Færslur: 2011 Júní

22.06.2011 22:00

Systurskipin þrjú í dag

Ég hef oft sagt frá því að í Grindavík eru fjögur systurskip, svonefnd Boizenburgarskip og hef birt mynd af þeim öllum ýmist saman eða hvert fyrir sig. Þessar myndir sem ég tók í morgun eru því í raun endurtekningar frá fyrri birtingum, en hér sjást þrjú systurskipin, aðeins Oddgeir vantar á myndina svo þau séu öll saman.


          972. Kristín ÞH 157, 975. Sighvatur GK 57 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14


        975. Sighvatur GK 57 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 22. júní 2011

22.06.2011 21:00

Keilir og Vogar

Hér sjáum við aðalbyggðina í Sveitarfélaginu Vogar og fjallið Keilir. Myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík.


   Aðalbyggðin í Sveitarfélaginu Vogum og fjallið Keilir. Séð yfir Stakksfjörðinn, frá Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, 22. júní 2011

22.06.2011 20:00

Æsa GK 115


            6794. Æsa GK 115, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 19:32

Nakki: Skúta Bergþórs heitins Hávarðssonar

Núna í kvöld birti ég myndir af skútu er ber nafnið Nakki og hefur skipskrárnúmerið 2455. Eftir þá birtingu fékk ég ábendingu um það á Facebookinu, hvort þetta væri ekki gamla skútan sem Bergþór heitinn Hávarðarson sigldi á hingað til lands og lenti í hrakningum á. Bar ég því saman upplýsingar frá Siglingamál og þær upplýsingar sem ég hafði um bátinn og jú, um sömu skútu er að ræða, eina að Bergþór heitinn sagði hana heita Nakkur, en hún er skráð hérlendis sem Nakki.

Mun ég því birta nokkrar staðreyndir um skútuna fyrir neðan myndirnar sem ég endurbirti nú.
    2455. Nakki, í Grindavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 22. júní 2011

Framleidd hjá Frans Maas, Hollandi 1967.

Berþór keypti skútuna á St. Martin sem er nálægt Porto Rico í Mið-Ameríku og hélt á henni til Íslands. Lenti hann í miklum hrakningum á leiðinni eftir að brotsjóir höfðu leikið hann grátt. Að lokum varð Gísli Sigmarsson, skipstjóri á Katrínu VE 47 var við hann á reki nálægt Vestmannaeyjum og dró hann að landi. Skútan var tekin á land í Eyjum og stóð þar uppi til 1993 að hún var flutt til Reykjavíkur og í ágúst 1994 var hún loks flutt á athafnarsvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur þar sem endurbygging hófst á henni í september 1994. Ekki man ég hvenær þeim lauk, en einstaklingur búsettur í Vogum hafði keypt hana 1993 og síðan flutti hann í Kópavog 1994. Annað veit ég ekki fyrr en að hún var skráð hér á landi árið 2003, þá með heimahöfn í Reykjavík en í eigu aðila í Mosfellsbæ.

22.06.2011 19:00

Kópur GK 158


           6708, Kópur GK 158, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 18:00

Nakki
   Skútan 2455. Nakki, í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2011

22.06.2011 17:16

Ormur orsakar leka

Nýlega birti ég skemmtilega sypru þegar hinn fallegi eikarbátur Móna GK 303 var tekin upp í Njarðvíkurslipp. Þá hafði heyrst að vart hefði orðið við töluverðan leka.

Þegar málin voru skoðuð nánar kom í ljós að slæmar skemmdir voru í birðing bátsins að völdum orms sem étið hafði sig þar inn. Það sem mönnum þótti þó furðulegast er að báturinn hefur verið meira uppi á landi, en í sjó undanfarin ár og þann tíma sem hann var í sjó var hann ekki á slóðum þar sem ormur er í höfnum, en hann lifir helst í sandfjörum.

Liggur því grunum um að fyrri eigendur hafi vitað um þetta, því búið var að kítta í götin, en það duggði ekki og því kom í ljós hvað að var. Er nú búið að rífa úr honum eik á einum fimm stöðum í sjálfum birðingnum og verður sett ný eik í staðinn.
    Hér má sjá hvar ormétna eikin var, en hún hefur verið fjarlægð © myndir Emil Páll, 22. júní 2011

22.06.2011 16:36

María dregur Rafn

Það er ekki oft sem maður sér það þegar hjálp berst að báti, taug sett í og síðan dreginn til hafnar og rétt áður en komið er alla leið var sleppt á milli og báðir sigldu í sitt stæði. Þetta gerðist þó í gær og birti ég nú frásögnina í stórum dráttum.

Rafn KE 41 sem er á strandveiðum var kominn á veiðisvæðið og um borð var aðeins annar af þeim sem venjulega róa saman, þar sem hinn var forfallaður. Þá skyndilega slitnar reim við vélina og nú voru góð ráð dýr þar sem um borð var ekki varareim, en því var strax reddað með því að maður sem var í landi og gerir út annan bát sigldi með nýja reim út. Í ljós kom síðar að sú reim var aðeins of stór og því var siglt rólega heim á leið, en er báturinn var kominn að Brenninýpu á Hólmsbergi og þar með nánast framan við Grófina var vélin farin að hitna og því var báturinn stoppaður. Fljótlega kom þá María KE 200 þarna að og tók Rafninn í tog og dró inn í Grófina, en er komið var inn fyrir hafnarkjaftinn var sleppt á milli og þeir sigldu sjálfir í sitt pláss. Allt um þetta á myndasyrpu þeirri sem ég birti nú.


            María komin að Rafni út af Brenninýpu, en myndin er tekin úr Grófinni


     6807. María KE 200, dregur 7212. Rafn KE 41 í gær. Ef vel er skoðað má sjá taugina milli bátanna


                          Komið inn í Grófina og taugin milli bátanna losuð


           6807. María KE 200 og 7212. Rafn KE 41, heldur hvor sína leið í sinn bás


                             7212. Rafn KE 41, siglir að sinni bryggju...


           ... og það gerir 6807. María KE 200 líka © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 14:20

Reykjaneshöfn lagar gjaldtökuna

Reykjaneshöfn hefur fundið fyrir óánægju viðskiptavina með gjöldtöku eftir kl. 17 á daginn  og í framhaldi af þeim og skrifum mínum hér í gær hafa þeir brugðist við og lagað gjaldtökuna fyrir vinnu eftir opnunartímann. Er ég með í fórum mínum blað sem gefið var út í dag, því til staðfestingar og ég fékk hjá hafnarstjóra núna rétt áðan.

En svona í smá framhjáhaldi, en um leið gríni birti ég nú myndasyrpu sem ég tók er hafnsögubáturinn kom óvænt inn í Grófina í morgun, snéri við lagðist aðeins við bryggju og annar mannana um borð stökk í land en fljótlega aftur um borð og síðan var eftir aðeins nokkrar mínútur í Grófinni siglt í burtu. Á myndunum sést einn hafnarvarðanna sem augljóslega hefur tekið gagnrýnina í gær til sýn, því hann er svo stífur, að ef það hefði verið rigning þá hefði rignt upp í nefið á honum  hehhe.


             2043. Auðunn, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2011

22.06.2011 12:08

Elva Björk KE 33


        5978. Elva Björg KE 33, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 11:53

Frá Sandgerði i gær


    Sandgerði í gær, fjórir löndunarkranar í notkun og bátur á leið í þann fimmta sem nýlega losnaði. Sú sjón að bátar bíði eftir að komast að krönum er algeng þar á bæ. Á meðan eru tveir kranar í Keflavíkurhöfn og einn í Grófinni, en enginn að nota þá. Þetta var milli kl. 15 og 16 í gær © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 08:30

Sóley Sigurjóns GK 200


        2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 08:00

Hafdís GK 202


     7189. Hafdís GK 202, að koma inn til Sandgerðis í gær © myndir Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 07:39

Enn án áhafnar

Sl. sumar vakti það athygli þegar einn elsti stálbátur flotans Drífa SH 400 var nánast tekin í nefið í Njarðvíkurhöfn og allt málað sem hægt var að mála. Verið unnu vélstjóri og skipstjóri bátsins. Síðan var haldið til Sandgerðis þar sem átti að gera bátinn út á Sæbjúgu, en ekki urðu veiðiferðirnar margar, þar sem fljótlega sauð svo rækilega upp úr milli áhafnar og útgerðar að áhöfnin gekk frá borði og hefur nú farið í störf hjá öðrum, en áfram leggur báturinn í Sandgerðishöfn


    795. Drífa SH 400 í Sandgerðishöfn í gær og utan á honum lá þá 1764. Ver AK 27 © mynd Emil Páll, 21. júní 2011

22.06.2011 07:11

Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25


    971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 21. júní 2011