Færslur: 2011 Febrúar

22.02.2011 23:14

Furðulegur bátur

Þessi bátur var að mig minnir smiðaður fyrir Grímseyinga, en sögu hans veit ég ekkert um, nema hvað hann er ekki lengur á skipaskrá.


                9054. En hvaða bátur er þetta? © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
   Vegna Stubbs sem ég birti myndir af í kvöld, hefur komið ábending um að hugsanlega sé þetta sami gáturinn?

22.02.2011 23:00

Reykjavík í dag

Sigurður Bergþórsson, sendi mér í kvöld þessar tvær myndir sem hann tók í dag í Reykjavíkurhöfn.
          Frá Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Sigurður Bergþórsson, 22. feb. 2011

22.02.2011 22:45

Leiðrétting

Vegna skrifa hér á síðunni fyrir langa löngu, allavega fyrir mörgum mánuðum um að Viking ex Ólafur Jónsson sé gerður út af Íslengingum, segir Birgir Kristinsson það ekki vera rétt, þar sem hann sé alfarið í eigu rússa og þeir gera hann út en þeir eru að framleiða fyrir íslendinga flök og við séum einnig umboðsmenn fyrir þetta skip er það er í Hafnarfirði.

Ég er búinn að vera viðloðinn þetta skip frá því að hann var seldur úr landi og var einnig á honum er hann var undir íslensku flaggi þess vegna veit ég allar staðreyndir um málið og þegar ég er að skrifa þetta þá er ég um borð í Viking í Barentshafinu

Með Kveðju/Best Regads
Birgir Kristinsson
Mobile tel: +354 898-7773
email: birgir.k@gmail.com

22.02.2011 22:00

Hópsnes GK 77
           2673. Hópsnes GK 77, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 22. feb. 2011

22.02.2011 21:00

Þórður Jónasson EA 350


                      264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðaður í Stord, Noregi 1964, lengdur og hækkaður 1973. Yfirbyggður 1978. Lengdur aftur 1986. Sleginn út að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu- og togskip hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 2003.

Nöfn: Þórður Jónasson RE 350, Þórður Jónasson EA 350 og núverandi nafn: Gullhólmi SH 201

22.02.2011 20:33

Erika GR 18-119 í Helguvík

Núna um kl. 20 í kvöld kom Erika með loðnu til Helguvíkur og tók ég þá þessar myndir.


      Erika GR 18-119, ex 1807. Birtingur NK 119, ex Áskell EA 48 ex Hákon ÞH 250, í Helguvík um kl. 20 í kvöld © myndir Emil Páll, 22. feb. 2011

22.02.2011 20:00

Vatneyrin BA 212
         78. Vatneyrin BA 212, en skráður BA 238 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Þessi bátur komst á spjöld sögunnar í janúar 1999, er hann var gerður út kvótalaus til þess eins að fá á sig dóm.

Upphaflega var þetta fiskiskip, síðan hafrannsóknarskip og aftur fiskiskip, smíðað í Stralsund, Austur-Þýskalandi 1959 og einn af hinum 12 svonefndu TAPPATOGURUM. Yfirbyggður 1979 og endurbyggður hjá Marsellíusi á Ísafirði 1986.

Seldur úr landi til Smedegaarden í Esbjerg í Danmörku til niðurrifs í júní 2008 og aftur í lok 2008, en fór þó aldrei. Í dag er hann sá eini af þessum skipum sem enn er til hérlendis.

Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari  GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn: Ísborg ÍS 250.

22.02.2011 19:00

Stubbur
                Stubbur, á Akureyri © myndir Bjarni G, 20. feb. 2011 . En er þetta 9054? Margt bendir til þess samkvæmt umræðu um bátinn á Facebookinu.

22.02.2011 18:00

Bára


                              Bára, á Akureyri © mynd Bjarni G., 20. feb. 2011

22.02.2011 16:53

Hafbjörg


                      5399. Hafbjörg, á Akureyri © mynd Bjarni G., 20. feb. 2011

22.02.2011 15:44

Axel


       Flutningaskipið Axel, á Akureyri © mynd Bjarni G. 20. feb. 2011. Eins og sumir vita er útgerð skipsins staðsett á Akureyri

22.02.2011 15:10

Slippurinn á Akureyri


    Frá Akureyri, slippurinn fyrir miðri mynd og til hægri © mynd Bjarni G., 20. feb. 2011

22.02.2011 13:23

Hafberg GK 377


        67. Hafberg GK 377 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson og þetta skip er til ennþá og heitir í dag Hera ÞH 60

22.02.2011 12:00

Guðrún Gísladóttir KE 15


     2413. Guðrún Gísladóttir KE 15, á Akranesi © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
        Saga þessa skips var mjög stutt því það sökk við Noreg í sinni 7. veiðiferð

22.02.2011 11:00

Gunnar GK 501

Á haustmánuðum árið 2001 var stofnsett fyrirtæki sem bar nafnið Útgerðarfélag Suðurnesja og var með aðsetur í Kópavogi, en skráði skip sín í Sandgerði. Um var að ræða innflutning á þremur kvótalausum skipum frá Noregi og komu tvö þeirra hingað til lands en það þriðja fór aldrei frá Noregi.

Saga þessara skipa er sú að 2527. Jóhanna GK 510, kom fyrst og var gerð út um tíma, en hún var skráð hérlendis í eitt ár og þá seld aftur til Noregs í nóv. 2002. Endaði það skip síðan í pottingum 2006

Næst kom 2525. Gunnar GK 501, og var lagt við bryggju í Hafnarfirði, þar sem það var í 4 mánuði, en þá hélt skipið til Braselíu til að veiða túnfisk og sverðfisk. Þegar þangað kom var því siglt til Úrúgvæ, en þá var það komið aftur í eigu norskra aðila sem leigðu það. Þá var það leigt aðila í Sómaliu og sökk þar, en náð aftur upp. Meðan það var síðan í Úrugvæ og Sómalíu var því rænt að sjóræningjum auk þess sem það lenti í flóðunum miklu um jólin og áramótin 2004.

Þriðja skipið sem kom aldrei hingað til lands í þetta sinn, hafði þó áður verið gert út hérlendis undir nöfnunum Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Guðrún Jónsdóttir ÍS 276, Kristbjörg II VE 71 og Kristbjörg VE 70, en var selt til Noregs 1976. Þegar ljóst var að skipin fengju ekki kvóta hér við land var hætt við að koma með þetta skip hingað og þess í stað fór það í pottinn 2002. Þetta skip fékk ekki íslenskt nafn á þessu stigi heldur hélt norsku nafni.

Hér sjáum við mynd af einu þessara þriggja skipa þ.e. Gunnari GK 501
               2526. Gunnar GK 501, í Hafnarfirði © myndir Magnús Þór Hafsteinsson