Færslur: 2011 Júní

12.06.2011 12:24

Meira um minningaskjöld um Þorbjörnsslysið

Í framhaldi af myndabirtingunni hér á síðunni í gær, hefur Guðmundur Falk nú tekið að sér fyrir hönd ættingja þeirra sem áttu Þorbjörn RE og þeirra sem fórust með honum að vinna að því að koma þarna upp minningaskildi um slysið. Telja þau að þetta sé atburður sem hefði gildi á svæðinu slysavarnarlega séð og einnig til að heiðra minningu sjómanna sem fórust þarna.
Guðmundur Falk hefur því tekið að sér að leita að stuðningi við framkvæmd þessa og er verkið þegar hafið, að hans sögn.      Brak úr 915. Þorbirni RE 36, ofan við Kinnaberg á Reykjanesi © myndir Guðmundur Falk. Nánar var sagt frá þessu hér á síðunni í gær

12.06.2011 12:00

Lena ÍS 61


           1396. Lena ÍS 61, í Njarðvík © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2010

12.06.2011 11:00

Fífill

Hér er Elding að koma með Fífil, í drætti frá hans gömlu heimahöfn Hafnarfirði, þar sem skrokkurinn fékk sína eðlilegu umhirðu.


             1048. Fífill, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 29. apríl 2011

12.06.2011 10:00

Skvetta SK 7: Síðasti óbreytti Bátalónsbáturinn

Á áttunda áratug síðustu aldar voru smíðaðir hjá Bátalóni i Hafnarfirði mikill fjöldi báta sem voru allir eins, með þeirri undantekningu þó að í lokin komu nokkrir með álhús. Þessir bátar dreifðust um land allt og í dag, eru 2-3 enn til og þar af aðeins einn óbreyttur. Þetta segi ég þó ég viti að a.m.k. tveir aðrir séu til, án haffærisskírteinis og tel þá því ekki með, enda óvíst hvort eða hvenær þeir fara á flot að nýju.
Þeir sem ég tel að séu í dag haffærir, eru hinn eini óbreytti sem enn er hérlendis, þ.e. Skvetta SK 7, einn var seldur til Orkneyja eftir að hann fékk ekki skráður hér á landi að nýju og þá er einn til í Vestmannaeyjum, en hann er nú frambyggður og því ekki óbreyttur. Sá sem seldur var til Orkneyja var enn til árið 2009.
Hér koma fjórar myndir sem núverandi eigandi Þorgrímur Ómar Tavsen, tók af Skvettu, inni í húsi hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem báturinn er i eðlilegu viðhaldi, en á næstu dögum verður hann sjósettur að nýju og fer þá í rekstur.
         1428. Skvetta SK 7, inni í húsi í Njarðvíkurslipp © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen í maí og júní 2011

12.06.2011 09:32

Primorets í Vladivostok

Hér sjáum við ferju sem hlekktist á í Vladivostok í Rússlandi í des. sl.


         Primorets, í Vladivostok í Rússlandi © mynd Shipspotting, IoNod, 6. des 2010

12.06.2011 00:00

Jökull, Breki og Halldór Jónsson

Þótt ótrúlegt sé þá eru myndir þær sem nú koma símamyndir, sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók á sínum tíma, en vegna bilunar í símanum náði hann þeim ekki út fyrr en nú. Finnst mér skarpleikinn á myndunum úr braki bátanna, mjög mikill s.s. þar sem sést ballestin sem eru hnoðnaglar og blýkúlur. Skipti ég myndunum í þrjá flokka eftir nafni bátanna.

                                                             Jökull


    288. Jökull SK 16, er hann hélt frá Njarðvík á dögunum eftir viðgerð og undirbúning


                                               
Halldór Jónsson


          Blýkúlur og hnoðnaglar, sem var þarna í miklu magni, enda ballestin aftan til í bátnum
                                  Loka rifrildið á 540. Halldóri Jónssyni SH 217


                                                Reynir - Stormur/Breki
                         733. Stormur-Breki eða Reynir GK 355, felldur í slippnum
                              
                              © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í maí 2011

11.06.2011 23:00

Dísarfell, Helgafell, Hvassafell, Jökulfell og Skaftafellll

Hér koma fleiri myndir úr safni þeirra bræðra Björns og Tómasar Knútssonar, en allar eru þessar myndir upprunnar hjá Skipadeild SÍS. Athygli skal vakin á því að á Dísarfellinu eru engir kranar eða bómur.


                                                               Dísarfell


                                                    Dísarfell


                                                      Helgafell


                                                 Hvassafell


                                                     Jökulfell


                                                Skaftafell

11.06.2011 22:00

Kristinn SH 112


                        2468. Kristinn SH 112. í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason

11.06.2011 21:00

Maggi Jóns KE 77


           1787. Maggi Jóns KE 77, í Sandgerði © mynd Hilmar Snorrason, í maí 2011

11.06.2011 20:00

Reynir KG 168 sennilega íslenskur f.h. síðustu aldar


                          Reynir KG 168 © mynd Sverri Egholm, í mars 2009

Sá Reynir sem ég tel þetta vera, hefur alltaf borið þetta sama nafn og var smíðaður snemma á fyrri öld og var Íslenskur til ársins 1946 að hann var seldur til Færeyjar. Á Íslandi bar hann nr. BA 148, GK 514 og MB 99. Í Færeyjum hefur þessi örugglega borið númerin P 68, FD 420 og núverandi KG 168

11.06.2011 19:00

Valanes T-285-T ex Skúmur GK o.fl.


          Valanes T-285-T ex 1872. Skúmur GK 22 o.fl., í Båtsfjord © mynd Shipspotting, frode adolfsen, 11. júní 2003

Smíðanúmer 225 hjá Lunde Varv och Verksteds A/B, Ramvik, Svíþjóð 1987, og hannað hjá Polar Konsult A/S. Skipið var smíðað sem skutogari með yfirbyggingu miðskips og sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Afhent í des. 1987 og kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987. Seldur til Noregs í des. 1996 og síðan til Argentínu 2004.

Nöfn: Skúmur GK 22, Skúmur ÍS 322, Geiri Péturs ÞH 344, Valanes T-1-K, Valanes T-285-T og núverandi nafn: Argenova X

11.06.2011 18:00

Artic Star ex Arnar SH 157


        1291. Arnar SH 157, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 11. apríl 2008


        Artic Star ex 1291. Arnar SH 157, í Alesundi © mynd Shipspotting, Aage, 10. maí 2010


       Artic Star, í Tangstad © mynd shipspotting, frode adolfsen 14. ágúst 2010


              Artic Star, í Alesundi © mynd Shipspotting, Aage, 30. mars 2011

11.06.2011 17:00

Kalima P. H 61 ex Sigfús Bergmann GK


         Kalima p. H 61 ex 179. Sigfús Bergmann GK 38, í Gilleje © mynd Shipspotting, Benny Elbæk, 11. feb. 2010

Smíðanúmer 66 hjá Ernest Werft Thalmann WEB, Brandenburg, Austur-Þýskalandi, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Grindavíkur, þriðjudaginn 28. ágúst 1962.
Lengdur í Rixör, Noregi 1966. Seldur úr landi til Danmerkur 9. júní 1982.  og skráður þar sem togari. Endurbyggður 1986.

Nöfn: Sigfús Bergmann GK 38, Lene Westh R 172, Kalima H 61 og núverandi nafn: Kalima P  H 61

11.06.2011 16:00

Egill SH 195

            1246. Egill SH 195. Báðar myndirnar eru teknar í Ólafsvík, sú efri þann 18. júní 2008 en ekki er vitað hvenær sú neðri er tekin © myndir Hilmar Snorrason

11.06.2011 15:06

Ægir bjargðai 100 manns af skútu í dag

Björguðu 100 manns úr skútu. Bæði Ægir og Týr eru nú leigð í verkefni erlendis samkvæmt fréttinni.
mbl.is
Varðskipið Ægir, sem nú sinnir landamæragæslu fyrir Evrópusambandið, bjargaði í dag um 100 manns af vélarvana seglbáti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi. Fólkið ætlaði að sigla frá Egyptalandi til Ítalíu, að sögn grísku strandgæslunnar