Færslur: 2011 Júní

23.06.2011 20:00

Örn KE 14


     2313. Örn KE 14, í morgun, nýkominn úr viðhaldi í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 19:01

Tungufell BA 326
           1639. Tungufell BA 326, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 18:00

Valþór NS 123


                              1081. Valþór NS 123, í Njarðvíkurhöfn í morgun


          1081. Valþór NS 123, í Njarðvikurslipp nú síðdegis © myndir Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 17:04

Sigurfari og Örn


        2313. Örn KE 14, nýkominn úr Njarðvikurslipp og 1743. Sigurfari GK 138, á leið í slippinn í morgun © mynd Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 16:43

Bergur VE 44


           2677. Bergur VE 44, að koma inn til Vestmannaeyja um kl. 13 í dag © mynd Gísli Gíslason, 23. júní 2011

23.06.2011 12:04

Sigurfari GK 138

Hér koma nokkrar myndir er sýna bátinn á leið í Njarðvikurslipp þar sem hann er núna.


         1743. Sigurfari GK 138, í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 11:50

Auðunn aðstoðar Örn

Eins og oft þá aðstoða hafnsögubátarnir, báta sem eru að koma úr slipp og hér er mynd af Auðunn þegar hann hefur nýlokið við að hjápa Erni KE að bryggju í Njarðvik í morgun


         2313. Örn KE 14 og 2043. Auðunn, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 23. júní 2011

23.06.2011 09:30

Steinunn fékk góðan drátt frá Ólafi

Feðgar á Steinunni ST 26 fengu ágætan tog drátt hjá Ólafi ST 52, komu að landi um kl 16.30 í gær © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 22. júní 2011

23.06.2011 09:21

Aflaverðmæti og skemmtiferðaskip

mbl.is
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um einn milljarð eða 2,8% á milli ára, samkvæmt frétt Hagstofunnar
 

Stærsta skemmtiferðaskipið - mbl.is
 • mbl.is
  Miklar annir voru á Skarfabakka í Sundahöfn í morgun þegar hið tröllaukna AZURA, stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, var lagst að bryggju. Fjöldi langferðabíla, breyttra jeppa og leigubíla beið þess að aka farþegum og áhöfn.
 • 23.06.2011 08:10

  Þerney á Ísafirði


           2203. Þerney RE 101, á Ísafirði í gær © mynd Hjalti Gunnarsson, á Þerney RE 101, 22. júní 2011
            Þeir höfðu þarna stutta viðkomu, en eins og sést á myndinni stígur eimur frá fiskimjölsverksmiðju skipsins til himins.

  23.06.2011 08:00

  Brjánslækur

  Bátar við Brjánslækjarhöfn og ferjan Baldur á útleið og gamall bátur á við Innri Múla á Barð.St. © myndir Jón Halldórsson, holmavik. 123.is  23.06.2011 07:35

  Patreksfjörður

  Bátar í og við Patreksfjarðarhöfn um síðustu helgi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

  23.06.2011 00:00

  Svafar í Alvor í Portúgal

  Heill og sæll félagi Emil Páll.

  Núna er kallinn á gömlum heimaslóðum í Portugal. Hér væsir ekki um mann í 32 gr uppá hvern einasta dag.

  Ég fór smá rúnt í gær (þriðjudag) á einn af uppáhalds stöðunum mínum en það er fiskimannahöfnin í Alvor og einnig rendi ég við í marinuni í Lagos.

  Þessar myndir tók ég í þeirri ferð. Annars er lífið bara ljúft hér meðal gamallra vina og kunningja og við þælumst um hingað og þangað aðalega þangað hahahaha. Hér verðum við í 4 vikur en að því liðnu þá er það vinnan heima.

  Sólarkveðjur frá Portugal.

  - Birti ég nú fyrri pakkann sem hann sendi nú og er hann frá Alvor í Portugal, en sá síðari verður birtur eftir sólarhring, en hann er frá Lagos. - Vil ég nota tækifæri og senda honum kærar þakkir fyrir þessar skemmtilegu myndir, með von um að hann fari ekki illa í sólinni. hhhe - .


                                    Nótabátur


                                   Nótin


                                                   Nótin


                                         Ekki er spilbúnaðurinn flókinn?


                                       Einn að ditta að bátnum sínum


                                                          Bátalyftan


                                                        Fiskimannahöfnin í Alvor
                                                     Krabbagildrur
                                      Sjómenn að ditta að veiðarfærunum


                  Útgerðarbíllinn, hjólið  © myndir Svafar Gestsson, 20. júní 2011

  22.06.2011 23:30

  Hilmir ÍS 39


                           Hilmir ÍS 39 © mynd af líkani, Sigurður Bergþórsson

  22.06.2011 23:00

  Baldur öflugur á Íslandsmiðum

  Af vef Landhelgisgæslunnar:

  Myndir_vardskipstur_017

  Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun maí mánaðar farið til eftirlits um borð í rúmlega 100 báta á Íslandsmiðum. Gefin var út ein kæra og einnig smávægilegar athugasemdir gerðar, aðallega vegna lögskráningarmála sem hægt var að lagfæra með einföldum hætti. Er þetta þriðja sumarið í röð sem Baldur hefur verið notaður til fiskveiðieftirlits í samvinnu við Fiskistofu.  Í áhöfn eru fjórir menn frá Landhelgisgæslunni auk tveggja eftirlitsmanna frá Fiskistofu.

  Við eftirlit og skyndiskoðanir er sérstaklega horft til veiða á lokuðum svæðum, ólöglegra veiðarfæra, brottkasts, haffæris, búnaðar og réttinda áhafna. Einnig eru skipsskjöl, búnaður, lögskráning, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afli skoðaður.

  Til samanburðar má nefna að á árinu 2010 fóru varðskip Landhelgisgæslunnar  til skyndiskoðana um borð í 325 skip og báta innan íslensku efnahagslögsögunnar. Voru þá athugasemdir  gerðar í 45,5% tilfella,  gerðar voru athugasemdir í 12% tilfella þegar afli var skoðaður en í u.þ.b. þriðjungi tilfella voru gerðar athugasemdir við búnað og réttindi um borð.