Færslur: 2011 Júní

03.06.2011 17:32

Mjallhvít KE 6 ex ÍS 73


      7206. Mjallhvít KE 6 ex ÍS 73, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 13:13

Alda GK 71
                  1582. Alda GK 71, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 11:00

Núpur HF 56


               6526. Núpur HF 56, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 10:04

Klaki GK 126 og Stakkur GK 180


      7207. Klaki GK 126 og 7056. Stakkur GK 180, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 09:05

Ebba KE 28


            2238. Ebba KE 28, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 08:00

Fífa GK 19


                   6108. Fífa GK 19, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 07:00

Teistan RE 33


                 7261. Teistan RE 33, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

03.06.2011 00:00

Árni Friðriksson kemur til Hafnarfjarðar

Miðað við það hvar skipið lagðist að bryggju var það trúlega á leið í dokk í Hafnarfirði. En myndasyrpu þessa tók ég á uppstigningardag
       2350. Árni Friðriksson RE 200, kemur til Hafnarfjarðar upp úr hádeginu á Uppstigningardag, 2. júní 2011 © myndir Emil Páll

02.06.2011 23:30

Sjávarrokk í Sandgerði

245.is:
31.5.2011 22:21:49

Sjávarrokk - Hátíð um Sjómannadagshelgina

Sjávarrokk er hátíð til heiðurs sjómönnum, sjónum og sjávarfangi sem haldin verður um Sjómannadagshelgina 4. - 5. júní næstkomandi.
02.06.2011 23:25

Samkeppni við Fiskmarkaðinn

www.245.is
Nýtt löndunarfyrirtæki við Sandgerðishöfn, Löndun og þjónusta, hóf starfsemi í gær 1. júní. Eigandi er Axel Már Waltersson, en hann hefur undanfarna daga verið að koma sér fyrir við höfnina þar sem hann verður með aðsetur að Vitatorgi 9 (þar sem Sjoppan í Sandgerði var áður til húsa).

02.06.2011 23:00

Hópsnesviti við Grindavík
               Vitinn á Hópsnesi við Grindavík © myndir Emil Páll, 2. júní 2011

02.06.2011 22:00

Stafnes KE 130
           964. Stafnes KE 130, siglir fram hjá Keflavíkurhöfn, með stefnuna á Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011

02.06.2011 21:41

Norska varðskipið Sortland í Reykjavíkurhöfn
     Sortland í Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011. Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar af Jóni Páli, en þær ásamt textanum hér fyrir neðan eru af af vef Landhelgisgæslunnar:

.

SortlandIMG_2612-(2)

02. jún. 2011

Fimmtudagur 2. júní 2011

Norska varðskipið Sortland kom til Reykjavíkur í gær en skipið er komið hingað til lands til að taka þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins auk þess sem skipið mun taka þátt í varnaræfingunni Norður Víkingur  sem hefst á mánudag og stendur til föstudagsins 10. júní. Almenningi er boðið að skoða skipið á laugardag frá kl. 13-16 og sunnudag frá 13-16.  Varðskipið liggur í Vestur-Höfn Reykjavíkurhafnar þar sem hátíðarhöld vegna Hátíðar Hafsins og Sjómannadagsins fara fram.

Sortland er nýjasta ef þremur varðskipum norsku Strandgæslunnar sem eru af svokölluðum Barentsflokki (Barentsklasse). Skipið er 93 m langt og notar LNG (liquified natural gas) sem eldsneyti. Heimahöfn skipsins er Sortland í Norður-Noregi þar sem norska Strandgæslan er með höfuðstöðvar fyrir Norður-Noreg og brátt allan Noreg.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson.

SortlandIMG_2612-(2)

SortlandIMG_2612-(11)

SortlandIMG_2612-(7)

 SortlandIMG_2612-(8)

02.06.2011 21:33

Einstakt viðbragð og vel þjálfuð áhöfn Hafsúlunnar skipti sköpum í útkalli


                2511. Hafsúlan, sem nú er orðin rauð og því ekki lengur blá, í morgun í Reykjavíkurhöfn  © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

Af vef Landhelgisgæslunnar
:

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Einstakt viðbragð og vel þjálfuð áhöfn Hafsúlunnar skipti sköpum í útkalli

02. jún. 2011

Fimmtudagur 2. júní 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:46 aðstoðarbeiðni í gegnum Neyðarlínuna vegna manns með hjartatruflanir um borð í hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni sem var staðsett um 1,5 sjómílu N- af Gróttu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út auk bráðatækna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru á staðinn með Höllu Jóns, harðbotna björgunarbáti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 17:09 og var komin að bátnum um svipað leyti og Halla Jóns. Sigu stýrimaður og læknir niður í Hafsúluna og undirbjuggu sjúklinginn fyrir flutning. Var síðan flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent um kl. 17:30.

Var viðbragð allra aðila sérstaklega gott í útkallinu og liðu ekki nema 45 mínútur frá því að aðstoðarbeiðnin barst þar til sjúklingur var kominn á spítala. Einnig skipti miklu máli þrautþjálfuð áhöfn Hafsúlunnar sem kunni vel til skyndihjálpar og undirbjó manninn fyrir komu björgunaraðila.

Mynd úr myndasafni LHG


02.06.2011 21:00

Hildur


             1354. Hildur, í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 2. júní 2011