Færslur: 2011 Febrúar
16.02.2011 12:19
Donna SU 55

1175. Donna SU 55, í höfn í Reykjavík, 2002. Báturinn sem er fyrir innan Donnu, er 462. Brokey BA, sem kom fyrir í færslunni hér fyrir framan

1175. Donna, á Akureyri © myndir Hilmar Snorrason
Smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1971 og er ennþá til og hefur verið nú síðustu mánuði uppi í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði.
Nöfn: Hafsúlan RE 77, Hafsúla SH 7, Donna HU 4, Donna SH 4, aftur Donna HU 4, Donna ST 4, Donna ÍS 62, Sigurbjörg ST 55, Donna ST 5, Donna SU 55 og núverandi nafn: Erna HF 25
16.02.2011 10:13
Eyjanes GK 131

462. Eyjanes GK 131, í höfn í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason
Smíðaður í Frederikssundi, Danmörku 1955, lengdur 1961. Endurbyggur og breytt hjá Bátalóni, Hafnarfirði 1970.
Skráður sem skemmtibátur 2006, en allt það ár var báurinn í Reykjavíkurhöfn og að meiri hluta i Daníelssslipp. sökk í Reykjavíkurhöfn i desember 2007, náð aftur upp í feb. 2008 og rifinn haustið 2008 í Gufunesi.
Nöfn: Glófaxi NK 54, Eskey SF 54, Geir ÞH 150, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg BA 31, Eyjanes GK 131 og Brokey BA 336.
16.02.2011 09:34
Steini GK 34

6905. Steini GK 34, í Grófinni © mynd Emil Páll, 15. feb. 2011
16.02.2011 07:20
Einn nafnlaus

Ekki tókst mér að fatta hvaða bátur þetta væri, gat ekki lesið nafn hans, skipaskrárnúmer eða skráninganúmer, þó lesa megi tölustafinn 4 og trúlega 0, annað ekki © mynd Emil Páll, í Grófinni 15. feb. 2011
16.02.2011 07:09
Góðar loðnufréttir
Góð loðnuveiði út af Garðskaga
Góður loðnuafli fékkst út af Garðskaga í gær, en þar voru þrjú vinnsluskip í gærkvöldi. Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni EA, sagði að mönnum væri eðlilega létt að ekki hefði komið til verkfalls, þó svo að það skipti minna máli fyrir vinnsluskipin heldur en þau sem lönduðu aflanum í bræðslu.
"Það vill enginn verkfall, það er svo einfalt, en hins vegar á maður ósköp auðvelt með að skilja að fólk í landi sé ekki sátt við sinn hlut," sagði Guðjón.
Hann sagði loðnuna stóra og fallega fremst í göngunni og mikið virtist vera af henni. "Það er loðna með allri suðurströndinni og austur fyrir land. Það hefur ekki sést svona mikið af loðnu í tíu ár og ef ekki verður leyft að veiða 500 þúsund tonn á þessari vertíð verður það aldrei leyft," sagði Guðjón
16.02.2011 00:00
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255











1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, að koma inn til Grindavíkur sl. mánudag © myndir Oddgeir Guðnason, 14. feb. 2011
15.02.2011 23:00
Dísa GK 136

2110. Dísa GK 136, í Grófinni © mynd Emil Páll, 15. feb. 2011
15.02.2011 22:00
Óskar KE 161

6569. Óskar KE 161, í Grófinni © mynd Emil Páll, 15. feb. 2011
15.02.2011 21:00
Tómas Þorvaldsson GK 10 að koma inn til Grindavíkur



1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, að koma inn til Grindavíkur í gær © myndir Oddgeir Guðnason, 14. feb. 2011
15.02.2011 20:00
Víkingur KE 10

2426. Víkingur KE 10, siglir fram hjá Skessuhellir í dag


2426. Víkingur KE 10, í Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011
15.02.2011 19:00
Arney HU 36


2177. Arney HU 36, kemur inn í Grófina í dag © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011
15.02.2011 18:05
Guðmundur VE 29 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2600. Guðmundur VE 29, framan við Gerðar í Garði

2600. Guðmundur VE 29, bíður eftir að komast inn í Helguvík

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 (t.h.) kominn út úr Helguvík og 2600. Guðmundur VE 29, siglir í átt að Helguvík © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011
15.02.2011 17:39
Guðmundur VE 29 í Helguvík


2600. Guðmundur VE 29, í Helguvík núna rétt áðan © myndir Emil Páll, 15. feb. 2011. Ekki var stoppið þó langt, því hann var farinn út eftir nokkrar mínútur og tók stefnuna eins og Vilhelm Þorsteinsson vestur af Garðskaga.
15.02.2011 11:45
Merkie í pottinn
Hér birti ég myndir af báðum skipum.

Merkie, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2010

Eurosund © mynd af MarineTraffic

