Færslur: 2011 Júní

13.06.2011 10:06

Högaberg FD 110

Þetta skip hefur í gegn um tíðina átt ýmsar tengingar við Íslands, enda var það í eigu dótturfyrirtækis Samherja í Færeyjum og því flaggað til Íslands eftir þörfum og hér hér m.a. Háberg GK 299 og Högaberg EA o.fl.


               Högaberg FD 110 ex 2654, Háberg GK 299 og Högaberg Ea o.fl., hér í Fuglafjordur í Færeyjum © mynd Shipspotting, Gunnar Olsen, 20. mars 2008

13.06.2011 09:39

Newfound Pioneer / Svalbakur


          2220. Svalbakur EA, í St. John's © mynd Shipspotting, Dean Porter, 2000


       Newfound Pioneer ex Svalbakur, í Halifax © mynd Shipspotting, K. Watson, 1. okt. 2008


            Newfound Pioneer, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, 18. maí 2011


13.06.2011 00:31

Brettingur KE 50

Rétt fyrir miðnætti kom togarinn Brettingur KE 50 til Njarðvíkur. Hverra erinda veit ég ekki, því það fékkst ekki uppgefið og frekar að menn reyndu að forðast mann, en hitt. Togarinn fór á Flæmska í haust og var þar í um 50 daga eða til jóla og hafði þá nokkra klukkutíma viðdvöl í Njarðvík áður en hann fór til Siglufjarðar þar sem hann lá yfir hátíðarnar og síðan fór hann í leigu til Ramma hf. og eftir að þeirri leigu lauk hefur hann legið að mestu á Akureyri. Eins og sést á þessum myndum sem ég tók nú um miðnætti, þarfnast togarinn orðið málningar, því merkingin er a.m.k. kosti orðinn ansi óljós.
     1279. Brettingur KE 50, í Njarðvík rétt eftir miðnætti © myndir Emil Páll, 13. júní 2011

13.06.2011 00:00

Vinur GK 96

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók á fjórða tímanum á hvítasunnudag, er báturinn var að fara út til veiða. en þetta er önnur veiðiferðin, síðan endurbótum í kjölfar brunans hér fyrir meira ári síðan lauk. Sést báturinn bakka frá bryggju og sigla út Grófina í Keflavík.


     2477. Vinur GK 96, siglir út úr Grófinni í Keflavík © myndir Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 23:00

Jens Leon FD 830 ´frá Ósey H.fj.

Hér kemur bátur sem smíði var lokið hjá Ósey í Hafnarfirði en skrokkurinn fluttur inn frá Póllandi


                                Jens Leon FD 830 © mynd Sverri Egholm

12.06.2011 22:00

Ingvaldson F-6-BD ættaður frá Íslandi

Þar sem plastbátar eru ekki smíðaðir, heldur steyptir í mótum, segir maður að báturinn sé steyptur eða framleiddur  hjá Seiglu á Akureyri


             Ingvaldson F-6-BD, í Alesundi © mynd Shipspotting, Aage, 16. mars 2011

12.06.2011 21:00

Aron K 880, áður íslenskur

Þessi er einn af þeim síðustu sem hafa lifað af hinum svonefndu Bátalónsbátum. Eftir að hafa verið úreldur hérlendis, var gerð tilraun til að fá hann skráðan á ný, þó ekki sem fiskibátur, en þegar það fékkst ekki var hann seldur úr landi og siglt fyrir eigin vélarafli til nýrra heimkynna á Orkneyjum


            Aron K 880, ex 1217. Sóley, á Orkneyjum © mynd Trawlerphotos

Smíðanúmer 393 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði árið 1972.

Slitnaði upp og rak á land í Sandgerðishöfn 5. jan. 1984. Endurbyggður í Sandgerði 1984. Tekinn af skrá vegna úreldingar 1989, settur á flot á ný í júlí 1991, sem þjónustubátur, en fékkst ekki skráður að nýju. Seldur til Orkneyja og skráður þar sem þjónustubátur fyrir kafara.

Nöfn: Sóley KE 15, Aron og síðasta nafn, allavega til ársins 2009 og kannski lengur var/er Aron K 880.

12.06.2011 20:00

Haukafell SF 111

Margir hafa spáð í það af hverju þessi Hornafjarðarbátur er oftast í höfnum í Kópavogi og Hafnarfirði og nú í Grófinni í Keflavík. Ástæðan er sú að þó báturinn hafi alltaf verið skráður með SF, er eigandinn búsettur í Kópavogi.


           2784. Haukafell SF 111, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 19:00

Tveir bræður

Hér sjáum við tvo bræður, báða ættaða frá Kína og hétu báðir öðrum nöfnum í fyrstu, en eiga í dag sömu foreldra


    2454. Siggi Bjarna GK 5 og 2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 18:00

Hólmsteinn við bryggju á Garðskaga
    573. Hólmsteinn GK 20, við bryggju á Garðskaga © myndir Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 17:00

Clinton GK 46
    2051. Clinton GK 46, á siglingu innan hafnar í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 16:30

Fjórir bláir

Þessa fjóra bláu má sjá í Njarðvikurslipp í dag


    F.v. 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 245, 1964. Sæfari ÁR 170, 13. Happasæll KE 94 og Tony ex 46. Moby Dick © mynd Emil Páll, 12. júní 2011

12.06.2011 15:53

Brimrún


                   2738. Brimrún, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 2002


          2738. Brimrún, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 21. jan. 2008


           2738.  Brimrún, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 27. maí 2011

12.06.2011 14:00

Kleppsvík


                          984. Kleppsvík, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 2011

12.06.2011 13:28

Eiður ÓF 13


                        1611. Eiður ÓF 13 © mynd Hilmar Snorrason, 17. maí 2011