Færslur: 2011 Febrúar

25.02.2011 19:00

Bjargþór SH 153


              615. Bjargþór SH 153 © mynd úr safni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

Smíðaður í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, Akureyri 1948. Úrelding 3. des. 1982.

Nöfn: Bjargþór GK 515, Bjargþór SH 153, Jón Bjarnason RE 213, Nonni SH 214 og Seifur GK 98

25.02.2011 18:00

Flutningaskip kom með 9, 100 tonna skip til landsins

Þann 10. júlí 2001 kom til Hafnarfjarðar, þýska vöruflutningaskipið Wiebbe, eftir 80 daga siglingu frá Kína með nokkuð óvanalegan farm, eða 9 stykki af tæplega 100 tonna stálbátum, sem smíðaðir höfðu verið þar ytri.
Þessi níu raðsmíðaskip var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Dalian Shipyard, í Norður Kína, þann 26. júní árið 2000.

Hér sjáum við tvær myndir frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni af skipinu er það kom til Hafnarfjarðar með bátanna innanborð.
     2469. Ólafur GK 33, var einn af þessum níu, en hann er sá grái sem hér sést. Hann og annar til Eyvindur KE 37, voru þó aldrei gerðir út hérlendis heldur seldir ónotaðir úr landi, Ólafur til Grænlands en Eyvindur til Noregs © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 17:00

Sjósetning Hákons ÞH í Chile

Hér kemur smá myndasyrpa frá því þegar Hákon ÞH 250 var sjósettur í Chile
       Frá sjósetningu á 2407. Hákon ÞH 250 í skipasmíðastöðinni Astilleros V. Maestranzas de. la. Armada-ASMAR í Talcahuano, Chile 20. ágúst 2000. Númeri skipsins var breytt áður en það lagði af stað heim á leið í EA 148, þar sem öll skip með heimahöfn í Grenivík fóru úr ÞH í EA © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 16:38

Fá ekki lán fyrir kaupum í Eyrarodda

visir.is:

Flateyri, þar sem fyrirtækið Eyraroddi er starfrækt.
Flateyri, þar sem fyrirtækið Eyraroddi er starfrækt.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:


25.02.2011 16:00

Guðmundur T 30 K


      Guðmundur T 30 K, nýsmíði í Hafnarfirði, fyrir einhverjum árum  © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 15:03

Óli í Sandgerði AK, Felix AK, Víkingur AK og Vilhelm Þorsteinsson EA


         Felix AK 148, 2334. Óli í Sandgerði AK 14 og fjær sést í 220. Víking AK 100


         2334. Óli í Sandgerði AK 14, 220. Víkingur AK 100 og alveg glænýr 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Varðandi Óla í Sandgerði:

Skipið var nánast nýtt þegar það kom til Akraness, hafði aðeins verið notað í nokkra mánuði við síldaflutninga í Noregi.

Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi, en skipið að öðru leiti smíðað í Uskedalen, Noregi 1998.
Kom skipið í flota HB 10. jan. 1998, en Lára Nanna Eggertsdótir gaf því nafn í höfuðið á afa sínu Ólafi Jónssyni, stofnanda Miðness hf., er er skipið kom hafði það fyrirtæki sameinast Haraldi Böðvarssyni.  Selt aftur til Noregs 18. mars 2001 og þaðan til Danmerkur 2003 og síðan aftur til Noregs í júní 2009.

Nöfn: Innovation Lie H-5-F, Óli í Sandgerði AK 14, Ordinat H-100-AV, Ruth HG 264 og núverandi nafn: aftur Ordinat.25.02.2011 14:17

Sigurður VE 15


                        183. Sigurður VE 15 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 13:00

Auðunn dregur Svavar

Þessa mynd tók ég í birtuskilunum í morgun og því er hún ekki alveg tær, en hún sýnir þegar hafnsögubáturinn Auðunn er að draga prammann Svavar í átt að Njarðvíkurslipp


      2255. Svavar og 2043. Auðunn í Njarðvik í morgun © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 12:15

Ramóna til Stykkishólms og Veiga verður Ramóna

Samkvæmt fregnum af síðunni krusi.123.is hefur Ramóna ÍS 840 verið seld til Stykkishólms og verður afhent 15. mars nk. Eigandi Ramónu fyrir vestan hefur keypt í staðinn Veigu ÍS 19 og er búið að afhenda honum bátinn, en Veiga mun fá Ramónu-nafnið. Hér koma myndir af bátunum sem ég á úr mínu safni, en þær eru ýmist teknar af mér, Þorgeiri Baldurssyni eða Þorgrími Ómari Tavsen.


         1148. Veiga ÍS 19, sem nú verður Ramóna ÍS 840, í Súðavík © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júlí 2010


      1852. Ramóna ÍS 840, sem nú hefur verið seld til Stykkishólms, í Njarðvík 2009 © mynd Emil Páll


                       1852. Ramóna ÍS 840 © mynd Þorgeir Baldursson, 2010

25.02.2011 11:00

Höfrungur III AK 250


                     1902. Höfrungur III AK 250 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 10:00

Felix AK 148


     6548. Felix AK 148, við Akranesflös © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, árið 2000

25.02.2011 09:15

Raufarhöfn


                                   Raufarhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 08:05

Ljósafoss ex Hvítanes


                        Ljósafoss ex Hvítanes © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 07:35

Kútter Sigurfari KG 378


        Kútter Sigurfari KG 378, kemur til Akraness © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

25.02.2011 00:00

Vigur SU 60 á netaveiðum á Berufirði
   1533. Vigur SU 60, á netaveiðum á Berufirði, 2001 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Þessi stálbátur var smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði 1979, lengdur 1980 og aftur 1998.

Báturinn hefur frá því á vetrarvertíð 2005 legið við bryggju s.s. á Húsavík, Akureyri og Dalvík.

Nöfn: Gísli á Hellu HF 313, Ragnar GK 233, Bylgja II VE 117, Gestur SU 160, Vigur SU 60 og núverandi nafn: Smári ÞH 59.