Færslur: 2011 Febrúar

08.02.2011 22:00

Valur ÍS 20


                        1440. Valur ÍS 20, á Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002

Smíðanúmer 34 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1975, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar

Nöfn: Sólfaxi SU 12, Sólfaxi EA 75, Siggi Sveins ÍS 29, Halldór Sigurðsson ÍS 14 og núverandi nafn: Valur ÍS 20

08.02.2011 21:00

Valur ÍS 18


            1324. Valur ÍS 18, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason 11. mars 2007

Smíðanúmer 7 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1973. Yfirbyggður 1991.

Nöfn: Ottó Wathne NS 90, Bjarni Gíslason SF 90, Bjarni Gíslason VE 30, Valur ÍS 18 og núverandi nafn: Hrafnreyður KÓ 100

08.02.2011 20:00

Oddgeir EA 600


                              1039. Oddgeir EA 600, í Slippnum í Reykjavík, 2004


                     1039. Oddgeir EA 600, í Reykjavíkurhöfn, í ágúst 2005
                             © myndir Shipspotting, Hilmar Snorrason

08.02.2011 19:00

Máni GK 36


    671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, í maí 2006. Saga hans hefur oft verið birt hér bæði í máli og myndum og því sleppi ég því nú

08.02.2011 18:00

Þorlákur ÍS 15


           2446. Þorlákur ÍS 15. í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2002. Þessi er enn til undir þessu sama nafni, sem er það eina sem hann hefur borið.

08.02.2011 17:00

Kristbjörg VE 70


    44. Kristbjörg VE 70, í Njarðvikurhöfn © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2006

Saga þessa báts hefur svo marg oft verið sögð hér á síðunni, að ég sleppi því nú, en birti þó nafna lista hans. Hann var brotinn niður í Njarðvíkurslipp 2006.

Nöfn: Engey RE 11, Draupnir RE 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, Brimnes EA 14, Hafnarvík ÁR 113 og Kristbjörg VE 70

08.02.2011 16:00

Kristinn Lárusson GK 500


    72. Kristinn Lárusson GK 500, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2004 


       72. Kristinn Lárusson GK 500, í höfn í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Friða (Gunni) 25. apríl 2007

Smíðanúmer 72 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 í Vestnes í Noregi, auk þess sem skipt var um brú á bátnum.

Seldur til Noregs í lok október 2007, en fór þó ekki heldur lá við bryggju í Hafnarfiðri fram til 23. júní 2008 að hann fór til Danmerkur í brotajárn.

Nöfn: Grótta RE 28, Grótta AK 101, Heiðrún EA 28, Guðrún Hlin BA 122, Hrafnseyri ÍS 10, Hrafnseyri GK 411 og Kristinn Lárusson GK 500.

08.02.2011 15:06

Hinni ÞH 70


       1547. Hinni ÞH 70, á Akureyri © mynd shipspotting.Frida(Gunni) 28. apríl 2007

08.02.2011 14:00

Loðnumiðin: Aðalsteinn Jónsson, Vilhelm Þorsteinsson og Fagraberg

Svafar Gestsson sendi mér skemmtilegan mynda og textapakka eins og við mátti búast af honum. Um er að ræða nokkrar myndir frá því í gær og fyrradag af loðnumiðunum. Veiðar hafa bara gengið vel og kvótinn að klárast hjá þeim, en þeir eiga  eftir um 2000 tonn. Fengu þeir um 900 tonn við Ingólfshöfðann í gær sem og eru að landa núna. Gáfu þeir á Jónu Eðvalds, frændum vorum á Fagraberginu restina af síðasta kastinu í gær.


                                        2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11


                 2410. Vilhelm Þorsteinsson og 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11


                                         Fagraberg FD 1210


                                            Barkinn gerður klár


                                                 Fagraberg FD 1210


  Högni Hansen skipari á Fagraberginu © myndir Svafar Gestsson, 6. og 7. feb. 2011

08.02.2011 12:00

Straumur RE 79


    185. Straumur RE 79, í Reykjavík © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 28. júní 2007

Smíðanúmer 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B, Marstrand, Svíþjóð 1963.

Eldsvoði í bátnum lét hann illa tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var hann staddur 8 sm. út af Stafnesi og dreginn logandi til Hafnar í Njarðvik 29. mars 1974 og í framhaldi af því Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur á árunum 1974 til 1977. Þá kom síðar aftur upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði þann 20. feb. 2005 og í framhald af því var hann dreginn út í pottinn sama ár. Sú ferð gekk ekki áfallalaust, því hann slitnaði aftan úr dráttarbátnum og rak mannlaus út af Færeyjum þar sem Færeyskt varðskip náði honum og kom með til Færeyja 10. okt. 2005. Í maí 2006. komst hann svo loksins í pottinn í Esbjerg í Danmörku.

Eftir endurbygginguna í Keflavík, var hann yfir byggður 1987, og lengdur, skutur sleginn út og ný brú sett á hann í Þýskalandi 1996.

Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6

08.02.2011 11:00

Þorsteinn GK 16 / Kristbjörg VE 82


              1159. Þorsteinn GK 16 © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 1998


    1159. Kristbjörg VE 82, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 2000

Smíðanúmer 44 hjá M. Bernhardssyni hf., Ísafirði 1971, eftir teikningu Hjámars R. Bárðarsonar. Lengdur 1972 og yfirbyggður 1982.

Fór í pottinn fræga 30. júlí 2008.

Nöfn: Torfi Halldórsson ÍS 19, Tjaldur SI 175, Tjaldur SH 270, Svanur SH 111, Þorsteinn GK 16, Kristbjörg VE 82, Kristbjörg ÁR 82, Kristbjörg HU 82, Kristbjörg SK 82 og Kristbjörg HF 82

08.02.2011 10:00

Röst SH 134


       1317. Röst SH 134, í Stykkishólmi © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 2002

Smíðanúmer 7 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Báturinn sökk undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi 19. mars 2003, á leið til nýrrar heimahafnar í Reykjavík.

Nöfn: Engilráð ÍS 60, Grímsey ST 2, Grímsey II ST 102 og Röst SH 134.

08.02.2011 09:02

Stína frá Keldu ÞH 7


                      7537. Stína frá Keldu ÞH 7 © mynd Óðinn Magnason

08.02.2011 08:00

Fáskrúðsfjörður í denn

Hér koma tvær gamlar úr myndasafni Óðins Magnasonar og eru frá Fáskúðsfirði.


                             Guðmundur Krisinn, Sólborg, Þorri og Sæbjörg


                      Sólborg, Þorri og Sæbjörg © myndir Óðinn Magnason

08.02.2011 07:32

Elding


            1047. Elding, í höfn í Hafnarfirði, í gær © mynd Emil Páll, 7. feb. 2011