Færslur: 2011 Júní

05.06.2011 13:11

Sjómanndagurinn í Duushúsum

Eins og ég sagði frá í gær eru léleg og lítil hátíðarhöld sjómannadagsins í Reykjanesbæ. Uppákoma sú sem í boði var fór fram í morgum í bíósal Duushúsanna og þar var bátasafninu afhent fjögur ný líkön, þ.e. af Árna Árnasyni GK 70, Guðmundi Þórðarsyni GK 75, Skíðblaðni KE 10 og Trausta GK 9.
Þá var fjöldasöngur o.fl. mjög skemmtileg en um leið stutt stund. Hér birti ég myndir sem ég tók við þetta tækifæri í morgun, en myndir eru af 5 líkönum, en eitt þeirra var ekki gefið nú, heldur hefur það verið í eigu safnins, en var notað á táknrænan hátt framan við ræðupúltið.


                                                     809. Baldur KE 97


                                               482. Guðmundur Þórðarson GK 75


                                                  Árni Árnason GK 70


                                                   859. Trausti GK 9


                                              Skíðblaðnir KE 10


                                


                 Hluti af Kór Keflavíkurkirkju söng á uppákomunni


           F.v. Arnbjörn Ólafsson, sem afhenti líkanið af Skíðblaðni að gjöf, Hafsteinn Guðnason úr stjórn bátasafnsins og Grímur Karlsson, líkanasmiður
                                      © myndir Emil Páll, 5. júní 2011

05.06.2011 10:00

Hamar GK 176


                7269. Hamar GK 176, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

05.06.2011 09:00

Daddi GK 55


                  6700. Daddi GK 55, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

05.06.2011 08:21

Hrappur GK 170


                 7515. Hrappur GK 170, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

05.06.2011 00:03

Sortland og Gullborg RE


            Sortland W 342, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. júní 2011


           490. Gullborg RE 38, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. júní 2011

05.06.2011 00:00

Sjómannadagurinn 2011

Í tilefni sjómannadagsins birti ég sjómannakveðju þó svo að hátíðarhöldin spanni á flestum stöðum orðið yfir alla helgina og eru dæmi um að þau hafi hafist á miðvikudag og fimmtudag. En þar sem hinn eiginlegi sjómanndagur eða sjómannasunnudagur eins og hann var stundum kallaður er nú að renna birti ég kveðjuna á þessum tímapunkti. En eins og menn vita hafa hátíðarhöldin nú í flestum tilfellum náð til beggja daganna um helgina þ.e. bæði á laugardag og eins á sunnudag og einnig eru dæmi um á hátíðir hófust sl. miðvikudag.
Hvað um það nú þegar hafa komið myndasyrpur hér frá Fáskrúðsfirði, Höfn, Neskaupstað og Rifi og vonandi bætast einhver fleiri við í hópinn, áður en hátíðin er úti.

04.06.2011 23:00

Lundi RE 20 og Haffari


         950. Lundi RE 20 og 1463. Haffari, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

04.06.2011 22:32

Áhöfn Jónu Eðvalds SF

Flott áhöfn, til hamingju með daginn.

04.06.2011 22:18

Orð í tíma töluð

nafar.blog.is
Sjómannadagurinn tekinn eignarnámi Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga fyrir Sjómannadeginum. Í Vestmannaeyjum var hann einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður og ættingja vorum svo sannarlega stoltir að

04.06.2011 22:00

Gandí VE 171


                 2702. Gandí VE 171, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

04.06.2011 21:00

Ljósafell og Bjartur í öskuregni

Óðinn Magnason lét mig hafa þessar myndir sem teknar voru um borð í Ljósafelli SU 70 er þeir lentu í öskuregni á dögunum og eins sést til Bjartur NK á einni myndinni. Myndatökumaðurinn var Oddur Sveinsson.


                                   © myndir Oddur Sveinsson, í maí 2011

04.06.2011 20:00

Sjómannadagurinn á Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað, er ekki eftirbátur annarra sem sent hafa inn myndir frá hátíðarhöldum sjómannadagsins í dag og trúlega berast einnig myndir á morgun, enda er sunnudagurinn í raun hinn rétti sjómannadagur. Hér koma myndir Bjarna frá deginum í dag og þeim fylgdi þessi texti:  Þyrlan kom hér yfir en hún komst ekki á Eskifjörð vegna öskuskýs, en þar átti þyrlan að vera með æfingar eins og sést á einni myndinni er mistur yfir fjöllunum síðan birti og var hér mjög gott veður í dag.
            Frá hátíðarhöldum sjómanndagsins á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 4. júní 2011

04.06.2011 19:00

Hátíðarhöldin á Höfn

Meira frá Svafari Gestssyni á Höfn:
Hér er mikið um dýrðir eins og ávalt á degi okkar sjómanna. Jónumenn sigruðu í sínum riðli í kappróðri en það fer fátt um sögur af betri helming okkar Jónumanna. Í koddaslag var mikil barátta og hápunktur þegar þeir feðgar Jói Danner skipstjóri á Jóni Eðvalds og Ragnar sonur hanns áttust við á ránni. Það fór þannig að strákurinn sló þann gamla flatann í sjóinn en í fallinu sagið Jói "þú verður rasskeltur í kvöld" Þá sá Raggi sér ekki annað fært en að láta sig falla í sjóinn föður sínum til samlætis og. Annars hefur þetta verið hinn besti dagur meðal vina á Höfn er hér býr frábært fólk og hér er gott að skemmta sér meðal vina.


                            Vestmanneyingar


                                       Æfing fyrir kveðjuslútt Capt. Gumma


                                 Capt. Gummi


                                                    Koddaslagur


                                                            Splass


                      Feðgarnir Jói Danner, skipstjóri á Jónu E. og sonur


                      Hvar er kjölfestan, Jói?


                                 Sá gamli féll


                                          Feðgar í sjónum


                                                    Jónukallar að sigra
                               © myndir og texti Svafar Gestsson, 4. júní 2011

04.06.2011 18:00

Skemmtisigling og Franska safnið á Fáskrúðsfirði
                                           1277. Ljósafell SU 70
                                              2345. Hoffell SU 80
                            1277. Ljósafell SU 70 og 2345. Hoffell SU 80
   Franska safnið á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, 4. júní 2011

04.06.2011 17:00

Sjómannadagurinn á Rifi - síðari hluti

Hér kemur síðari hlutinn af myndum Sigurbrands frá Sjómannadeginum á Rifi, en aðstæður til að  mynda voru ekki góðar vegna strekkingsins.

Að hans sögn var það eins og alltaf á nesinu, vindur hvert sem maður fór og kalt þrátt fyrir 10° hita.                                                Vogamær


                                                           2542. Björg


           2330. Esjar SH 75, 1856. Rifsari SH 70 o.fl.  í baksýn, á Rifi í dag
 Síðari hluti mynda Sigurbrands Jakobssonar, frá Sjómannadeginum á Rifi í dag © myndir Sigurbrandur 4. júní 2011