Færslur: 2011 Febrúar

06.02.2011 09:34

Gullberg VE 292


                                1401. Gullberg VE 292 © mynd Guðni Ölversson

Þessi er ennþá í fullum rekstri og heitir í dag Ágúst GK 95 frá Grindavík og er sérbúinn sem línuveiðiskip. Upphaflega smíðaður í Mandal, Noregi 1976, síðan lengdur, yfirbyggður og breytt. Á þessum tíma hefur hann aðeins borið fjórar skráningar og þær eru: Gullberg VE 292, Gullfaxi VE 192, Gullfaxi KE 292 og Ágúst GK 95

06.02.2011 00:00

Kristín ÞH 157

Þegar óveðrið skall á nú fyrir helgi var þessi bátur sem og fleiri í góðu fiskiríki, en sökum óveðursins fór hann í var inn á Stakksfjörð og var þar í rúman sólarhring, en á föstudagsmorgun var létt á bátnum með því að landa hluta aflans í Njarðvíkurhöfn og tók ég þá þessar myndir, svo og af því er hann sigldi aftur út til veiða.

    972. Kristín ÞH 157. Á tveimur efstu myndunum er verið að landa úr honum í Njarðvík og á næstu þremur er hann að sigla út úr Njarðvík og þessi neðsta er hann búinn að taka strikið út Stakksfjörð © myndir Emil Páll, 4. feb. 2011

05.02.2011 23:00

Börkur NK 122 í denn

Hér sjáum við eina eldri mynd af Berki NK 122 og ef þær eru bornar saman við þær sem eru hér á undan, þá eru miklar breytingar á bátnum, en þessi er tekin af Guðna Ölverssyni fyrir mörgum árum.


                               1293. Börkur NK 122  © mynd Guðni Ölversson

05.02.2011 22:00

Barði og Börkur í gegn um kíkir

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað brá á það í gær að taka myndir í gegn um kíkir og er árangurinn mjög góður, annað er ekki hægt að segja.


    1293. Börkur NK 122 (nær) á leið til Neskaupstaðar og 1976. Barði NK 120 á útleið (fjær)


                           1293. Börkur NK 122 á leið inn fjörðinn


                                   1293. Börkur NK 122 á Neskaupstað


                                               1293. Börkur NK 122

      Allar eru myndirnar teknar í gegn um kíkir í gær  © myndir Bjarni G. 4. feb. 2011

05.02.2011 21:00

Barði NK 120


              1976. Barði NK 120, á Neskaupstað í gær © mynd Bjarni G., 4. feb. 2011

05.02.2011 20:00

Fagraberg sækir nót til Neskaupstaðar

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað tók í gær þessar myndir af Fagrabergi sem kom í gærmorgun til að ná í nót og aðrar af því þegar skipið var að fara út fjörðinn


    Fagraberg FD 1210 á Neskaupstað í gær. Á tveimur fyrri er skipið við Netagerðabryggjuna að taka nót, en þá tveimur síðari sést skipið sigla út Norðfjörð © mynd Bjarni G., 4. feb. 2011 

05.02.2011 19:00

Tveir rauðir í röð

Hér sjáum við bátanna Grímsnes GK 555 og Maron GK 522 koma hvort á eftir hinum inn til Njarðvíkur í góða veðrinu í dag.


    363. Maron GK 522 (fjær) og 89. Grímsnes GK 555 (nær) nálgast Njarðvíkurhöfn í dag


    89. Grímsnes GK 555 að leggjast að bryggju og 363. Maron GK 522, að koma fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík í dag


      Hér nálgast 363. Maron GK 522, bryggjuna í Njarðvik, en þangað er kominn 89. Grímsnes GK 555 © myndir Emil Páll, 5. feb. 2011

05.02.2011 18:00

Rauða innsiglingabaugjan í Grindavík horfin

vf.is:

 


Rauða innsiglingarbaujan við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn hvarf í briminu nú í vikunni. Hún er rauður sívalningur, 6 metra langur og 30 sm í þvermál og með rauðu ljósi efst. Hafnarstarfsmenn hafa leitað í fjöru en ekki fundið. Ef einhver rekst á baujuna er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við hafnarverði.

Þetta er í fjórða skipti sem baujan týnist en hún hefur ávallt fundist fram að þessu. Eini sinni fannst hún austur við Krýsuvíkurberg.

05.02.2011 17:00

Þórir GK 251
                                  1236. Þórir GK 251 © myndir Guðni Ölversson

05.02.2011 16:00

Gert klárt á Víkingi KE

Þetta óvanalega sjónarhorn tók ég í dag af því er verið var að taka netin um borð og gera klárt fyrir netaveiðar á Víkingi KE 10, en sá bátur er nú kominn í bátaflota Grímsness ehf.
     Frá vinnu í 2426. Víkingi KE 10, í Grófinni í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 5. feb. 2011

05.02.2011 15:28

Fallega rauður læðist fyrir grjótgarðinn

Mikil og góð myndasyrpa birtist hér á síðunni af þessum báti, þar sem sólin hjálpaði til með skemmtilega lýsingu. Sú birting verður á miðnætti annað kvöld, þ.e. ekki í kvöld á miðnætti heldur kvöldið þar á eftir, en á miðnætti í nótt birtist myndasyrpa af báti með heimahöfn á Húsavík.


                  Sjá nánar á miðnætti annað kvöld © mynd Emil Páll, 5. feb. 2011

05.02.2011 14:52

Helga Guðmundsdóttir BA 77


               1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd Guðni Ölversson

05.02.2011 13:00

Pétur Jónsson RE 69


                             1061. Pétur Jónsson RE 69 © mynd Guðni Ölversson

05.02.2011 12:00

Jón Finnsson GK 506


              1283. Jón Finnsson GK 506 á veiðisvæði milli Íslands og Grænlands


     1283. Jón Finnsson GK 506, flýr undan ísnum á loðnuveiðisvæðinu milli Íslands og Grænlands © myndir Guðni Ölversson

05.02.2011 11:28

Dælt yfir í Þórshamar GK

Hér sjáum við mynd sem Guðni Ölversson tók þegar hann var skipverji á Ásbergi RE 22 og þeir voru að dæla yfir í Þórshamar GK 75


                                 Um borð í Þórshamri GK © mynd Guðni Ölversson