Færslur: 2011 Júní

07.06.2011 20:00

Er sjómannadagurinn ekki liðinn?

Þó sjómannadagurinn sé liðinn svo og Sjóarinn síkáti, er þetta skip enn með signal upp í Grindavíkurhöfn, eða var það a.m.k. í morgun er mynd þessi var tekin. Sjálfsagt verða þessi skrif til þess að einn er tengist skipinu, sendir mér tóninn á einhverri síðunni, eins og hann er vanur að gera, enda er hann alltaf hálf, .... ja, segi ekki meir, ef við rekumst hvor á annan. En það verður bara að hafa það.


       2740. Vörður EA 748, í Grindavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 19:00

Annað mastur og fleiri endurbætur í Grindavíkurhöfn

Fyrir allmörgum mánuðum var sagt frá því bæði hér á þessari síðu, svo og á annarri að til stæði að setja mastrið af Súlunni EA, sem fór í pottinn, á Mörtu Ágústsdóttur GK 14. Ekki voru allir sáttir við það og fengum við síðuritarar af báðum síðunum föst skot um dellu og annað í þá veru frá einum starfsmanni Njarðvíkurslipps sem kallar sig Gústa. Hann fullyrti að ekkert slíkt væri á döfinni, enda myndu þeir í slippnum vita það fyrstir.
Hinn síðuritarinn sem fékk frá honum skot benti honum á að þetta yrði ekki gert í slippnum heldur við bryggju  í Grindavík og það er nú orðin raunin, auk þess sem fleiri endurbætur muni fara þar fram og þá jafnvel samkvæmt hinni síðunni notast við fleira út Súlunni. Mun verkið verða unnið af Vélsmiðju Grindavíkur og sést á þessum myndum að búið er að fjarlægja frammastrið, þar sem báturinn liggur í Grindavíkurhöfn.


          967. Marta Ágústsdóttir GK 14, án framasturs, í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 18:00

Sævar KE 5 ex KE 15

Þessi bátur sem er aðallega gerður út sem þjónustubátur fyrir kræklingarækt, mun einnig fara á skötuselsveiðar nú í sumar. Þrátt fyrir númerabreytinguna, er hann áfram í eigu sömu aðila.
           1587. Sævar KE 5, í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 17:05

Staðarberg GK 94 ex Sörli ÍS 601

Eins og áður hefur verið sagt frá hér var þessi bátur keyptur fyrir allnokkru til Grindavíkur og stóð til að breyta honum uppi á Ásbrú, en ég held þó að það hafi verið unnið í Grindavík og nú er búið að setja á hann Grindavíkurnafn og númer.


      6811. Staðarberg GK 94 ex Sörli ÍS 601, í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 16:38

Allir á sjó

Það var kærkomið góða veðrið í dag og þar að auki í upphafi mánaðarins. Enda voru ekki margir bátar í höfn í Grindavík, eða Grófinni, eins og sést á þessum myndum.


                                    Smábátahöfnin í Grindavík í morgun


                        Fátítt að sjá Grindavíkurhöfn, nánast tóma


         Sama var það nánast í Grófinni, í Keflavík © myndir Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 15:00

Rússabærinn Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn er ansi rússnesk þessa daganna, því hvert veiðiskipið kemur á fætur öðru og er afurðum skipað yfir í önnur skip í höfninni. Sem dæmi þá komu þrjú veiðiskip í morgun og náði ég myndum úr mikilli fjarlægð af hverju þeirra fyrir sig er þau sigldi nánast hvort á eftir öðru þvert yfir flóann. Þetta voru skipin Oberiai, Novator og Ozherelye. Myndirnar eru teknar frá Vatnsnesi í Keflavík og því eru skipin agnarsmá að sjá, en svo er sannarlega ekki, heldur er fjarlægðin mikil.


                                                          Obertiai


                                                        Novator


                                     Ozherelye © myndir Emil Páll, 7. júní 2011

07.06.2011 14:12

Sindri


                       Sindri, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

07.06.2011 13:54

Kristín AK 30


               6196. Kristín AK 30, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

07.06.2011 10:55

Gauja Sæm


               6069. Gauja Sæm, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

07.06.2011 09:00

Erla AK 52


                    6041. Erla AK 52. á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson 

07.06.2011 08:00

Stapinn AK 101


             5964. Stapinn AK 101, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

07.06.2011 07:45

Gísli GK 133

                   5909. Gísli GK 133, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

07.06.2011 00:00

Faxamyndir úr Reykjavík


Sæbjörginn fékk góða fylgd út fyrir hafnargarðinn.

Gná þyrla gæslunar sýndi björgun úr sjó.Norska varðskipið Sortland var til sýnis. 

Lundey NS-14 við síld- og makrílveiðar austur af landinu 15. júní 2009.

Nótin dregin fyrir utan Stykkishólm í haust.

HB Granda togarar við Norðurgarð
                                   © myndir Faxagengið, júní 2011

06.06.2011 23:35

Sella GK 125


                 2402. Sella GK 125, í Grófinni © mynd Emil Páll, 3. júní 2011

06.06.2011 23:31

Fjörið á bryggjunni

Í framhaldi af myndasyrpum þeim sem Heiða Lára sendi mér um miðnætti sl og voru teknar í skemmtisiglingu á Grundarfirði, sendi mér núna  myndir sem teknar voru þegar siglingunni lauk á laugardaginn. Þá  tók við grill á bryggjunni og svo keppni milli áhafna og fyrirtækja. 4 lið kepptu og hér eru myndir frá því


    Keppandi fyrir lið Brasa á leið upp kaðalinn til að kyssa bjórkassann


      Ásgeir Ragnarsson í bjórteygjuhlaupi fyrir Ragnar og Ásgeir, vel kvattur áfram af dótturinn.


                                                    Gert klárt fyrir karatogið,


     Keppendur frá Hring og Ragnari og Ásgeiri tilbúnir í flotgöllunum, til að stökkva út í og synda yfir, þar sem þeir eru hífðir upp karið sett á flot og tveir toga sig yfir í því.


                                        Hringsmenn að koma sér í karið


                            Mönnum R og Á gekk eitthvað illa að hitta í karið


                                             Enduðu svo bara á sundi                                     Farsælsmenn að setja karið út


                                           Brasamenn á góðri siglingu.

Lið Brasa vann keppnina.

                                 © myndir og texti, Heiða Lára 4. júní 2011