Færslur: 2011 Júní

29.06.2011 21:00

Byr SH 101 ex Jakob Einar

Jakob Einar SH 101 hefur nú fengið nýtt nafn þ.e. Byr, en heldur númerinu. Hér eru  þrjár myndir sem ég tók af honum í kvöld í Hafnarfirði
                             1436. Byr SH 101 ex Jakob Einar, í Hafnarfirði í kvöld


         Ekki er ég viss á hvaða veiðum báturinn er, en tromlan vakti athygli meðferðamanns míns sem er vanur stýrimaður © myndir Emil Páll, 29. júní 2011

29.06.2011 20:26

Baldur í Keflavík

Gæsluskip okkar Íslendinga Baldur kom til Keflavíkur nú síðdegis og spurningin er hvort það sé Jón Páll sem sjáist á myndunum, en hann var um borð. Ég hafði því miður ekki tíma til að heilsa upp á hann, en hefði gert það annars.
     2074. Baldur, kemur til Keflavíkur í dag. Spurningin er hvort það sé sjálfur Jón Páll sem sést framan á skipinu? © myndir Emil Páll, 29. júní 2011

Nú er komið í ljós að þetta er ekki Jón Páll sem sést, enda er hann skipherrann í þetta skiptið.

29.06.2011 15:20

Á toppinum


             © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, í júní 2011

29.06.2011 14:19

Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins til Grundarfjarðar

Í  morgun kom fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins til Grundarfjarðar. Heitir það Costa Marina.

Alls eru bókaðar 15 komur, en skipin eru 10, eitt kemur 3 sinnum, og þrjú koma 2 sinnum.
      Costa Marina, Grundarfirði í morgun © myndir og texti: Heiða Lára, 29. júní 2011

29.06.2011 13:21

Green Reefers

           Green Reefers á Sauðárkróki © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í júní 2011

29.06.2011 11:30

PLANKAÐ í Grímsnesinu

Að undanförnu hefur það gengið eins og eldur í sinu um allt að menn séu að Planka, hér og þar. Þá er átt við að liggja á maganum bein stífur og þráð beinn, hehehe
Hér birtast tvær myndir sem Þorgrímur Ómar tók um borð í Grímsnesi GK, en hver hér er að verki veit ég ekki, þar sem engar upplýsingar komu um það.

     PLANKAÐ í Grímsnesinu © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í júní 2011

29.06.2011 11:17

Eyborg ST 59


                 2190. Eyborg ST 59 © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, í júni 2011

29.06.2011 08:00

Rækjuveiðiskipið Grímsnes GK 555

Hér kemur smá syrpa af rækjuveiðiskipinu Grímsnesi GK 555, sem sýnir m.a. skipið við bryggju á Sauðárkróki og eins er trollið er tekið þar upp á bryggju og síðan aðrar myndir frá þeim um borð. En myndirnar tók Þorgrímur Ómar Tavsen á símann sinn.


      89. Grímsnes GK 555, á Sauðárkróki og þar um borð úti á sjó © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í júní 2011

29.06.2011 07:39

Hafsúlan og erlent skemmtiferðaskip


            2511. Hafsúlan kemur inn hafnarkjaftinn í Reykjavík og í baksýn er erlent skemmtferðaskip © mynd Sigurður Bergþórsson, 28. júní 2011

29.06.2011 07:06

Víðir KE 101


          B 1809. Víðir KE 101, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

29.06.2011 00:00

Blær GK 168
    7004. Blær GK 168, frá Vogum, í Sandgerði. Ef vel er skoðað má sjá þarna bæði vinnubrögð sem ekki eru lengur til, svo og ýmsa báta, sem heldur eru ekki lengur til en liggja þarna í Sandgerðishöfn © myndir úr safni Sólplasts

28.06.2011 23:30

Jenný KÓ 4
                          1956. Jenný  KÓ 4 © myndir úr safni Sólplasts

28.06.2011 21:00

Óþekktur GK 70


                      Óþekktur GK 70 © mynd úr safni Sólplasts

28.06.2011 20:00

Jóhanna KE 99
                 Jóhanna KE 99, í Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

28.06.2011 19:00

Kristján og Andrés

Eins og fram kom undir færslunni um Hrímnir SH 714, þá hef ég komist í gömul myndaalbúm frá Sólplasti og fyrirrennara þess Plastverki í Sandgerði. Mun ég í kvöld og næstu daga birta myndir úr þessum albúmum, myndir sem ekki koma endilega í réttri tímaröð, né að tíundað er hverjar breytingar hafa verið unnar á viðkomandi bátum. Frekar til að ýmsir hafi gaman af, því þarna birtast myndir af bátum sem margir hverjir eru ekki til lengur.

Núna birti ég mynd af tengdafeðgunum Kristjáni Nielsen og læriföður hans og tengdaföður Andrési Eyjólfssyni í Plastverki. Svona til að hafa gaman af þá hefur Kristján verið töluverk mikið meira hærður en hann er í dag, hehheeemoticon


                        Kristján Nielsen og Andrés Eyjólfsson


                                               Kristján og Andrés

   Kristján Nielsen © myndir úr safni Sólplasts ehf.