Færslur: 2011 Júní

17.06.2011 20:00

Sandgerði í dag


                             Sandgerði, í dag 17. júní 2011 © myndir Emil Páll

17.06.2011 19:00

Grindavík fyrir tugum ára


          Grindavík fyrir tugum ára © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

17.06.2011 18:00

Jón Sigurðsson GK 62


      2275. Jón Sigurðsson GK 62, kemur í fyrsta sinn til Grindavíkur, 1. maí 1996


   2275. Jón Sigurðsson GK 62, framan við Fiskimjöl
og lýsi, í Grindavík © myndir í eigu Ljósmyndasafns
Grindavíkur

17.06.2011 17:24

Brimmyndir af Vörðufelli GK 205
        1631. Vörðufell GK 205, í innsiglingunni til Grindavíkur, á síðasta áratug síðustu aldar © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

17.06.2011 15:03

Kalli Karls HU 84
                   6225. Kalli Karls HU 84 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

17.06.2011 15:00

Listaverk

Hér koma fjórar myndir sem ég tók af öðrum myndum og því miður veit ég ekki nöfn höfunda, né heiti verkanna.
                  Óþekkt listaverk © myndir af verkunum, Emil Páll, 17. júní 2011

17.06.2011 14:36

Hákarlar í Sandgerði

Lífið í Sandgerði - 245.is

17.6.2011 12:48:28

Hákarlar á Sandgerðishöfn (Vídeó)


Bragi hjá dive4u.is bregður sér á leik

Þeir voru vígalegir hákarlarnir sem ljósmyndari 245.is náði myndum af á Sandgerðishöfn nú í vikunni, en þessa fjóra hákarla veiddi báturinn Stafnes.

Stafnes er á lúðuveiðum og á það til að veiða hákarl, en ekki er algengt að fjórir hákarlar séu veiddir í sama túr. Skipstjóri Stafnes er Oddur Sæmundsson.
 
 
 


Myndir og myndband: Smári/245.is | lifid@245.is

17.06.2011 13:55

17. júní 2011

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók af skrúðgöngunni núna áðan kl. rúmlega 13.30 í Keflavík.


   Skrúðgangan núna kl. rúmlega  13.30 á gatnamótum Faxabrautar og Hafnargötu í Keflavík © myndir  Emil Páll, 17. júní 2011

17.06.2011 10:00

Dökkur Sæfari


       Þessi dökka mynd af Sæfara ÁR 170, er aðeins birt hér til að minna á syrpu sem ég tók af bátnum í gær (miklu betri myndir), þar sem hann var úti á Stakksfirði við kompásstillingu og síðan er hann kom aftur inn til Njarðvíkur. Þær myndir birti ég um miðnætti © myndir Emil Páll, 16. júní 2011

17.06.2011 09:23

Opnað fyrir komment að nýju

Nú á þjóðhátíðardag okkar íslendinga 17. júní, hef ég ákveðið að opna til prufu aftur fyrir það að menn geti sett ályt fyrir neðan færslurnar. Þetta geri ég í trausti þess að menn muni, hvað ég er strangur með ákveðna hluti og hika því ekki við að loka aftur ef menn fara yfir strikið, já strikið mitt.

Þetta geri ég þó ég viti að innan við 1% af gestum síðunnar kommenti og þannig er það hjá öllum, nema kannski Tryggva Sig, sem hefur þó nokkra sérstöðu í því hvað margir kommenta hjá honum.

Gestabókin verður áfram lokuð, a.m.k. meðan ég er að sjá hvernig þetta þróast hér. Varðandi myndasafnið sem hefur verið lokað líka, eru allt aðrar ástæður sem ég mun tilgreina nú. Myndasafn þetta nota ég ekki eins og venjuleg myndasöfn eru. Þarna eru myndir sem ég tek inn í vinnslumöppu og því engin mynd sem ekki hefur birts á síðunni. Þær eru ekki merktar á aðgengilegan máta, heldur eins og ég tek þær inn hverju sinni. Mitt myndasafn er fyrir utan tölvuna og þar eru allar myndirnar mjög aðgengilegar, en þið fáið auðvitað ekki aðgang að því. Þó ég hafi sagt frá þessu nokkrum sinnum hafa meira en 100 einstaklingar óskað eftir að komast í myndasafnið og svara ég þá, hvaða myndasafn? Það er ekkert í boði, sem er sannleikur málsins. Raunar er ég oft hissa þegar menn eru að biðja um leyniorð af myndasafninu, menn sem þekkja mig ekkert og hef oft spáð í að spyrja þá  í framhaldi af því, hvernig þeim detti það í hug fyrst þeir trúa ekki ástæðunni fyrir lokuðu safni. En hef látið það vera.

- Segi því aðeins í lokin, Gleðilegan þjóðhátíðardag -

17.06.2011 09:00

Svalan

Hér sjáum við Meinert Nilsen koma á trillunni sinni Svölunni, inn í Grófina í gærdag.
    Meinert Nilsen, kemur á Svölunni inn í Grófina í gær © myndir Emil Páll, 16. júní 2011

17.06.2011 08:28

Guðfinnur II GK 37
      6504. Guðfinnur II GK 37, að koma inn í Grófina í Keflavík í gær. Húsin sem sjást í baksýn, eru í Vogum, hinum megin Stakksfjarðar © myndir Emil Páll, 16. júní 2100

17.06.2011 00:00

Mávaþing og Mávaveisla

Mávurinn spilar hlutverkið sem myndfyrirsætur á þessari syrpu. Fyrsta myndin sem ég kalla Mávaþing sýnir þá fuglategund sitja saman á bryggju í Grindavík. Hinn hlutann kalla ég Mávaveislu, því þær myndir voru teknar í Njarðvíkurhöfn í kjölfar þess að einn Njarðvíkingur kom með heilt og dreifði um bryggjuna sem hinn svangi fugl lét ekki segja sér tvisvar og réðist á fóðrið.


     Mávaþing í Grindavík og mávaveisla í Njarðvík © myndir Emil Páll, 16. júní 2011

16.06.2011 23:34

Mynd av HØGABERG FD 110

Af vefnum joanisnielsen.fo:

Mynd av HØGABERG FD 110
Elias Christoffersen, sum er skipari á Høgaberg hevur í kvøld sent okkum hesa myndina av Høgaberg. Myndin er tikin í Las Palmas eftir at Høgaberg er komin undir føroyskt flagg - sum sæst á myndini, so er skipið merkt FD110. Vælkomin til Føroyar.

16.06.2011 23:20

Snjallir strákar

bb.is
"Við erum að spá í hvert við getum farið á henni," segir ungur skútueigandi á Ísafirði. Þrír fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára hafa keypt sér skútu í félagi og eru að lagfæra hana fyrir sumarið. Markmiðið er að geta siglt inn í Seyðisfjörð og tekið þátt í siglingaævintýri sem þar er um verslun