Færslur: 2011 Júní

27.06.2011 16:03

Óánægja

bb.is
Ný reglugerð sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum frá því föstudag eykur strandveiðikvótann um 40%. Aftur verður opnað fyrir veiðar frá Vesturlandi og Vestfjörðum en júní kvótinn veiddist upp á aðeins fimm dögum í ár. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Örn Pálsson, framkvæmdarstjóri Land

27.06.2011 16:01

Kröftur upp á 275 milljónir

bb.is
Alls bárust 154 kröfur í þrotabú Eyrarodda hf., á Flateyri og er heildarfjárhæð krafnanna rúmar 275 milljónir króna. "Þetta er allt að skýrast og 154 kröfulýsingar hafa verið lagðar fram en ekki eru allar kröfur samþykktar og veðkröfur eru ekki inni í þessari talningu," segir Friðbjörn E. Garðarsson

27.06.2011 11:19

Hrafn GK 12 og Þórshamar GK 75


     Frá Grindavík: 1501. Þórshamar GK 75 við bryggjuna og 1006. Hrafn GK 12 bíður eftir löndun © mynd Guðni Ölversson

27.06.2011 10:51

Gullfaxi NK 6


   69. Gullfaxi NK 6 © mynd úr safni Guðna Ölverssonar

27.06.2011 07:29

Tálkni BA 64
    1252. Tálkni BA 64, við fiskeldið á Reyðarfirði, inn af Arnarfirði © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  18. júní 2011

27.06.2011 00:00

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle kemur til Reykjavíkur

Af vef Landhelgisgæslunnar.

Von er á bandaríska skólaskipinu USCGC Eagle WIX-327 til Reykjavíkur þriðjudaginn 28. júní kl. 10:00. Skipið verður opið almenningi við Miðbakka þriðjudaginn 28. júní kl. 13:00-19:00, miðvikudaginn 29. júní kl. 10:00-17:00 og fimmtudaginn 30. júní frá kl. 10:00-19:00. Áætlað er að Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sigli til móts við skipið á þriðjudagsmorgunn.

Skólaskipið Eagle tilheyrir liðsforingjaskóla/háskóla bandarísku Strandgæslunnar, US Coast Guard Academy og þá um leið bandarísku Strandgæslunni. US Coast Guard Academy er 4 ára heilsársskóli þar sem strandgæslan menntar verðandi yfirmenn stofnunarinnar. Á veturna er háskólanám en á sumrin sigla nemendur hálft sumarið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundnum varðskipum.

USCG_Eagle
USCGC Eagle. Mynd Bandaríska strandgæslan.

Hannes Þ. Hafstein fyrrum framkvæmdastjóri Slysavarnarfélags Íslands sigldi með skipinu árið 1949 þegar hann var í tveggja ára starfsþjálfun hjá bandarísku strandgæslunni. Þegar hann varð starfsmaður SVFÍ og síðar framkvæmdastjóri nýtti hann sér m.a. reynslu sína frá þeim árum við skipulagningu björgunarsveitarstarfs og félagsstarfs samtakanna. Einnig urðu sambönd hans við einstaklinga innan strandgæslunnar til þess að margir félagar SVFÍ fengu tækifæri til að fara í starfsþjálfun og sækja námskeið hjá stofnuninni í gegnum tíðina. Einnig sigldi Ásgrímur L. Ásgrímsson, núverandi yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og starfandi framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs fjögur sumur með skipinu er hann var liðsforingjaefni í US Coast Guard Academy frá 1983-1987.

Skipið kemur hingað til lands frá Evrópu þar sem heimsóttar hafa verið borgirnar Hamborg og London og auk þess Waterford á Írlandi. Í ferð skipsins eru 15 sjóliðsforingjar og 65 undirmenn í fastaáhöfn en auk þeirra 155 sjóliðsforingjaefni. Héðan heldur skipið til Halifax í Kanada. Skipherra skipsins er Kapteinn Eric Jones en hann útskrifaðist úr USCG Academy árið 1987. Eitt af hlutverkum bandarísku strandgæslunnar er að annast leit og björgun á bandaríska hafsvæðinu og er hún mikilvægur hlekkur í almannavarnakerfinu samanber aðkomu hennar eftir fellibylinn Katrínu árið 2005.


Eagle_JFK_2
John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna ávarpar sjóliðsforingja um borð í Eagle þann 15. ágúst 1962. Mynd Bandaríska strandgæslan.

Skipið á sér mikla sögu en það var smíðað, ásamt tveimur systurskipum, af skipasmíðastöð Blohm and Voss í Hamborg árið 1936. Voru þau notuð sem skólaskip fyrir þýska sjóherinn en nýtt sem flutningaskip meðan á stríðinu stóð og lentu þá í ýmsum átökum. Voru þau öll tekin upp í stríðslaun að styrjöld lokinni.  Eagle, sem hét Horst Wessel, fór til bandarísku Strandgæslunnar, eitt skipanna fór til Rússlands en fórst nokkrum árum síðar. Þriðja skipið varð eign Brasilíu. Þaðan var skipið selt til Portúgal og siglir enn sem skólaskip fyrir portúgalska flotann og heitir Sagres.  Skip með nafninu Eagle hafa þjónað í bandarísku Strandgæslunni frá stofnun hennar fyrir 221 ári síðan, þ.e. 1790. Frá því fyrir aldamótin 1900 hafa skólaskipin hjá Strandgæslunni borið þetta nafn.

Eagle_1976_Liberty
Eagle við frelsisstyttuna árið 1976.

Eagle er um 100 m langur og tæplega 1900 tonn. Vél skipsins getur knúið það áfram á 10 hnúta hraða en það getur náð allt að 17 hnúta hraða undir seglum. Skipið kallast barkur en það er heiti yfir seglskip sem eru með 3 möstur, þar sem 2 fremri möstrin eru með þverseglum og langseglum en aftasta mastrið með einungis langseglum.

USCGC Eagle siglir frá Reykjavík föstudaginn 1. júlí  kl. 10:00 í átt að Snæfellsnesi þar sem krans verður lagður á sjóinn yfir flakinu af USCGC Alexander Hamilton sem var nýlegt og glæsilegt skip í flota Strandgæslunnar 1942 þegar það varð fyrir árás þýsks kafbáts á Faxaflóa. Þar týndu á þriðja tug sjóliða lífi en íslenskir fiskimenn björguðu fjölda manns úr áhöfn skipsins.Flakið var uppgötvað fyrir tveimur árum síðan af Landhelgisgæslunni með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar TF-SIF sem greindi þunna olíubrák á yfirborðinu. Staðfesting var fengin á staðsetningu flaksins með aðstoð fjölgeislabúnaðar um borð í eftirlits- og sjómælingaskipinu Baldri.   Í framhaldinu var gerður út leiðangur með varðskipi þar sem fjarstýrður kafbátur og neðansjávar myndavél voru notuð til að skoða flakið og fá úr því skorið um hvaða skip var að ræða.


uscgc_alexander_hamilton
USCGC Alexander Hamilton.

26.06.2011 23:00

Gyða BA 277


        7354. Gyða BA 277, á Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.06.2011 22:00

Kló MB 15


         7331. Kló MB 15, á Tálknafirð. í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.06.2011 21:00

Elli BA 433


        7233. Elli BA 433, á Bíldudal í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.06.2011 20:47

Eggert Gíslason gerði Garðinn frægan

vf.is:Eggert Gíslason, skipstjóri frá Kothúsum í Garði, er fyrsti einstaklingurinn sem fær nafn sitt á bautastein í Garði undir yfirskriftinni "HANN GERÐI GARÐINN FRÆGAN".


Eggert fæddist 12. maí 1927 í Kothúsum í Garði. Foreldrar hans voru Gísli Árni Eggertsson skipstjóri og Hrefna Þorsteinsdóttir húsmóðir. Eiginkona Eggerts er Sigríður Regína Ólafsdóttir frá Kleifum í Ólafsfirði en börn þeirra eru Soffía Margrét, Gísli Árni, Hrefna Unnur og Ólafur.


Eggert lauk fullnaðarprófi frá Gerðaskóla árið 1940 og lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1949.


Eggert hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1964. Hann varð aflakónur árið 1952 á Víði GK-510. Hann varð síldarkóngur árið 1957 á Víði II og margfaldur aflakóngur í heimaverstöð og á landsvísu árin 1955 til 1959.


Á bautasteininn er skráður starfsferill Eggerts þar sem m.a. kemur fram að vertíðina 1963-64 fékk hann þann verðmætasta afla sem komið hafði á fiskiskip á einu ári: 3200 tonn af síld í janúar og febrúar og 900 lestir af loðnu. 4000 lestir af síld um sumarið og svo 1534 lestir í þorsknót og ýsu í mars og apríl á vetrarvertíð, eða sem svarar 9.634 lestum upp úr sjó.


Eggert Gíslason var frumkvöðull í notkun ýmissa tækninýjunga. Hann notaði dýptarmælinn til að finna síldina og kastaði síðan nótinni eftir skrúfuvatninu. Þá varð Eggert fyrstur íslenskra skipstjóra til að ná verulegum árangri í notkun Asdic-fiskileitartækis en með Asdic-inu var hið fullkomna fiskileitartækið komið til sögunnar. Þá var Eggert í hópi frumherja í notkun kraftblakka á síldveiðum.


Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhjúpun bautasteinsins á Garðskaga í gærdag. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


26.06.2011 20:00

Skarpur BA 373


           6738. Skarpur BA 373, á Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.06.2011 19:00

Svanhvít BA 29


       6669. Svanhvít BA 29, á Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

26.06.2011 18:00

Stormur BA 198


      6629. Stormur BA 198, í Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 

26.06.2011 17:00

Indriði Kristins BA 751


       2751. Indriði Kristins BA 751, á Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik. 123.is

26.06.2011 16:00

Njörður BA 114


    2432. Njörður BA 114, á Tálknafirði í júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is