Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 10:00

Sjómaður fórst í gærkvöldi

Grænlenskur sjómaður af grænlensku loðnuveiðiskipinu Eriku, drukknaði, eftir að hann féll fyrir borð í vonsku veðri út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi.

Skipstjórinn óskaði þegar eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en svo vel vildi til að önnur þyrlan var við æfingar fyrir vestan og hin var send frá Reykjavík.

Áhöfn annarrar þyrlunnar tóks við mjög erfiðar aðstæður að ná sjómanninum um borð í þyrluna, en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Erika sem er eina grænlenska loðuveiðiskipið hér við land, er mannað Íslendingum og Grænlendingum. Kom það til Helguvíkur í nótt og er lögreglan á Suðurnesjum að taka skýrslu af áhöfninni.


                 Erika, við bryggju í Helguvík, í morgun © mynd Emil Páll, 28. feb. 2011

28.02.2011 08:45

Sighvatur Bjarnason, Huginn, Þorsteinn, Vilhelm Þorsteinsson og Júpiter


               2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11


     2281. Sighvatur Bjarnason VE 81, 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, 2643. Júpiter ÞH 363 og 2287. Bjarni Ólafsson AK 70


                                                2411. Huginn VE 55
                                    2281. Sighvatur Bjarnason VE 81


               1903. Þorsteinn ÞH 360 © myndir Svafar Gestsson, á loðnumiðunum í Faxaflóa, 27. feb. 2011

28.02.2011 08:40

Bjarni Ólafsson AK 70


   2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á loðnumiðunum í Faxaflóa í gær © myndir Svafar Gestsson 27. feb. 2011

28.02.2011 08:17

Aðalsteinn Jónsson SU 11
         2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, á loðnumiðunum í Faxaflóa í gær © myndir Svafar Gestsson 27. feb. 2011

28.02.2011 07:48

Af loðnumiðumum í gær

Hér eru  myndir frá deginum í gær í Faxaflóanum sem Svafar Gestsson tók og sendi mér og fylgdi með þetta:. Veðrið er búið að vera að gera öllum loðnuflotanum óhagstætt s.l. daga en um hádegi í gær rofaði aðeins til þó svo að veðrið væri langt í frá að vera gott til veiða og sumir að sprengja eða rífa næturnar. Við náðum góðum 2 fyrstu köstunum og 2 lélegum en höfðum uppúr krafsinu um 1200 tonn sem við erum á leið með til Hafnar. Og verðum þar um miðnætti í kvöld. - Mun ég birta myndirnar í nokkrum syrpum nú með morgninum.  - Sendi ég Svavari kærar þakkir fyrir.


                                                        Jón og Kristinn


     Ingi og Stinni, um borð í Jónu Eðvalds SF © myndir Svafar Gestsson, 27. feb. 2011

28.02.2011 00:00

Axel á heimaslóðum skipstjórans

Þessi myndasyrpa var tekin á heimaslóðum skipstjórans, Jóns Magnússonar úr Njarðvík. Birtuskilyrði til myndatöku sl. laugardag var oft á mörkum þess að hægt væri að taka mynd, snjókoma, góð birta, köflótt birta og sólin að brjóta sig í gegnum skýin hér og þar.
        Axel, með heimahöfn í Tórshöfn, í Færeyjum, í heimahöfn skipstjórans í Njarðvík © myndir Emil Páll. 26. feb. 2011

27.02.2011 23:01

Dala-Rafn VE 508


   1433. Dala-Rafn VE 508 á siglingu í Reykjavík © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 1998

Skuttogari með smíðanúmer 71 hjá Storviks Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi 1975

Var fyrsti togarinn sem Hornfirðingar eignuðust og kom til heimahafnar sinnar 16. júní 1975.

Vestmannaeyjabær neytti forkaupsréttar á skipinu eftir að það hafði verið selt frá Eyjum til Grindavíkur og var búið að skrifa undir kaupsamning við Þorbjörn hf.

Seldur úr landi til Færeyja i des. 2002.

Fór síðan í niðurrif til Danmerkur í lok janúar 2011. Lagði dráttarbáturinn Thor Goliath af stað með togarann frá Hvalba í Færeyjum 17. jan. 2011 til Danmerkur.

Nöfn: Skinney Sf 20, Sindri VE 60, Dala-Rafn VE 508, DalaRafn og Sjagaklettur TG 102

27.02.2011 22:00

Hornsund ex Skagfirðingur, Bergvík og Júlíus Geirmundsson


      Hornsund GDY 153, í höfn í Tromsö í Noregi 1996, sem er ári áður en skipið var sett á skrá að nýju © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Skuttogari með smíðanúmer 109 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrikk, Flekkefjord Noregi 1972.

Skipið var selt úr landi upp í nýtt skip í jan. 1979, en Alþingi heimilaði 30. mars 1979 innflutning á því að nýju og því var það í raun aldrei afhent í þetta skipti til Noregs.


Eftir síðari sölu til Noregs 22. sept. 1992, var það úrelt þar og lagt í október 1992. Selt síðan til Póllands og sett aftur á skrá að nýju í sept. 1997.

Nöfn: Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Bergvík KE 22, Skagfirðingur SK 4, Skagfirðingur ( í Noregi) og núverandi nafn: Hornsund GDY 153

27.02.2011 21:00

Óðinn og Queen Elisabeth


         159. Varðskipið Óðinn og á ytri-höfninni er Queen Elisabeth og litlir bátar að flytja mannskapinn í land © mynd frá Reykjavíkurhöfn, Magnús Þór Hafsteinsson, 7. ágúst 1995

27.02.2011 20:00

Erla


     Erla, frá Riga, í Reykjavíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

27.02.2011 19:01

Huginn VE 65 og Wilson Avonmouth

Í því leiðinlega myndatökuveðri sem var í gær tók ég þessa mynd af Huginn VE 65, þar sem hann var trúlega að vinna afla, því báturinn var nánast allan daginn á því næst sem reki á Stakksfirði. Á myndinni má einnig sjá Wilson Avonmouth sem var á leið út fyrir Garðskaga. Svo menn sjái skipin eins og þau eru í raun birti ég einnig myndir af þeim báðum sem ég fann á MarineTraffic.


        2411. Huginn VE 55, á Stakksfirði og Wilson Avonmouth út í Faxaflóa © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011


                              2411. Huginn VE 55 © mynd MarineTraffic


                      Wilson Avonmouth © mynd MarineTraffic, Tony Efford

27.02.2011 18:00

Axel á heimslóðum skipstjórans


     Þessa mynd tók ég í dag í rigningaúðanum af Axel í Njarðvikurhöfn, á miðnætti kemur mikil syrpa frá því að skipstjórinn sigldi inn til þeirrar hafnar sem hann þekkir vel sem sína æskuhöfn © mynd Emil Páll, 27. feb. 2011

27.02.2011 17:20

Norska hafrannsóknarkskipið Michael Sars


       Norska hafrannsóknarskipið Michael Sars © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

27.02.2011 16:00

Hólmaborg SU 11


             1525. Hólmaborg SU 11 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 24. júlí 1993

Smíðaður í Uddevalla í Svíþjóð 1978 og lengdur 1996

Nöfn: Eldborg HF 13, Hólmaborg SU 11 og núverandi nafn: Jón Kjartansson SU 111

27.02.2011 15:24

Goðafoss fer í slipp til Danmerkur                   Goðafoss, á strandstað © mynd Guðjón Ólafsson, 20. feb. 2011

Morgunblaðið greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að Goðafoss fari í slipp til Danmerkur. Hefur mbl.is þetta eftir Ólafi William Hand, upplýsingafultrúa Eimskips. Goðafoss sé ætlað að sigla fyrir eigin vélarafli í fylgd lóðsbáta en sem kunnugt er strandaði skipið í Oslóarfirði þann 17. febrúar síðastliðinn.

Að sögn Ólafs er búið að fjarlægja alla gáma úr skipinu og verða þeir fluttir til Íslands fljótlega. Reiknað er með að viðgerð á skipinu taki um tvær vikur. Stærstum hluta olíu skipsins hefur verið dælt úr því en olían á þó að duga til að koma því til hafnar í Danmörku.