Færslur: 2011 Febrúar

19.02.2011 18:55

Meriki sökk í gær á leið í pottinn

mbl.is

 
Togarinn dreginn út úr Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er af vef hafnarinnar. stækka

Togarinn dreginn út úr Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er af vef hafnarinnar.

Togarinn Merike sökk í gær um fjörutíu til fimmtíu mílum suðaustur af Hjörleifshöfða. Dráttarbáturinn Eurosund var að flytja togarann í brotajárn til Danmerkur en hann hafði legið í Hafnarfjarðarhöfn í 4 ár.  Engin olía var í togaranum svo ekki er óttast um umhverfisafleiðingar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var slæmt veður á svæðinu í gær, vindur um 20 metrar á sekúndu og ölduhæð um 5-6 metrar.

Hafði dráttarbáturinn samband við Landhelgisgæsluna en hann hafði þá hægt á sér þar sem 40 gráðu stjórnborðshalli var kominn á togarann. Sökk skipið á um tuttugu mínútum.

Togarinn legið í Hafnarfjarðarhöfn um nokkurt skeið en hann er um fjörutíu ára gamall. Hann var skráður í Eistlandi en rekinn af íslenskum aðilum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Merike var síðast gerður út á rækjuveiðar m.a. á Flæmska hattinum. Eigendur skipsins, Reyktal ehf., seldi það til niðurrifs.

19.02.2011 18:21

Losun skipsins verði lokið um miðja vikuna

visir.is

Skiptar skoðanir eru á því hvernig losun skipsins mun ganga fyrir sig. Mynd/ afp.
Skiptar skoðanir eru á því hvernig losun skipsins mun ganga fyrir sig. Mynd/ afp.

Aðgerðarstjóri hjá norsku strandgæslunni, Johan Marius Ly, hefur efasemdir um það að hægt verði að að afferma Goðafoss alveg á næstunni. Í samtali við Aftenposten segist hann þó vita fyrir víst að björgunarlið muni gera áætlanir fyrir kvöldið um það hvernig að björguninni verði staðið.

Ólafur William Hand, talsmaður Eimskips, sagði í samtali við Vísi í dag að hann byggist við því að losun skipsins myndi hefjast á næstu tímum. Haft er eftir Ólafi í Aftenposten að líklegast verði búið að losa skipið um miðja næstu viku. Hversu hratt það taki að losa skipið fari allt eftir því hversu marga gáma skipið sem mun verða notað við björgunaraðgerðir getur tekið. Hver ferð til Fredrikstad taki einn og hálfan tíma.

Aftenposten bendir á að mikill ís sé þar sem Goðafoss strandaði. Þetta sé mikil lukka því ísinn hindri að olían nái í land. Olían þjappist líka saman í kuldanum sem geri vinnuna við hreinsun léttari. Aftur á móti geri kuldinn það líka að verkum að fuglarnir þoli síður olíuna. Aftenposten segir að nú þegar hafi fundist nokkrir olíuþaktir fuglar við ströndina.

19.02.2011 18:00

Akraborg
                      1366. Akraborg © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 17:13

Bjarni Gíslason SF 90


    1324. Bjarni Gíslason SF 90, nú Hrafnreyður KÓ 100 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 16:15

Byr VE 373


    1258. Byr VE 373, siglir fram hjá Keikó í Vestmannaeyjum
                     © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 15:18

Loftur Baldvinsson EA 24

             1069. Loftur Baldvinsson EA 24 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 13:15

Hafrún ÍS 400


                    1050. Hafrún ÍS 400 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 11:37

Heimaey VE 1
                         1035, Heimaey VE 1 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 10:09

Bergur VE 44


                    1031. Bergur VE 44 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

19.02.2011 00:25

Styrkja uppbyggingu bátasafns

bb.is

Hafliði Aðalsteinsson (bláklæddur) og Hjalti Hafþórsson við smíðar á Bátasafni Breiðafjarðar.
Hafliði Aðalsteinsson (bláklæddur) og Hjalti Hafþórsson við smíðar á Bátasafni Breiðafjarðar.

Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur lagt Reykhólahreppi til rúmlega fjórar milljónir króna í uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar og Hlunnindasýningar á Reykhólum. Í verkefninu er sveitarfélagið í samvinnu við áhugamannafélagið og við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps. Á fundinum var jafnframt samþykkt að ráða Hjalta Hafþórsson, einn af bátasmiðunum og forsvarsmann áhugamannafélagsins, tímabundið í fjóra mánuði til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppsetningar nýrrar sýningar.

Fyrir nokkru sett á fót nefnd með fulltrúum þeirra þriggja aðila sem að þessu verkefni standa. Í henni eiga sæti Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson á Reykhólum fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað á Reykjanesi fyrir Æðarvé. Frá þessu var greint á Reykhólavefnum.

19.02.2011 00:21

Unnar ÍS bætist í flota Ísfirðinga

bb.is

Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.
Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.

Útgerðarfélagið Kúvík ehf., hefur fest kaup á bátnum Unnari ÍS 300 og er hann væntanlegur til heimahafnar á Ísafirði í næstu viku. "Báturinn hefur verið í slipp á Akureyri þar sem hann var minnkaður," segir Ægir Fannar Thoroddsen, annar eigenda Kúvíkur, en með honum í félagi er Jón Halldór Pálmason. Báturinn er nefndir eftir bróður Jóns Halldórs, Unnari Rafni Jóhannssyni, sem fórst með bátnum Björgu Hauks ÍS út af Deild í Ísafjarðardjúpi 13. mars 2007. "Ástæðan fyrir því að við erum að minnka bátinn er sú að við ætlum að stunda á honum grásleppuveiðar, en til þess að hann fái leyfi til slíkra veiða, þurfti að minnka hann úr 19 tonnum í 15 tonn."

Fyrir á útgerðin bátinn Agnesi Guðríði ÍS, sem einnig hefur verið gerð út á grásleppu. "Þegar líða fer að vori förum við með báða bátana á Norðurfjörð og þaðan ætlum við að gera þá út á grásleppu. Við getum tvöfaldað veiðitímabillið með því að halda áfram á Unnari þegar veiðidagarnir á Agnesi eru búnir," segir Ægir sem reiknar með að vera á grásleppuveiðum út júní. Spurður hvort nota eigi bátinn í annan veiðiskap segir Ægir það vel koma til greina. "Við ætlum að skoða skötuselsveiðar næsta haust en kvótinn í skötusel jókst nokkuð á þessu fiskveiðiári. Þá er báturinn fullbúinn á snurvoð og ef eitthvað fer að rofa til á leigumarkaðnum er möguleiki á að við reynum fyrir okkur með snurvoðina," segir Ægir.

18.02.2011 23:29

Sandgerði: Mokveiði hjá litlu bátunum

vf.is:

Það var heldur betur mokveiði hjá bátunum sem komu í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Bátarnir hafa verið að fiska vel síðustu daga og binda sterkar vonir um að svo verði áfram. Í gær voru allir bátarnir með yfir 10 tonn af þoski en einn kom með 12 tonn af ufsa.

Loðnan er nú hér við land og trekkir að sér mikið af fiski. "Þetta er búið að vera yndislegt síðustu daga. Núna vorum við með rétt rúmlega 10 tonn af þoski og bindum vonir við að þetta verði svona áfram," sagði Jónas Árnason, skipstjóri á Bergi Vigfúsi. "Það má segja að þetta séu jólin."

siggi@vf.is

18.02.2011 23:00

Rauðsey AK 14
                          1030. Rauðsey AK 14 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Þessi er enn til, en var breytt í línuskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2001 og fór í fyrstu ferðina sem línuskip, hinn örlagaríka dag 11. september 2001, daginn sem ráðist var á tvíburaturnanna.

Nöfn þau sem hann hefur borið eru:  Örfirisey RE 14, Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og núverandi nafn: Páll Jónsson GK 7

18.02.2011 22:00

Örn KE 13
                           1012. Örn KE 13 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

18.02.2011 21:22

Goðafoss: Skipstjórinn viðurkennir mistök

dv.is:

Goðafoss strand.                                                          Goðafoss strand.
 

"Skipstjórinn segir að hann hafi verið einn í brúnni og gert mistök við siglinguna, það séu höfuðástæður þess að skipið tók niðri," segir Ivar Prestbakken hjá lögreglunni í Fredrikstad í samtali við norska ríkisfjölmiðilinn NRK í kvöld.

Skipstjórinn á Goðafoss hefur verið í yfirheyrslum í dag eins og venja er þegar slys verða en lögreglan vill ekki gefa nánari upplýsingar um hvað gerðist fyrir og eftir að Goðafoss strandaði að svo stöddu.

Að sögn Prestbakken er búið að útiloka bæði að skipstjórinn hafi sofnað og að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. "Við létum hann blása á staðnum og það kom ekkert í ljós."

Skipstjórinn þekkir að sögn Prestbakken vel til á svæðinu og hefur siglt þar í mörg ár enda reyndur skipstjóri. Hann bætir við að fleiri verði yfirheyrðir vegna málsins og rannsókn haldi því áfram á orsökum þess að Goðafoss sitji nú strand í Oslófirði.