Færslur: 2011 Febrúar

20.02.2011 17:00

Þytur, Grænlandi, áður Ísafirði og Keflavík

Gylfi Scheving Ásbjörnsson sendi mér mynd af gamla lóðsbátnum frá Ísafirði/bBolungarvík.  Þessi bátur er nú á Grænlandi í eigu Sigurðar Péturssonar ísmanns.


     Þytur, nú á Grænlandi, áður lóðsbáturinn 1191. Þytur á Ísafirði © mynd Gylfi Scheving Ásbjörnsson

Smíðanúmer 19, hjá Stálvík hf., þá við Arnarvog í Garðahreppi, árið 1971 eftir teikningu Bolla Magnússonar. Fiskiskip til 1975, en þá gerður að lóðs- og tollbáti fyrir Ísfirðinga. Seldur út landi til Grænlands í árslok 2005.

Nöfn: Þytur KE 44 og áfram Þytur, líka í Grænlandi.

20.02.2011 16:00

Júpiter FD 42


    Júpiter FD 42, á loðnumiðunum út af Garðskaga © mynd Faxagengið 19. feb. 2011

20.02.2011 15:00

Bára ÁR 21


              1053. Bára ÁR 21. í Reykjavík  © mynd Hilmar Snorrason, 16. júní 2008

Nýsmíði nr. 3 hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi 1967.  Skráningu breytt úr fiskiskipi í skemmtibát 2006 og áttu breytingarnar að fara fram á Akranesi 2008, en eins og nú kemur fram varð ekkert úr því. Ástæðan var sú að báturinn sökk við Skipavíkurbryggjuna í Stykkishólmi 1. des. 2008 og var honum náð upp sólarhringi síðar og dreginn til Reykjavíkur í síðustu viku aprílmánuðar 2008. Þann 9. okt. 2008 dró Þjótur bátinn að Karfabakka og þar var hann settur upp á fang og farið með hann burt, en þó ekki langt því síðast þegar ég vissi stóð hann enn á vagninum neðan við Kleppsspítala.

Nöfn: Kristjón Jónsson SH 77, Kristbjörg ÞH 44, Kristbjörg II SH 244, Skálaberg ÞH 244, Jónína ÍS 93, Ver NS 400, Bára SH 27, Bára II SH 227, Bára ÍS 364, Bára RE 31, Fanney RE 31, Bára ÁR 21 og aftur Fanney RE 31

20.02.2011 14:00

Finnur Fridi FD 86


      Finnur Fridi FD 86, á loðnumiðunum út af Garðskaga © mynd Faxagengið, 17. feb. 2011
  

20.02.2011 13:00

Elding

Hvalaskoðunarbátarnir hafa mikið verið í Faxaflóa að undanförnu enda mikið æti fyrir hvalinn þar og nú eftir að loðnan fór að veiðast út af Garðskaga, færði Elding sig yfir í Sandgerði og hefur farið þaðan í skoðanaferðir bæði með heimamenn í Sandgerði svo og ferðamenn.


     1047. Elding, utan á 239. Kristbjörgu ÍS 177, í Sandgerði í morgun © myndir Emil Páll, 20. feb. 2011

20.02.2011 12:00

Bára ÍS 66


                              1148. Bára ÍS 66, á Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002

Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1971. Sökk í höfninni á Súðavík 8. mars 2002 og bjargaði Slökkvilið Ísafjarðar bátnum upp samdægurs og var hann dreginn til viðgerðar á Ísafirði.

Nöfn: Bára RE 26, Hringur SH 35, Hringur HU 42, Bára ÍS 66, Sigursæll AK 18, Valaberg VE 6 og núverandi nafn er: Veiga ÍS 19

20.02.2011 11:00

Hákon EA 148


     2407. Hákon EA 148, á loðnumiðunum út af Garðskaga © mynd Faxagengið, 19. feb. 2011

20.02.2011 10:30

Kristbjörg ÍS 177

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, eru nýir aðilar að taka við rekstri frystihússina á Flateyri og leggja þeir til fjóra báta. Sá stærsti þeirra hefur þegar verið skráður á Flateyri og hér sjáum við myndir af honum sem ég tók í Sandgerði í morgun, en því miður var bátur utan á honum og því myndirnar ekki eins góðar og ella og eins var morgunsólin að þvælast fyrir.


    239. Kristbjörg ÍS 177 ex ÁR 177 ex HF 177, nú frá Flateyri © myndir Emil Páll, í Sandgerði í morgun, 20. feb. 2011


20.02.2011 09:17

Grindvíkingur GK 606


                   1512. Grindvíkingur GK 606 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Sennilega eru fáir bátar ef þá nokkur sem á sér þá sögu að eftir að hafa siglt fyrir eigin vélarafli og dregið mér sér annað í brotajárn, hætti brotajárnsfyrirtækið við að setja hann í pottinn og seldur hann þess í stað og er því til ennþá a.m.k. hef ég ekki aðrar upplýsingar.

Nöfn:  Grindvíkingur GK 606, Skarfur GK 666, Skarfur og North Sea Star.

Seldur í brotjárns til Danmerkur í mai 2004 og árið 2005 var hann seldur sænsku fyrirtæki sem skráði hann með heimahöfn í Panama.

20.02.2011 00:00

Hoffell SU 80 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Myndir  og myndatexti af síðu Faxa RE 9

Faxagengið.

Hér kemur smá syrpa af "Gráagullinu" myndir teknar  í Faxaflóanum
.

Hoffellið komið með pokan á síðuna. 

Lítur út fyrir að það sé gott í hjá Hoffellsmönnum.

500 tonn +/- ???? Hvað segja framsóknar mennirnir á Fáskrúðsfirði um það.


 
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 á miðunum
Nótin dreginn.
Það leit út fyrir að það væri gott í hjá þeim á Vilhelm © myndir Faxagengið 17. feb. 2011. Á síðunni faxire9.123.is  má sjá nánari upplýsingar um myndirnar

19.02.2011 23:00

Gandí VE 171


          2371. Gandí VE 171, síðar seldur til Færeyja þar sem hann fékk nafnið Stapin FD 32 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 22:00

Antares VE 18


  2277. Antares VE 18 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 21:00

Bjarni Ólafsson AK 70


              1504. Bjarni Ólafsson AK 70 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 20:00

Júlíus Havsteen ÞH 1


                1462. Júlíus Havsteen ÞH 1 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðaður á Akureyri 1976. Fékk síðar nafnið Þórunn Havsteen ÞH 40 og selt úr landi 1999.

19.02.2011 19:20

Harpa VE 25
                        1413. Harpa VE 25 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Nöfn: Árni Sigurður AK 370, Sigurfari AK 95, Höfrungur AK 91, Arnþór EA 116, Arnþór EA 16 og Harpa VE 35. Endaði í pottinum fræga í Danmörku í júní 2005