Færslur: 2011 Júní

09.06.2011 16:18

Fagraberg FD 1210 landar síld og makríl á Neskaupstað

Eins og ég sagði frá hér á síðunni í gær var Fagrabergið sagt vera á leiðinni hingað til lands með um 650 tonn af síld og makríl. Var þetta haft eftir færeyska vefnum Skipini.fo. Kom skipið til Neskaupstaðar í nótt og tók Bjarni Guðmundsson þessar myndir af honum þar snemma í morgun, í sumarblíðunni fyrir austan.


          Fagraberg FD 1210, á Neskaupstað, snemma í morgun © myndir Bjarni G., 9. júní 2011

09.06.2011 15:00

Alda KE 8


              6894. Alda KE 8, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 9. júní 2011

09.06.2011 14:26

Lukka GK 29


             7705. Lukka GK 29, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 9. júní 2011

09.06.2011 12:00

Nafni HU 3

Þessi þurfti á hjálp að halda er hann var einar 20 mílur Norður af Garðskaga í gær. Kom fyrst báturinn Alda að honum en fékk síðan Hannes Þ. Hafstein úr Sandgerði til að koma út á móti þeim og taka þann bilaða í tog og var hann dreginn til Sandgerðis.


                  6901. Nafni HU 3, í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 9. júní 2011

09.06.2011 11:15

Skessuhellir


                             Skessuhellir © mynd Emil Páll, 21. maí 2011

09.06.2011 09:00

Reykjanesviti


                               Reykjanesviti © mynd Emil Páll, 16. maí 2011

09.06.2011 08:35

Garðskagi
                           Garðskagi © myndir Emil Páll, 16. maí 2011

09.06.2011 07:44

Eldey á milli


            Þessi mynd er tekin út á Reykjanesi og sést Eldey þarna m.a.  © mynd Emil Páll, 16. maí 2011

09.06.2011 00:00

Norður Víkingur 2011

Varnaræfingin Norður Víkingur 2011 stendur yfir þessa dagana, en hún er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006 og er í ár á ábyrgð bandaríska flughersins í Evrópu USAFE.

Framkvæmdin hér á landi er í umsjón Landhelgisgæslunnar, en í verkefninu taka þátt um 450 manns frá Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Ítalíu.

Sem betur fer eru það aðallega skipin Hvidbjornen og Sortland sem minnir okkur Suðurnesjamenn á æfingar þessar, en þeir eru búnir að vera í siglingum þvers og kruss framan við Keflavík, meirihluta miðvikudagisins 8. júní 2011 og tók ég þá þessar myndir.

Eina ónæðið er þessi bölvaði þotuhávaði, sem minnir mann illilega á að stutt er síðan hér var herflugvöllur þar sem aldrei eða mjög sjaldað að tekið var tillit til að venjulegir borgarar áttu heima í flugstefnu þeirra. Hávaðinn frá herþotunum er allt öðruvísi en frá farþegarfluginu og þessu venjulega flugi.


                                                         Hvidbjornen F
                                                      Sortland W 342


          Skipin á myndunum eru aðeins tvö, þau Hvidbjornen og Sortland og eru myndirnar teknar af þeim er þau voru á Stakksfirði, framan við Keflavík © myndir Emil Páll, 8. júní 2011

08.06.2011 23:00

Steinunn SH 167


            1134. Steinunn SH 167, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 2. júní 2011

08.06.2011 22:00

Haukafell SF 111 í Grófinni


           2784. Haukafell SF 111, í Grófinni, Keflavík rétt fyrir kl. 19 í kvöld © mynd Emil Páll, 8. júní 2011

08.06.2011 21:44

Fagraberg á leið til Íslands með makríl

joanisnielsen.fo

Fagraberg siglir tíl Íslands við 650 tonsum av makreli og sild
Fagraberg fór í dag at sigla til Íslands, teir hava 650 tons av makreli og sild, sum teir hava fingið einar 45 fjórðingar eystur úr Fugloynni, veiðan verður landað á Eysturlandinum. Fagraberg hevur hendan túrin samtrolað við Trónda í Gøtu. Nú Fagraberg fer til Íslands at landa, samtrolar Tróndur í Gøtu við Jupiter, á somu leið royna eisini Norðborg og Christian í Grótinum.

08.06.2011 21:06

Bátadagar á Breiðafirði 2-3 júlí 2011


 

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin 3 ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð dagana 2-3 júlí nk.. FÁBB hefur súðbyrðinginn í öndvegi, og vinnur að verndun hans og kynningu. Einnig stendur félagið að sýningunni "Bátavernd og hlunnindanytjar", sem opnuð var á Reykhólum 1.6 sl., í samvinnu við Reykhólahrepp og Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu.

 

Að þessu sinni verður fyrirkomulag bátadaga þannig að siglt verður á laugardeginum 2.júlí bæði frá Reykhólum og frá Stykkishólmi í Rauðseyjar og Rúfeyjar. Á sunnudeginum 3.júlí  er ráðgert að sigla í Akureyjar og einnig verður sýningin á Reykhólum opin fyrir þátttakendur.

 

Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð og eyjarnar verða skoðaðar í fylgd manna sem þekkja þær vel og lýsa staðháttum og sögu þeirra.

 

Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaðar siglingaleiðir.

 

Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

 

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er bæði á Reykhólum og í Stykkishólmi.

 

Frekari upplýsingar veita:

 

Hafliði Aðalsteinsson, haflidia@centrum.is  s: 898 3839

Hjalti Hafþórsson, artser@simnet.is  s: 861 3629

Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is, s: 893 9787

08.06.2011 21:00

María KE 16


                6707. María KE 16, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 8. júní 2011

08.06.2011 20:56

Þrjú skipu fengu aðstoð á rúmum hálfum sólarhring

www.245.is

Í viðbót við þann fjölda mynda sem eru á þessum tengli vísa ég á mynd sem ég tók í Grindavík í morgun og birti hér á síðunni.