur seldur til Sandgerðis, þar sem hann er gerður út áfram undir sama nafni.


        2398. Bjarmi GK 33, í heimahöfn sinni  Sandgerði © mynd Emil Páll, 3. apríl 2011

02.06.2011 00:00

Flottar myndir

Þessar flottu myndir rakst ég á þegar ég var að flakka um Marine Traffic


   Alana © mynd MarineTraffic, Jeurgen Braker, 3. nóv. 2009


            CMA CGM MAGELLAN © mynd MarineTraffic, L.de. Graaff, 3. nóv. 2010


                        Jóhanna Desiree © mynd MarineTraffic, 26. okt. 2010


                Marco Polo © mynd MarineTraffic, Juergen Braker,  29. júlí 2008


           Stort Kitti Wake © mynd MarineTraffic, John Eyres, 6. júlí 2009

01.06.2011 23:00

Ívar SH, nú GK 50 frá Grindavík

Báturinn Ívar SH 324, hefur samkvæmt vef Fiskistofu nú verið skráður GK 50 og með heimahöfn í Grindavík.


               2624, Ívar SH 324, nú GK 50, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
         2624. Ívar SH 324, á ,,Barnum" við gamla  SS sláturhúsið í Melasveit © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 4. okt. 2010

01.06.2011 22:00

Verður Sigurvin rifinn líka?

Nú þegar búið er að rífa tvo báta í Njarðvíkurslipp í sömu lotu, er spurning hvort sá þriðji og síðasti ónýti trébáturinn þar, verði ekki rifinn líka? Sá er 1249. Sigurvin GK 51, sem seldur var úr landi fyrir tugum ára, en hefur samt staðið uppi í slippnum.


        1249. Sigurvin GK 51, í Njarðvikurslipp í dag © mynd Emil Páll, 1. júní 2011

01.06.2011 21:00

Færeyskt fyrirtæki skrifar undir smíði 2ja togara

Strand bílagt tveir trolarar

Sonevndu Strand reiðaríini, Havstrand og Havbryn, í Ålesund hava skrivað undir sáttmála um nýggjar trolarar.
Reiðaríini og Skipsteknisk AS nyttu høvið at skriva undir sáttmálan á messuni Nor-Shipping, sum er í Oslo í løtuni.
Trolararnir eru mentir av Skipsteknisk AS í samstarvi við reiðaríini bæði og skulu byggjast á skipasmiðjuni Tersan Shipyard í Turkalandi.
Skipini verða slakar 70 metrar til longdar og góðar 15 metrar breið. Ætlandi skulu tey latast eigarunum í oktobur 2012 og í januar 2013.
Í tíðindaskrivi upplýsa Solveig Strand og Janne-Grethe Strand Aasnæs, at dentur hevur verið lagdur á at finna loysnir við lágari orkunýtslu. Afturat hesum skal øll veiða fáast til høldar, og slógv frá verksmiðju verður framleitt í fiskamjøl og olju, skrivar netavisin.fo.

Sagt var frá þessu á skipini.fo

01.06.2011 20:00

Náði 32ja mílna hraða

Nýju bátunum frá Bláfelli var reynslusiglt í dag og sem dæmi þá gekk Fönix ST 5, ansi vel og náði 32ja mílna hraða, þrátt fyrir að vera með of stóra skrúfu.

 
             Nýju bátarnir frá Bláfelli, 7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur HF 111, í Grófinni í gærmorgun © mynd Emil Páll, 31. maí 2011

01.06.2011 19:00

Vantar þig stýrishús?


       Þessi tvö stýrishús liggja saman í Njarðvíkurslipp eftir niðurif síðustu daga © mynd Emil Páll, 1. júní 2011

01.06.2011 18:36

Nánast horfinn

Þeir voru ótrúlega fljótir í dag að brjóta niður 733. Reynir GK eða Breka eins og hann hét í kvikmyndinni sem tekin var um Helliseyjaslysið. Verkið hófst í morgun og þessar myndir voru teknar um miðjan dag í dag og nú undir kvöldið má segja að það sé aðeins eftir að hreinsa til, því allt sem mynnir á bát er horfið.

           Svona leit báturinn út á fjórða tímanum í dag © myndir Emil Páll, 1. júní 2011