Færslur: 2011 Febrúar

02.02.2011 10:30

Polar Star strandar í 2. sinn á nokkrum mánuðum

skipini.fo:

Tók botn við Antarktis
Skrivað hevur Kiran Jóanesarson   
mikudag, 2. februar 2011 06:07

Túrskipið Polar Star tók  gjáramorguninn botn í Matha sundinum við Antarktis. Hetta er aðru ferð í bert hálvt ár at hetta skip stendur á botni.
Eingin av teim 115 fólkunum umborð fekk nakran skaða, tá skipið tók botn gjáramorgunin. Kiliskir myndugleikar eru í løtuni í holtur við at taka ferðafólkini av skipinum.
Polar Star fór úr argentinska havnabýnum Ushuaia í farnu viku á rundferð í Antarktis. Við eru 80 ferðafólk, meðan manningin telur 35 fólk.
Ferðafólk eru 32 amerikanar, 9 kanadiarar, 14 bretar og 8 australiarar. Meginparturin av manningini eru filippinar.
Hetta sama skip rendi so seint sum í juni mánað á land við Hornsund har suðuri á Spitsbergen.
Polar Star er einasti ísbrótari í heiminum, ið siglur fast við ferðafólki. Skipið er 86,5 metrar til longdar og er bygt í Finlandi í 1969. Tað hevur áður verið ísbrótari hjá svensku verjuni, men varð seinni keypt av norska Karlsen reiðarínum og umbygt til ferðafólkaflutning við arktiska og antarktiska økjunum í huga.

02.02.2011 10:09

Óli Óskars RE 175


                           226. Óli Óskars RE 175 © mynd Guðni Ölversson

02.02.2011 09:00

Sigurður Jónsson SU 150 og Hafdís SU 24


    182. Sigurður Jónsson SU 150 og 1043. Hafdís SU 24, á Breiðdalsvík, vorið 1968 © mynd frá Hebbu á Breiðdalsvík, en í eigu Guðna Ölverssonar, en ljósmyndari þessarar myndar var Heimir Þór Gíslason

02.02.2011 08:07

Jón Kjartansson SU 111 / Lundey NS 14


                         155. Jón Kjartansson SU 111, nýkominn til Eskifjarðar


      155. Lundey NS 14, ótrúlegt að þetta sé sama skip © myndir Guðni Ölversson

Um efri myndina segir Guðni:  ,,Svona var hann lang flottastur. Virkilegur karakter í þessu skipi. Sé ekki eins mikið eftir neinu eins og að hafa sleppt jólatúrnum á Narfanum árið 1972".

02.02.2011 07:00

Hrafn Sveinbjarnarson III GK 103


  103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 103 að koma inn til Grindavíkur © mynd Guðni Ölversson

02.02.2011 00:00

Drykkjupartý, misnotkun og dauði í þýsku skólaskipi

Vísir, 01. feb. 2011 14:47

Þýska skútan Gorch Fock við akkeri undan ströndum Reykjavíkur.
Þýska skútan Gorch Fock við akkeri undan ströndum Reykjavíkur.

SB skrifar:

Skuggi hefur fallið á hið fræga þýska skólaskip Gorch Fock. Skipið þykir með fegurstu fleyjum og hefur nokkru sinni komið til Íslands á ferðum sínum um heiminn. Þann 7. janúar lést ung stúlka um borð í skipinu og hefur síðan þá komið í ljós að nauðganir, drykkjupartý og ofbeldi var daglegt líf um borð.

Hellmut Königshaus, FDP flokknum í Þýskalandi, hefur krafist rannsóknar á því sem gerðist um borð. Málið komst upp þegar Sarah S., stýrimaður um borð í Gorch Fock, hrapaði úr mastri skipsins og beið bana. Hún hafði áður sagt yfirmanni sínum að hún væri uppgefin og ætti erfitt með gang.

Eftir lát Söruh safnaði Norbert Schatz, skipstjóri Gorch Fock, áhöfninni saman. Hann sagði slys eiga sér stað, bæði í flugvélum, bílum og skipum. Nemendurnir um borð brotnuðu saman og grétu og sagði Norbert þá hastarlega að Gorch Fock væri enginn leikskóli.Sarah S. var 25 ára þegar hún lést um borð í Gorch Fock.
Sarah S. var 25 ára þegar hún lést um borð í Gorch Fock. MYND/Hermann Brink

Daginn eftir hélt Norbert skipstjóri karnival partý. Áhöfnin klæddi sig upp í búninga og steig dans. Einn af yfirmönnunum Gorch Fock hefur greint frá því að sú hefð hafi verið um borð að yfirmenn söfnuðu pening í hatt. Sá sem svaf hjá ljótasta nemanum fékk pottinn.

Eftir lát Söruh segir yfirmaðurinn að partýið hafi haldið áfram - sigurféið hafi verið greitt út.

Svo virðist sem ómennskan hafi vart átt sér takmörk um borð í þessu sögufræga skipi. Komið hefur fram í þýska þinginu að stúdent um borð hafi verið kynferðislega áreittur af þremur hermönnum. Atvikið hafi átt sér stað í sturtu þegar neminn hafi beygt sig eftir sápu.

Eldri atvik hafa einnig komið upp á yfirborðið. Í september árið 2009 drukknað 18 ára stúdent í norðurhöfum, árið 2002 dó 19 ára nemi um borð og árið 1998 hrapaði annar nemi úr mastri skipsins og hlaut mikinn skaða af.

Dauði Söruh S. var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Áhöfn skipsins var flogið heim til Þýskalands og bannað að tala við fjölmiðla. Því er vænst að fari fram ítarleg rannsókn á því hvað átti sér stað um borð í Gorch Fock, en þessi þrímastra skúta hefur oft glatt augu Íslendinga í heimsóknum sínum til landsins.


01.02.2011 23:24

Hoffell SU 80 eftir lengingu

Óðinn Magnason sendi mér áðan þessa mynd, sem er af bátnum eftir lengingu og er hún úr einkasafni Draumalandsfeðga, með leyfi fyrir hann að birta og síðan leyfi fyrir mig. Sendi ég þakkir fyrir


          100. Hoffell SU 80, eftir lengingu © mynd úr einkasafni Draumalandsfeðga

01.02.2011 23:00

Hoffell SU 80


                100. Hoffell SU 80 © mynd Guðni Ölversson

01.02.2011 22:00

Havstjerna SF-85-B ex Eyvindur KE 37

Núna í kvöld birti ég mynd af kínabátnum Eyvindi KE 37, sem var aldrei gerður út hérlendis, heldur fljótlega seldur til Noregs. Kem ég hér með tvær myndir af bátnum undir sama nafninu.    Havstjerna SF-85-B ex 2467. Eyvindur KE 37 © mynd Worldfishingtoday.com


                 Havstjerna SF-85-B © mynd Trond Refsnes

01.02.2011 21:00

Akraborg EA 50

Hér birtist skip það sem bar skipaskrárnúmerið 3, Akraborg EA 50. En hversvegna bar hann númerið 3, jú við höfum áður birt myndir af skipinu Akurey SF sem var nr. 2. Nr. 1 var Akurey AK 77 og nr. 4 var Akraborg (farþegaskipið). Ef við skoðum þetta nánar, sjáum við að þarna hefur átt sér stað röng upptalning samkvæmt starfrófsröð, en nr. 5 var varðskipið Albert. Ef rétt hefði verið skráð, árið 1964 í skipaskrá sem notuð var við niðursetningu númera, þ.e. að hefja leikinn á skipum yfir 100 tonn, hefði röðin átt að vera þessi: 1. Akraborg, 2. Akraborg EA 50, 3. Akurey AK 77 og nr. 4 hefði því átt að vera Akurey SF 52, síðan Albert nr. 5.

Þetta skip Akraborg EA 50 var smíðað í Svíþjóð 1943 og skráð á Akureyri á árinu 1947 og var þar þangað til það var talið ónýtt og tekið af skrá 7. nóv. 1979.

Hér birtist mynd af skipinu, sem kom frá Guðna Ölverssyni, en hann fékk myndinar hjá Hebbu vinkonu sinni á Breiðdalsvík.


     3. Akraborg EA 50, á Akureyri © mynd í eigu Guðna Ölverssonar, en kom frá Hebbu á Breiðdalsvík

01.02.2011 20:00

Rúna RE 150


     2482. Rúna RE 150, í Reykjavík © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2001

01.02.2011 19:03

Á strandstað við Skotland

Minn gamli samstarfsmaður til margra ára, hér á árum áður, Hilmar Bragi Bárðarson, núverandi fréttarstjóri Víkurfrétta sendi mér eftirfarandi myndir og frásögn:

Franskur togari strandar við Skotland

Fjórtán manna áhöfn á franska togaranum Jack Abry II var bjargað um borð í þyrlu eftir að togarinn strandaði við Rum á vesturströnd Skotlands í gær.

Mennirnir voru hífðir upp í björgunarþyrlu frá strandgæslunni í Stornoway  í allhvössum vindi.

Skipstjóri Jack Abry II sendi út neyðarkall merki rétt fyrir miðnætti í gær eftir að hafa strandað skipinu í stórgrýttri fjöru undir háum hömrum.

Björgunaraðgerðin tók um 55 mínútur en reyna átti nú síðdegis að draga skipið á flot.


Myndirnar eru frá strandgæslunni og birtust á vef BBC.

                - Sendi ég Hilmari Braga Bárðarsyni, kærar þakkir fyrir þetta -
    Franski togarinn Jack Abry II á strandstað við Rum á vesturströnd Skotlands í gær  © mynd frá strandgæslunni er birtist á vef BBC

01.02.2011 18:22

Ársæll Sigurðsson HF 80


     2468. Ársæll Sigurðsson HF 80, í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2004

01.02.2011 17:03

Eyvindur KE 37


    2467. Eyvindur KE 37, í Reykjavík © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason, 2001

01.02.2011 16:47

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja

eyjafrettir.is:

Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 14.34

- ekki gott siglingaveður og búist við að siglingin taki lengri tíma

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja 
Dæluskipið Skandia við bryggju í Hornafirði
 árið 2005. Mynd: www.rikivatnajokuls.is

Dæluskipið Skandia er lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja frá Danmörku.  Skipið fór í skoðun í gær en ekki er gott siglingaveður framundan og því viðbúið að skipið verði lengur á leiðinni en áætlað var.  Í góðu veðri er þetta um fjögurra sólahringa sigling.  Hins vegar er áætlað að það taki aðeins tvo daga að dýpka og opna Landeyjahöfn fyrir Herjólf.

Unnið er að bráðabirgða flóðvarnargarði í ósum Markarfljóts og er vonast til að hann verði tilbúinn í mánuðinum.