Færslur: 2011 Júní

22.06.2011 00:00

Freyja KE 100


     2581. Freyja KE 100, að koma inn til Sandgerðis © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

21.06.2011 23:00

Elsa KE 117


                 6185. Elsa KE 117, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

21.06.2011 22:06

Léleg blaðamennska hjá mbl.is

mbl.is
Landhelgisgæslan dró bát að landi við Sandgerði nú laust fyrir klukkan átta í kvöld. Vélarbilun hafði orðið í bátnum. Vandræðalaust gekk að draga bátinn og engin hætta var á ferðum.


Þeir hjá mbl.is sýna þá lélegu blaðamennsku að birta mynd af stóru varðskipinum Ægi eða Tý, þó þau séu bæði erlendis í verkefnum. Ættu þeir því að birta mynd af Baldri sem er eina skipið sem gæslan hefur hér heima

21.06.2011 22:00

Guðrún HF 48 ex SK 33


       1606. Guðrún HF 48 ex SK 33, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

21.06.2011 21:09

Hraunsvík GK 75
         1907. Hraunsvík GK 75, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

21.06.2011 20:43

Líf GK 67


                 7463. Líf GK 67, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 20. júní 2011

21.06.2011 20:09

Faxi GK 84


             7426. Faxi GK 84, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 20. júní 2011

21.06.2011 19:46

Hafdís GK 202


           7189. Hafdís GK 202, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 20. júní 2011

21.06.2011 14:00

Keflvískir hraktir til Sandgerðis

 

Hafnaryfirvöld í Reykjanesbæ, standa í ljótum leik þessa daganna, leik sem ég tel ekki vera hægt að uppræta nema með því einu að reka núverandi hafnarstjóra, hafnarstjórnina og alla starfsmennina og ráða nýja með hagstjórn í huga.

 

Hver er glæpurinn?


 Hann er sá að þessir aðilar leggja alla áherslur á að helst engin skip eða bátar óhreinki hafnirnar í sveitarfélaginu, eða komi að landi eftir kl. 17 á daginn. Sem dæmi þá stendur nú yfir strandveiðitímabilið þar sem bátarnir fá að veiða ákveðinn skammt og fá til þess ákveðna daga, en mega aðeins vera 14 tíma í veiðiferðinni, þ.e. fá því að þeir fara frá landi og þar til þeir koma aftur til lands og oft þeir þurfa að fara eitthvað langt frá landi s.s. út að skerjum eða einhverjar tugi mílna norður í flóa. Þeir sem ætla að landa í Keflavík verða að hætta fyrr veiðum, þó þetta 14 tíma ákvæði sé ekki komið, heldur vegna þess að starfsmennirnir í Keflavíkurhöfn krefjast þess að þeir verði búnir að landa fyrir kl. 17, annars fái þeir 30 þúsund króna reikning. Sama á við er viðkomandi bátar þurfa að fá ís utan dagvinnutímans, það kosta líka 30 þúsund króna reikning.

Þetta hefur þegar haft það í för með sér að þorri af strandveiðibátunum sem gerðir hafa verið út frá Grófinni í Keflavík hafa nú keypt sér pláss í Sandgerði og munu landa þar framvegis. Enda allt annar sjónarhorn þar í gangi. Bara í þessari viku hafa nokkrir bátar fært sig yfir og fleiri á undanförnum vikum og ég veit um einn sem er að fara yfir, næstu daga og fleiri sem eru að hugsa um slíkt.

 

Raunar er þetta kannski bara dropinn sem fyllti mælirinn, því oft á tíðum hefur maður heyrt það hjá starfmönnum hafnarinnar, eða fulltrúum hennar að þeir eru í raun á móti því að í höfnina komi nokkrir. Með öðrum orðum þeir vilja ekki tekjur til hafnarinnar sem er stórfurðulegt og því ekki nema von, að svona illa gangi að ná endum saman þar á bæ.

 

Sem dæmi um furðulegan huganagang, þá gerðist það fyrir nokkru, eftir að búið var að byggja háhýsi við höfnina að færa þurfti löndunarkranann vegna þess að íbúar þar kvörtuðu yfir hávaðar frá löndun. Hversvegna var þetta fólk að flytja niður að höfn, fólk sem margt hvert hefur unnið allan sinn aldur við sjávarútveg og veit því að það þarf líka að landa úr bátunum. Þetta er kannski það sama og gerðist í fyrra þegar fjöldi fólks lagði leið sína niður á bryggju að veiða makríl, sem það lét sumt hvert, síðan liggja bara á bryggjunni án þess að hirða. Þetta fólk kvartaði yfir því þegar bátar voru að koma að landi væru þeir að trufla fyrir sér bryggjuveiðina.

 

Nei og aftur nei, svona hugsanagang viljum við ekki og því segi ég: Ef við viljum að Keflavíkurhöfn verði til áfram, þá þarf að reka þessa menn sem eru ekki með þroska til að skilja hvað þarna fer fram, eða starfi sínu vaxnir. Sé það ekki, þá væri best að fylla upp í allar hafnir bæjarfélagins og byggja stórhýsi í staðinn.

21.06.2011 13:50

Fífa og Elín Kristín


          Það var mikið um að vera í Sandgerðishöfn í gær, eins og aðra daga, meðan nánast engin umferð var í Keflavík, Hér sjáum við 7423. Elínu Kristínu GK 83 og 6108. Fífu GK 19 koma til hafnar í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 20. júní 2011

21.06.2011 13:13

Hvað sagði Steini?

Þeir eru margir sem hafa spurt mig af því hvað Steini sagði svo ég lokaði eftur fyrir kommentin. Allir fá þeir þetta svar. Það skipir í sjálfu sér engu máli hvað hann sagði, ástæðan fyrir því að ég vil ekki hafa hann og eyði því alltaf út, er að ég veit ekki hans rétta nafn. Fyrst þegar hann kom inn var það á síðu Þorgeirs og þar kallaði hann sig --"--  og eftir að ég neitaði að birta meira eftir hann fyrr en hann kæmi með nafn, fór hann að kalla sig Steina.
Sem gamall ritstjóri fréttablaðs veit ég að öll skot sem kom frá mönnum undir dulnefnum eru á ábyrgð ritstjóra og því fékk aldrei nokkur að skrifa þar undir dulnefni nema ég vissi hans rétta nafn. Sama er með umræddan Steina, það er ekkert sem segir að hann heiti Þorsteinn, Hafsteinn, Guðsteinn, Steingrimur eða annað sem gælunafnið Steini eigi við, hann getur allt eins heitað Guðmundur, Sigurður eða eitthvað annað.
Eftir að ég hóf að vera með þessa síðu hafa nokkrir fengið að nota dulnefni af ýmsum ástæðum, en áður hafa þeir fengið leyfi hjá mér og ég veit hið rétta nafn hjá viðkomandi. Ef Steini væri maður sem hagaði sér eins og honum bæri léti hann mig vita hvað hann héti réttu nafni og hver hann væri, og þá væri hugsanlegt að hann fengi að skrifa hér komment undir Steina nafninu, ef ég heimilaði það.
En eins og staðan er núna er það óþolandi að menn skrifi undir einhverju lyganafni, eða nafni sem eigandi síðunnar veit ekki hver á. Því verður það alltaf, jafnvel þó ég opni aftur, að komment Steina verður fjarlægt, hvað svo sem hann segir, bara fyrir það að haga sér svona. Með öðrum orðum það sem hann segir skiptir ekki máli, heldur hvernig hann merkir það.

Því vísa ég á komment í gegn um Facebook, því þar getur enginn falið sig, án þess að hið rétta nafn komi fram.

21.06.2011 13:05

Fiskines KE 24


               7190. Fiskines KE 24, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 20. júní 2011

21.06.2011 00:00

Strandveiðibátar á Steingrímsfirði

Jón Halldórsson tók þessar myndir þann 14. júní sl. er þeir voru á strandveiðum innst í Steingrímsfirði
  Strandveiðibátar að veiðum innst í Steingrímsfirði © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is, þann 14. júní 2011

20.06.2011 23:00

Elín Kristín GK 83


               7423. Elín Kristín GK 83, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 20. júní 2011

20.06.2011 22:09

Fífa GK 19
         6108. Fífa GK 19. í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll. 20. júní 2011