Færslur: 2011 Júní

15.06.2011 07:00

Kristbjörg ÍS 177 - með og á móti sól

Hér koma tvær myndir af sama skipi og voru teknar í Sandgerði með nokkra mínútna millibili, en önnur er tekin á móti sól, en hinn undan sólinni. Svona til gamans gert
         239. Kristbjörg ÍS 177, í Sandgerði í gærkvöld © myndir Emil Páll, 14. júní 2011

15.06.2011 00:26

Arnarbergið kom úr Hrísey

Sæll vertu

Ég var að skoða heimasíðuna þina sá ég þá bát sem kemur úr minni heimabyggð sem er Hrísey en þennan bát átti Gunnar Jóhannesson sem lest nú nýverið og var verið að ganga frá sölu á bátnum í dag. Þennan bát átti á undan Gunnari  átti  Jón Guðjónsson en hann átti 100 tonna bát með sama nafni bara RE en hann var á Hornafirði  síðast þegar ég vissi og bar nafnið Erlingur SF man ekki nafnið á honum í dag.

Takk fyrir skemtilega síðu og vonandi koma þessar upplysingar þér að notum.

Kveðja úr Hrísey Heimir Áslaugsson

Sendi þakkir til baka fyrir þetta.


          5874. Arnarberg, samkvæmt bréfinu hér að ofan hefur hann verið fluttur hingað suður um leið og búið var að ganga frá sölunni, því það gerðist samdægurs © mynd Emil Páll, 14. júní 2011

15.06.2011 00:00

Haukur HF 63 og Guðfinnur II GK 37

Myndasyrpa sú sem nú birtist var tekin frá hafnargarðinum í Keflavík af bátunum Hauki HF 63 og Guðfinni II GK 37, en sá fyrrnefndi dró hinn síðarnefnda vélarvana til hafnar. Hafði vélin í Guðfinni II stoppað og fór ekki aftur í gang er hann var staddur nokkuð fyrir utan Garðskaga. Tók Haukur HF Guðfinn II því í tog til Keflavíkur og voru þeir tvo tíma á leiðinni.
Þegar myndatakan hófst voru bátarnir staddir rétt utan við hafnargarðinn í Keflavík og sést þegar verið er að taka Guðfinn II utan á Hauk og þegar þeir koma saman til hafnar.
 

     6399. Haukur HF 63, sá sem er nær bryggjunni og 6504. Guðfinnur II GK 37, sem er sá bilaði © myndir Emil Páll, 14. júní 2011

14.06.2011 23:00

Mummi GK 120

Hér koma fleiri myndir frá Jóa Brands. Þessar eru teknar af Mummi GK 120 í Seyðisfjarðardýpi á síldarárunum. Skipstjóri Jói Brands, stýrimaður Jens Sigurðsson og vélstjóri Siggi Þórðar. Þarna er verið að gera klárt til að fara til Seyðisfjarðar. Þetta var góður dagur hjá þeim köllum.


     685. Mummi GK 120, í Seyðisfjarðardjúpi  © myndir úr safni Jóhanns Guðbrandssonar

Smíðanúmer 5 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 1. apríl 1946.

Var upphaflega smíðaður fyrir Björn Ólafsson frá Mýrarhúsum, en hann seldi bátinn Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum, meðan báturinn var enn í smíðum.

Báturinn bar aðeins tvö nöfn þe, Mummi GK 120 og Mummi ÍS 366 og bar síðarnefnda nafnið aðeins á hálft annað ár, en hann fórst í róðri út af Barða, Vestfjörðum 10. október 1964 ásamt 4 mönnum.

14.06.2011 22:00

Njáll RE 275

Hér sjáum við Njál RE koma inn til Sandgerðis á áttunda tímanum í kvöld.
         1575. Njáll RE 275, að koma inn til Sandgerðis © myndir Emil Páll, 14. júní 2011

14.06.2011 21:00

Þrjár gamlar úr Sandgerði

Hér koma þrjár gamlar myndir frá Sandgerði, sem eru úr safni Jóhanns Guðbrandssonar (Jóa Branz) fyrrum skipstjóra og útgerðarmanns, en sonur hans Sigurður lánaði mér þær.


     Mummi II GK með fullfermi, en skipstjóri þarna var Jóhann Guðbrandsson og sá sem er að vippa sér þarna í land er Gestur Hallbjörnsson


                589. Hrönn GK 240, á siglingu framan við bryggjuna í Sandgerði


                 Tveir óþekktir í Sandgerði annað hvort árið 1950, eða 1952
                                
                                   © myndir úr safni Jóhanns Guðbrandssonar

14.06.2011 20:00

Lilja
              Lilja, í Grófinni, Keflavík nú seinnipartinn © mynd Emil Páll, 14. júní

14.06.2011 19:00

Arnarberg


 

        5874. Arnarberg, í Grófinni, Keflavík nú undir kvöld. Ekki veit ég hvaðan þessi var að koma © myndir Emil Páll, 14. júní 2011

14.06.2011 18:00

Gunnuhver

Á Reykjanesi eru margir staðir sem draga að ferðamenn, en út undir Reykjanesvita er þetta hitasvæði sem heitir Gunnuhver og er mjög eftirsóttur staður.
                   Frá Gunnuhver á Reykjanesi © myndir Emil Páll, 16. maí 2011

14.06.2011 17:30

Hvað eru þessir að gera?

Hvað skyldu þessir bátar vera að aðhafast rétt út af hafnargarðinum í Keflavík í dag. Allt um það ásamt fleiri myndum á miðnætti.


     Hvað eru þessir að gera? Nánar um það á miðnætti © mynd Emil Páll, 14. maí 2011

14.06.2011 16:30

Hafnir

Á leiðinni út á Reykjanes óku menn lengi vel í gegn um lítið sjálfstætt sveitarfélag sem hét Hafnir og síðan varð það hluti af Reykjanesbæ. Þarna var lengi vel nokkur sjávarútvegur og fyrr á árum oft myndarleg útgerð. Í dag er að vísu ennþá bryggja þarna og þaðan róa einhverjar trillur bæði heimamanna og annarra, en stundum aðeins ein eða tvær.


                                     Frá Höfnum © mynd Emil Páll, 21. maí 2011

14.06.2011 12:00

Breki ex KE 61, á leið í pottinn

Samkvæmt frétt á annarri skipasíðu, hefur togarinn Breki, nú verið seldur og stefna hinir nýju eigendur á að fara með hann í pottinn.  Togarinn hefur legið í höfn í Noregi síðan á haustdögum 2009 og er að vísu kominn með rússneskt númer, en þar við setur og ekkert hefur gerst fyrr en nú.


                                        1459. Breki KE 61, í höfn í Njarðvík


                        1459. Breki KE 61, í höfn í Keflavík  © myndir Emil Páll

14.06.2011 11:00

Gullborgin og Binni í Gröf

Af vef Faxaflóahafna:

Gullborgin og Binni í Gröf
p6040016 
Gullborgin

Gullborg RE 38 /VE 38

Gullborgin er eikarskip, smíðuð árið 1946 í Nyborg Skibsværft, Danmörku,  og er um 94 tonn að stærð. Hún var endurbyggð í Bátalóni, Hafnarfirði, 1967 og fékk þá m.a. nýtt stýrishús. Nú er komið á það þriðja stýrishúsið. Gullborgin var lengst af með skráningarnúmerið RE 38.

Aflakóngurinn Binni í Gröf og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborgina árið 1955. Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.

Binni í Gröf

Benóný Friðriksson (1904 - 1972), betur þekktur sem Binni í Gröf, var landsfrægur aflamaður. Hann fæddist í Vestmannaeyjum og var kenndur við húsið sem hann ólst upp í.

Binni hóf að sækja sjóinn aðeins 12 ára gamall. Hann var með afbrigðum góður sjó- og aflamaður, einhver mesti sem við Vestmannaeyjar hefur fiskað. Binni réri fyrstu vertíðar sínar með vélbátnum m/b Nansen. Á árunum 1926-54 var hann skipstjóri á ýmsum bátum. Eftir það keypti hann skipið m/b Gullborg og varð landsþekktur fyrir formennsku sína á henni.

Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1954 og hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir. hann fékk titilinn oft til viðbótar síðar á ævinni. Hann hafði ávallt duglega skipshöfn enda margir sem sóttust eftir plássi hjá honum.

14.06.2011 10:00

Tálknafjörður

Verkefnin sem Köfunarþjónusta Sigurðar tekur að sér eru margbreytileg, eins og sjá má á heimasíðu hans, en tengill á hana er hér til hliðar á þessari síðu. Eitt þeirra verkefna sem þeir þar á bæ unnu að nýlega var að koma upp laxeldiskví á Tálknafirði og hér eru myndir sem Siggi kafari tók á síma sinn og eru frá því verkefni. Báturinn á myndinni er 1252. Tálkni BA 64.


                 Nótin gerð klár fyrir laxeldið á Tálknafirði
              Undirbúið að koma nýrri nót fyrir hringinn
     1252. Tálkni BA 64 og nótin færist eftir hringnum  © símamyndir Siggi kafari í júní 2011 

14.06.2011 09:00

Justicia


              Justicia, í Costa Riga © mynd Shipspotting, Captain Ted, 10. sept. 2010