Færslur: 2011 Febrúar

26.02.2011 18:00

Vörður EA 748 í Keflavík


                2740. Vörður EA 748, í Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011

26.02.2011 17:00

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Fagraberg FD 1210 í Helguvík
      2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Fagraberg FD 1210, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 26. feb. 2011

26.02.2011 16:00

Hákon og Færeyski Júpiter


  2407. Hákon EA 148 og Júpiter FD 42, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011

26.02.2011 15:15

Reistarnúpur


       Nú þegar stýrishúsið á 586. Stormi SH 333, veðrast kemur í ljós nafnið Reistarnúpur og heimahöfn Húsavík. Að visu var Reistarnúpur ÞH 273, aldrei með heimahöfn á Húsavík, heldur Raufarhöfn, aftur á móti var báturinn með heimahöfn á Húsavík undir nöfnunum Björg Jónsdóttir ÞH 321 og Aron ÞH 105 og kannsk má segja að hann sé með heimahöfn í dag á Húsavík, ef áformin ganga eftir um að gera hann að hvalaskoðunarbát þaðan © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011

26.02.2011 14:13

Líf og fjör í Vestmannaeyjahöfn í gær

eyjafrettir.is í gær:

Líf og fjör við höfnina

- fimm fraktskip, uppsjávarskipin koma með fullfermi og togararnir landa

Líf og fjör við höfnina
Líf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfninaLíf og fjör við höfnina
Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör neðan við Strandveginn í dag.  Vestmannaeyjahöfn hreinlega iðaði af lífi enda voru hvorki fleiri né færri en fimm fraktskip í höfninni í dag.  Arnarfell, gámaskip Samskips var í sinni vikulegri viðkomu í Eyjum en auk þess voru tvö flutningaskip við fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar, eitt við frystigeymslu sama fyrirtækis og eitt olíuflutningaskip lá við Nausthamarsbryggju.

Færeyska flutningaskipið Axel var við frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar en maltnesku mjölskipin
Wilson Goole og systurskip hennar, Wilson Leer voru við Vinnslustöðina.  Við Nausthamarsbryggju var svo maltneska olíuflutningaskipið Besiktas Halland.
 
Fyrir utan þessi stóru skip, voru uppsjávarskipin að landa í Vestmannaeyjum.  Sighvatur Bjarnason VE var við löndun hjá Vinnslustöðinni og Ísleifur VE kom drekkhlaðinn til lands síðdegis.  Þá var Þorsteinn ÞH undir hjá Ísfélagsinu.  Þá fylgir vikulokum að togarar Eyjaflotans koma inn til löndunar og meðan blaðamaður var að mynda við höfnina, læddi Vestmannaey VE sér inn til löndunar.  Semsagt, líf og fjör við höfnina.

26.02.2011 13:03

Aðeins lengri, en mikið breiðari

Þessi skip hef ég fjallað svo oft um að ég ákvað að taka annan vínkil í þetta skiptið. Sá aftari er aðeins einum metri lengri, en mikið breiðari og auðvitað mikið stærra skip.
        13. Happasæll KE 94 og 2740. Vörður EA 748, í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll 26. feb. 2011. 
   Málin á þessum eru: Happasæll 27,75 x 24,96 x 6.00 en á Verði 28.94 x 25,96 x  10,39

26.02.2011 12:30

Stella NK 61 og Þyrill


   Stella NK 61 og 230. Þyrill fyrir aftan © myndir úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

Saga þeirra tveggja er svohljóðandi:

Stella: Smíðuð í Friðrikssund, Danmörku 1910. Umbyggð og lengd á Akureyri 1914. Bönd og styrrut styrktar og sett í bátinn nýr skans 1920 og meiri endurbætur 1927. Endurbyggður og lengdur í Neskaupstað 1934. Sökk 15 sm. N af Eldey 28. ágúst 1962.

Nöfn: Stella SU 3, Stella EA 373, Stella NK 61 og Stella GK 350

Þyrill: Smíðaður í USA 1943. Olíuflutningaskip og síðan síldarflutningsskip. Selt til Belgíu til niðurrifs 9. feb. 1971.

Nöfn: Þyrill og Dagstjarnan.

26.02.2011 11:45

Síldarlöndun á Siglufirði


           Síldarlöndun á Siglufirði © mynd úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssyni

26.02.2011 09:40

Eldborg MB 3
        Eldborg MB 3 og með nótabát í dafíu á þeirri neðri og því augljóslega á síldveiðum © myndir úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

Smíðuð í Noregi 1932 og bar aðeins þetta eina nafn hérlendis og var að lokum selt til Noregs 20. des. 1956.

26.02.2011 00:00

Víkingur AK 100

Hér kemur smá syrpa af öðrum þeirra öldunga sem ég hef alltaf gaman að sjá myndir af. Þarna er ég að tala um systurskipin Sigurð VE og Víking AK og hér er það sá síðarnefndi sem ég birti myndir af og koma þær úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar
         220. Víkingur AK 100, í rauða litnum, en skipið hefur borið bláan, grænan og rauðan lit, allt eftir því hverjir áttu hann í það og það skiptið © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 23:01

Guðbjörg EA 310 eða þýsk?


           2212. Guðbjörg EA 310 ex ÍS 46, eða komin með þýska skráningu, um það er ég ekki viss? © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 22:49

Varðskip og Kútter Sigurfari

Í framhaldi af birtingu á mynd af Kútter Sigurfara í dag sendi Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað mér þessar tvær myndir af bátnum, en varðskip kom með bátinn til Neskaupstaðar á leið sinni til Akranes. Ekki var vitað af hverju skipin komu fyrst til Neskaupstaðar ( nú er það komið í ljós, eins og sést fyrir neðan myndirnar ) en þessar myndir tók Bjarni þegar varðskipið var að fara frá Neskaupstað til Akraness og er önnur myndin tekin í gegnum kíkir.


                       Varðskip og Kútter Sigurfari á Norðfirði 1976


                        Kútter Sigurfari © myndir Bjarni G., 1976

Gísli Garðarsson, skipstjóri og útgerðarmaður Fylkis KE ex NK hafði samband við mig vegna þess hvers vegna Sigurfarinn var á Neskaupstað. Sagði hann að 252. Eskfirðingur SU 9 hefði komið með kútterinn til Neskaupstaðar frá Færeyjum. Þar hefði hann beðið í þó nokkra daga og síðan hefði varðskip sótt hann þangað og dregið til Akraness.
                      - Þakka ég Gísla kærlega fyrir þessar upplýsingar -

25.02.2011 22:00

Hágangur II


          Hágangur II © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 21:00

Ingunn AK 150, ný komin til Akraness


           2388. Ingunn AK 150, nýkominn til Akraness © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 20:00

Hákon ÞH 250


           1807. Hákon ÞH 250, nú Erika GR 18-119 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson