Færslur: 2011 Júní

25.06.2011 22:00

Ægir


               Ægir, að koma inn í Grófina, í dag © mynd Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 21:00

Jötnir


                      Jötnir, í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 20:00

Stakkur kominn í sjó

Fyrr í dag sagði ég frá þessum báti, þar sem komin var á hann ný skráningi. Nú birti ég aftur mynd af honum en í þetta sinn við bryggju í Grófinni.


       5874. Stakkur KE 160, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 19:00

Rennt fyrir fiski á Keflavíkinni

Nú stuttu fyrir kl 17 í dag, renndu tveir litlir bátar fyrir fiski á Keflavíkinni, rétt framan við innsiglinguna í Grófina og smellti ég þessum myndum af þeim.


                                                             Ægir


                           6656. Fjarkinn © myndir Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 18:33

Annað útkallið hjá þeim í dag

mbl.is
Björgunarbáturinn Björg frá Rifi fór sína aðra ferð í dag til að aðstoða smábát. Kom Björg trillunni Kidda HF. til aðstoðar þar sem báturinn var skammt frá landi út af Hellissandi er gangtruflanir gerðu vart um sig í vélinni.

25.06.2011 18:00

Fjarkinn


       Þessi á eftir að koma fyrir í tveimur færslum í kvöld og birist sú síðari um miðnætti

25.06.2011 17:04

Ólafsvík, Garður, Seyðisfjörður og Tálknafjörður


                Ólafsvík, Garður, Seyðisfjörður og Tálknafjörður, í Njarðvikurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 16:01

Jói Danner tekinn við Jónu Eðvalds

Þó raunar hafi verið sagt frá því áður hér á síðunni, er það nú sagt á heimasíðu Jónu Eðvalds SF að Jóhannes Hjalti Danner sé tekinn við skipinu. En þar sem ég hef svo gaman að birta myndir af þessu fallega skipi, geri ég smá færslu um það núna, þó frá því hafi verið sagt áður, eins og fyrr segir.


                   2618. Jóna Eðvalds SF 200 © mynd af heimasíðu skipsins


         2618. Jóna Eðvalds SF 200, á Höfn sl. sjómanndag © mynd Svafar Gestsson, 4. júní 2011

25.06.2011 15:33

Stakkur KE 160 ex Arnarberg

Í síðustu viku sagði ég frá kaupum á Arnarbergi frá Hrísey og nú hefur hann verið málaður upp og sett á hann nýtt nafn.


     5874. Stakkur KE 160, ex Arnarberg frá Hrísey, í Grófinni í dag © mynd Emil Páll, 25. júní 2011

25.06.2011 14:24

Marta Ágústsdóttir GK 14


    967. Marta Ágústsdóttir GK 14, frammasturslaus, í Grindavík í gær © mynd Emil Páll, 24. júní 2011

25.06.2011 12:00

Of seint í rassinn gripið

Eins og ég greindi frá hér fyrir nokkrum dögum kom upp mikil óánægja varðandi gjaldtöku og þjónustuþátt Reykjaneshafnar gagnvart t.d. þeim bátum sem væru á Strandveiðum o.fl. Var gerð bragðarbót, í framhaldi af því að málið rataði hér inn á síðuna. Engu að síður heyrist mér á þeim smábátaeigendum sem rætt hafa við mig, að þetta dugi ekki til að menn komi til baka og jafnvel ekki til þess að þeir sem ekki voru ekki farnir, en búnir að kaupa pláss í Sandgerði, hætti við þau áform. Einnig hafa margir rætt um að varðandi vetrarleigu að kaupa frekar pláss inn í Vogum en að nota Grófina.
Hér birti ég myndir af Grófinni í gær og sést að nánast allir þeir sem eru á veiðum eru horfnir.


                           Grófin, Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 24. júní 2011

25.06.2011 11:33

Fékk drauganet í skrúfuna

mbl.is:

Báturinn var dreginn til hafnar á Rifi. Ferðin gekk vel og var veður gott. stækka

Báturinn var dreginn til hafnar á Rifi. Ferðin gekk vel og var veður gott. mbl.is/Alfons

Trillan Kópur GK 175  fékk drauganet í skrúfuna í morgun um þrjár mílur norður af Ólafsvík. Skipstjóri Kóps varð að fá aðstoð björgunarbátsins Bjargar til að komast til hafnar.

Hann sagðist hafa verið á leið til Keflavíkur eftir grásleppuvertíð í Stykkishólmi en hefði ákveðið að taka eldsneyti áður en lengra yrði haldið.

"Það steindrapst á vél bátsins er drauganetið festist í skrúfunni og því ekki annað í stöðunni að fá aðstoð," sagði skipstjórinn.

25.06.2011 11:00

Smábátahöfnin í Grindavík


                    Smábátahöfnin í Grindavík í gær © mynd Emil Páll, 24. júní 2011

25.06.2011 10:00

Skessuhellir og tóm Grófin


                       Skessuhellir og tóm Grófin © mynd Emil Páll, 24. júní 2011

25.06.2011 09:00

Snæfellsjökull séð frá Garðskaga


    Snæfellsjökull, séð frá Garðskaga í gær © mynd Markús Karl Valsson, 24. júní 2011