Færslur: 2011 Júní

10.06.2011 16:48

Happasæll til makrílveiða

Happasæll KE var í morgun tekinn upp í Njarðvíkurslipp, þar sem hann verður gerður klár fyrir makrílveiða, en hann verður einn af þeim sex bátum sem gerður verður út á makrílveiðar og leggja upp hjá sama aðilanum í Njarðvík í sumar.


        13. Happasæll KE 94, á leið að slippbryggjunni í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 10. júní 2011

10.06.2011 14:05

Robofish SF-2-Y ex 2140, Skotta o.fl. ísl. nöfn

Hér kemur einn sem keyptur var frá Grænlandi til Íslands og síðan seldur eftir nokkur ár til Noregs þar sem hann er ennþá.


              Robofish SF-2-Y ex 2140. í Alesundi 1998 © mynd Shipspotting, Aage

Smíðanúmer 43 hjá Solstrand Sip & Batbyggeri A/S. Skrokkurinn smíðaður hjá Herford Slipp og Verksted A/S, Revsnes.

Kom til Hafnarfjarðar 15. maí 1991, þá nýkeyptur frá Grænlandi. Seldur úr landi til Noregs 9. maí 1997.

Nöfn: Imaq-Fisk GR 8-249, Skotta HF 172, Skotta KE 45, Eldborg RE 22, Eldborg SH 22, Robofish SF-2-Y, Liga SF-2-Y og núverandi nafn: Polarhav N-16-ME

10.06.2011 12:00

Veidar M-1-G ex Gunnjón GK o.fl. ísl. nöfn

Þessi bátur hefur tvisvar farið illa út úr bruna, og í fyrra skipið fórust í bruna um borð þrír skipverjar. Hann hefur þó verið gerður upp að nýju í bæði skiptin og er ennþá til í Noregi. Hér birtist saga bátsins og mynd af honum í Noregi.


           Veidar M-1-G ex 1625. Gunnjón GK o.fl. ísl. nöfn, í Godöy, Noregi © mynd Aage, 28 .maí 2004.

Bolurinn hafði smíðanúmer 103 hjá Vaagland Batbyggeri A/S, en skráður út sem nýsmíði nr. 38 hjá Solstrand Slip & Båtbyggeri A/S. Skokkurinn var dreginn frá Noregi til Njarðvíkur og kom þangað 7. jan. 1982 og var innréttaður og frágenginn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. með smíðanúmer 5 hjá Skipamíðastöð Njarðvíkur. Hljóp hannaf stokkum 30. apríl 1982 og var afhentur 28. maí 1982.

Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum, 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Dró Bjarni Ólafsson AK bátinn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.

Úreldingastyrkur var samþykktur í nóv. 1994, en hætt við úreldingu 31. mars 1995, en þá var skipið selt úr landi um sumarið og þá til Noregs. Hinir nýju eigendur þar hófu á því miklar breytingar, en fljótlega kom upp mikill eldur og stöðvuðust þær framkvæmdir. Gerðust síða upp og skipt um brú í kjölfar brunans.

Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G

10.06.2011 11:00

Börkur NK 122


                1293. Börkur NK 122, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason

10.06.2011 09:00

Sigurborg SH 12


                 1019. Sigurborg SH 12, á Siglufirði © mynd Hilmar Snorrason

10.06.2011 08:07

Sæbjörg VE 56


     989. Sæbjörg VE 56, siglir inn í Reykjavíkurhöfn © úrklippa úr mínum fórum, en man ekki úr hvaða blaði, né hver sé ljósmyndarinn

10.06.2011 07:03

Hamravík KE 75


    82. Hamravík KE 75 © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006, ljósm.: ókunnur

10.06.2011 00:00

Hólmavík

Við smábátahöfnina á Hólmavík 8. júní 2011 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

09.06.2011 23:09

Bergvík KE 55


    323. Bergvík KE 55 © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006, af líkandi eftir Grím Karlsson, ljósm.: ókunnur

09.06.2011 22:00

Faxavík KE 65


    Faxavík KE 65 © mynd úr Faxa, 1966, ljósm.: ókunnur

09.06.2011 21:00

Áhöfnin á togaranum Aðalvík KE

Hér birti ég úr Faxa frá árinu 2006, mynd af áhöfn togarans Aðalvíkur KE 95, árið 1985. Ef ég man rétt þar sem ég fékk einu sinni að nota sömu mynd við blað sem ég var að gefa út, þá var hún í eigu Hraðfrystihúss Keflavíkur sem var dótturfyrirtæki Kaupfélags Suðurnesja og eftir að það fyrirtæki hætti reksti var myndin í eigu Kaupfélagsins. Undir myndinni koma nöfn þeirra sem eru á myndinni.


     Áhöfnin á 1348. Aðalvík KE 95, árið 1985 © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006 og ef ég man rétt var hún tekin af Heimi heitnum Stígssyni.
Efsta röð f.v.: Pétur Hreiðarsson, skipstjóri, Ágúst Bragason, Karl Óskarsson, Eiríkur Jónsson, Friðrik Vilhjálmsson, Kristján Kristjánsson, Sverrir Árnason, Einar Ísleifsson og Reynir Kristjánsson.
Neðri röð f.v.: Tyrfingur Andrésson, Danielius Hansson, Haukur Hauksson, Steinar Kristjánsson, Óskar Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson.

09.06.2011 20:00

Mercur, Bjarni Ólafsson, Jón Guðmundsson og Stakkur

Hér er ein mjög gömul trúlega tekin sumarið 1932 á Miðbryggjunni í Keflavík, sem þá var fyrir neðan núverandi Ægisgötu, og sjá má á fjöru, hluta af henni koma út úr uppfyllingunni.


    Lengst til vinstri er Mercur ÍS 416 og síðan koma þeir 280. Bjarni Ólafsson GK 509, 517. Jón Guðmundsson GK 517 og 555. Stakkur GK 503. Þeir þrír síðarnefndu eru tilbúnir til að halda norður fyrir land til síldveiða og hafa af því tilefni fána við hún. Baugjubátar má sjá á legunni og víð síðu Stakks © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006, ljósm.: ókunnur

09.06.2011 19:00

Vísir TH 59, drekkhlaðinn reknetabátur


        Vísir TH 59, drekkhlaðinn reknetabátur, frá fyrri hluta síðustu aldar © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006, ljósm.: ókunnur

09.06.2011 18:04

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25


          971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 9. júní 2011

09.06.2011 17:14

Arney HU 36 og Kópur HF 29


      2177. Arney HU 36 og 6443. Kópur HF 29, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 9. júní 2011