Færslur: 2011 Febrúar

23.02.2011 22:38

Tjaldur KE 64 og Baddý GK 277


     1956. Tjaldur KE 64 og 7220. Baddý GK 277, í Sandgerðishöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 22:30

Faxi RE 9


                       1742. Faxi RE 9 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 19:00

Enok AK 8


                        1666. Enok AK 8 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Framleiddur hjá Skipasmíðatöð Guðmundar Lárussonar hf., á Skagaströnd 1983 og skutlengdur 2001.

Nöfn: Stakkur RE 186, Stapavík SH 132, Stapavík AK 132, Enok AK 8, Anna H. GK 80, Rafnkell SF 100, Margrét HF 95, Gullfaxi II GK 3 og núverandi nafn:

23.02.2011 18:00

Smáey VE 144
                    1622. Smáey VE 144 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 17:00

Björg Jónsdóttir ÞH 321


              1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 16:40

Keilir GK 145


                           1420. Keilir GK 145 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er einn af fallegustu bátunum sem maður sér, en nú í tvö ár hef ég séð hann nánast dagslega nema helst yfir sumarið. Ástæðan er sú að haustið 2009, veturinn og aftur haustið 2010 og síðan í vetur, 2011 hefur hann verið gerður út frá Njarðvík, þó hann sé í eigu fyrirtækis á Siglufirði.

Báturinn var upphaflega með smíðanúmer 14 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi, árið 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar úr Keflavík.

Nöfn: Kristbjörg ÞH 44, Kristey ÞH 25, Atlanúpur ÞH 270, Keilir GK 145 og núverandi nafn: Keilir SI 145.

23.02.2011 15:00

Venus HF 519


                      1308. Venus HF 519 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 14:05

Börkur NK 122

Þennan þarf vart að kynna, enda enn í fullu fjöri hérlendis


                    1293. Börkur NK 122 (sá blái) © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 11:00

Bravó SH 543


  1268. Bravo SH 543 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson  Upphafleg togarinn Ögri RE 72, síðar Akurey RE 3

23.02.2011 10:00

Kristján S. SH 23

Þessi bátur sökk tvisvar í róðri á þrjátíu ára sögu sinni. Fyrst tæplega mánaðargamall. Allt um það fyrir neðan myndirnar


   1214. Kristján S.  SH 23 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði árið 1972. Stórviðgerð í Njarðvík 1972.

Sökk við netadrátt skammt undan Hópsnes við Grindavík, 12. apríl 1972. Var þá aðeins tæplega eins mánaðar gamall. Náð upp fljótlega aftur.

Sökk undan Tröllakirkju á Snæfellsnesi 16. nóv. 2002.

Nöfn: Hafliði Guðmundsson GK 210, Byr GK 27, Byr KE 33, Hugi RE 141, Hugi BA 49 og Kristján S. SH 23

23.02.2011 09:00

Glófaxi VE 300


                         968. Glófaxi VE 300 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Þótt ótrúlegt sé þá er þessi og nokkur önnur systurskip hans sem smíðaðir voru í Boizenburg, Austur- Þýskalandi á sjöunda áratuga síðustu aldar enn í gangi, en alls voru þetta 18 skip sem komu í tveimur áföngum og var þetta sennilega bátur nr. 2 af 18 systurskipum og kom því til landsins 1964 og var síðan yfirbyggður og lengdur í Danmörku 1977.

Hann hefur borið eftirfarandi nöfn: Krossanes SU 320, Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, aftur Hilmir KE 7, Bergur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16 og núverandi nafn: Glófaxi VE 300

23.02.2011 08:12

Stafnes KE 130


                          980. Stafnes KE 130 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðaður í Zaandam, Hollandi 1965. Yfrbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1982. Fór í pottinn til Danmerkur 2004.

Nöfn:  Sigurborg SI 275, Freydís AK 275, Hrönn VE 366, Andvari VE 100, Friðrik Sigurðsson AK 107, Friðrik Sigurðsson ÓF 30, Sigurfari ÓF 30 og Stafnes KE 130

23.02.2011 07:58

Goðafoss kominn á flot

visir.is:

Goðafoss kominn á flot

Tveir öflugir dráttarbátar drógu flutningaskipið Goðafoss af strandstað við Noregsstrendur nú fyrir nokkrum mínútum.

Þriðji dráttarbáturinn er hafður til taks í öryggisskyni og mikill öryggisbúnaður er á vettvangi til að bregðast við olíuleka.

Nú verður kafað undir skipið og gerðar ráðstafanir til að hefta leka. Að því búnu verður haldið áfarm að afferma það og dæla úr því brennsluolíunni, sem er svartolía.

Ekki er ákveðið hvar gert verður við skipið, en systurskip þess, Dettifoss kemur í kvöld til Fredrikstad og lestar þar hluta af farmi Goðafoss.

23.02.2011 07:16

Reynir eða Siggi Magg GK 355 ?


   733. GK 355, er það sem er klárt við þessa mynd, en hvort hann bar þarna nafnið Reynir eða Siggi Magg, er ég ekki viss ?  © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

23.02.2011 00:00

Þorsteinn EA 810


      1903. Þorsteinn EA 610, nú ÞH © myndir Magnús Þór Hafsteinsson. Trúlega er það 1293. Börkur sem sést á einni myndinni með Þorsteini, en sú neðsta er söguleg fyrir margar sakir. Litli báturinn aftan við Þorstein er 297. Gullfaxi GK 14, sem nú er búið að farga, en  verksmiðjan sem sést á myndinni Lýsi og mjöl í Grindavík brann fyrir nokkrum árum og tankarnir voru fluttir annað, s.s. í Helguvík.