Færslur: 2011 Febrúar

05.02.2011 00:30

Viðbót við perlurnar úr Njarðvíkurslipp

Algjörar perlur - Sjaldséð sjón nú til dags

Sjón eins og sú sem við sjáum á myndum Guðna Ölverssonar sem hann tók í Njarðvíkurslipp fyrir fjölda, fjölda ára, má segja að sé mjög sjaldgæf sjón og því eru myndirnar algjörar perlur. Þarna eru sama komnir fleiri bátar í slipp, en sést nokkurn tímann, nú orðið.  Með því að bera saman allar myndirnar bæði þær sem teknar eru ofan við bátanna og svo þær sem teknar eru upp í slippinn svo einstaka myndir er hægt að finna út hverjir flesti þessara báta eru og læt ég það flakka sem Guðni hefur bent á og ég bætt við. Það er þó langt í frá að vera tæmandi.
Þessu til viðbótar sendi Þorgrímur Aðalgeirsson sína hugmynd um hvaða bátar þetta væru og því til staðfestingar mynd sem er tekinn á sama tíma og þar með er þetta enn skemmtilegra og því endurtek ég færsluna frá því hún birtist fyrst.
     Sá rauði er 1070. Húnaröst ÁR 150 og sá blái hér næst okkur er 1501. Þórshamar GK 75, sá blái sem er fyrir neðan hann er 1411. Huginn VE 65. Báturinn milli Húnarastar og Þórshamars er 1030. Rauðsey RE 14


     Fyrir utan þá fjóra sem ég benti á, undir myndinni fyrir ofan eru þeir þrír sem eru lengst til hægri þessir taldir frá vinstri 1416. Skarðsvík SH 205, 1031. Magnús NK 72 og aðeins sést í stefnið á 1213. Heimaey VE 1


       1411. Huginn VE 65, 1416. Skarðsvík SH 205, 1031. Magnús NK 72 og 1213. Heimaey VE 1, sem þarna var í styttingu og yfirbyggingu og því er mynd þessi trúlega tekin árið 1979.


     Ef þessi mynd er borin saman við hinar sem eru hér fyrir ofan  svo og mynd og texta Þorgríms hér fyrir neðan, kemur í ljós hvaða bátar þetta eru allt saman © myndir Guðni Ölversson, trúlega um 1979.


Þetta eru þrælflottar myndir sem þú hefur verið að birta.  Aðeins varðandi vangaveltur um bátana í slippnum:
Skírnir AK  er við hliðina á Huginn - þar fyrir framan Húnaröstin og síðan  Rauðsey AK á milli hennar og Þórshamars GK.
 
Með góðri kveðju að norðan
 
Þorgrímur

Til að réttlæta þetta enn betur sendi Þorgrímur mér þessa mynd sem sýnir að hans vangaveltur eru mjög svo trúanlegar og mun ég því birta þetta aftur með réttum nöfnum


    1070. Húnaröst trúlega ÁR 150 þarna, við hlið hennar er það 1030. Rauðsey og 191. Skírnir AK fyrir neðan © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson05.02.2011 00:00

Tveir sjósettir á sama klukkutímanum

Ég held að ég megi fullyrða að það sé sjaldgæft ef ekki einsdæmi að tveir bátar sem verið hafa í viðgerð og/eða endurbótum á sama stað, séu sjósettir á sama klukkutimanum. Það gerðist þó varðandi báta sem voru í viðgerð hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði og tók ég þessa myndasyrpu af því tilefni.

                                             - 2389. Gísli BA 245 -


                                                   
2389. Gísli BA 245


                                  - 2256. Guðrún Petrína GK 107 -
                                   
2256. Guðrún Petrína GK 107

                    - Og þeir báðir saman við bryggju eftir sjósetningu -


               
Báðir bátarnir komnir í sjó í Sandgerðishöfn. T.v. er 2389. Gísli BA 245 og t.h. er 2256. Guðrún Petrína GK 107 © myndir Emil Páll, 4. feb. 2011

Ef einhver er að furða sig á því hvers vegna ég birti mun fleiri myndir af öðrum bátnum en hinum í þessari syrpu er ástæðan sú að ég þurfti að skreppa til Keflavíkur í miðjum klíðum til að sinna einkaerindum og missti því af sjósetningu fyrri bátsins og eins taldi ég það ekki koma svo mjög að sök þar sem ég hef nánast fylgt þeim báti eftir síðan hann kom til Sandgerðis undir færeysku nafni og því birt fjölda mynda af honum síðan þá.

04.02.2011 23:00

Grímsnes GK 555

Hér sjáum við Grímsnes GK koma inn til Njarðvikur upp úr hádeginu í dag, en sökum þess að birtuskilyrðin voru frekar leiðinleg, eru myndirnar ansi dökkar.
        89. Grímsnes GK 555, kemur inn til Njarðvíkur © myndir Emil Páll, 4. feb. 2011

04.02.2011 22:00

Landfestar leystar í síðasta sinn á morgun

Ef áætlanir standast munu landfestar togarands Sóleyjar Sigurjóns GK 208, verða leysta í síðasta sinn í Sandgerði í fyrramálið eða síðar á morgun og í framhaldi af því fer togarinn fyrir eigin vélarafli í sína hinstu för. Förin er til Danmerkur þar sem togarinn verður rifinn niður, eða eins og vinsælt er að segja í dag, þá fer hann í Pottinn í Danmörku.


         1481. Sóley Sigurjóns GK 208, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 4. feb. 2011

04.02.2011 21:00

Wilson North tók m.a. fjóra báta

Í morgun var hafist handa við að skipa út brotajárni í flutningaskipið Wilson North í Helguvík, meðal þess brotajárns, var það sem kom út úr niðurrifi Valbergs VE, Eldeyjar GK, Sólfara SU og Jóhönnu Margrétar SI sem kurluð voru niður í Njarðvíkurslipp á síðasta ári.
Þar sem erfitt var sökum ófærðar að komast nálægt skipinu og eins þar sem birta var fremur móti ljósmyndun, birti ég til viðbótar þeim tveimur myndum sem ég tók af skipinu í Helguvík í dag, tvær myndir af MarineTraffic
                    Wilson North, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 4. feb. 2011


                        Wilson North © mynd MarineTraffic, crew, 14. des. 2010


                              Wilson North © mynd MarineTraffic, Alf Peterson

04.02.2011 20:02

Arnarberg ÁR 150 í Sandgerði


          1135. Arnarberg ÁR 150, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 4. feb. 2011

04.02.2011 19:00

Líf og fjör á loðnumiðunum


   Líf og fjör á loðnumiðunum, fyrir mörgum, mörgum árum © mynd Guðni Ölversson

04.02.2011 18:00

Algjörar perlur - Sjaldséð sjón nú til dags

Sjón eins og sú sem við sjáum á myndum Guðna Ölverssonar sem hann tók í Njarðvíkurslipp fyrir fjölda, fjölda ára, má segja að sé mjög sjaldgæf sjón og því eru myndirnar algjörar perlur. Þarna eru sama komnir fleiri bátar í slipp, en sést nokkurn tímann, nú orðið.  Með því að bera saman allar myndirnar bæði þær sem teknar eru ofan við bátanna og svo þær sem teknar eru upp í slippinn svo einstaka myndir er hægt að finna út hverjir flesti þessara báta eru og læt ég það flakka sem Guðni hefur bent á og ég bætt við. Það er þó langt í frá að vera tæmandi.


     Sá rauði er 979. Stapavík SI 4 og sá blái hér næst okkur er 1501. Þórshamar GK 75, sá blái sem er fyrir neðan hann er 1411. Huginn VE 65


     Fyrir utan þá þrjá sem ég benti á, undir myndinni fyrir ofan eru þeir þrír sem eru lengst til hægri þessir taldir frá vinstri 1416. Skarðsvík SH 205, 1031. Magnús NK 72 og aðeins sést í stefnið á 1213. Heimaey VE 1


       1411. Huginn VE 65, 1416. Skarðsvík SH 205, 1031. Magnús NK 72 og 1213. Heimaey VE 1, sem þarna var í styttingu og yfirbyggingu og því er mynd þessi trúlega tekin árið 1979.


     Ef þessi mynd er borin saman við hinar sem eru hér fyrir ofan eru enn tveir bátar sem ég er ekki viss um, það er sá sem er á þessari mynd hægra meginn við Huginn VE og síðan báturinn sem sést betur á efri myndum og er á milli Stapavíkur og Þórshamars
                                  © myndi Guðni Ölversson, trúlega 1979

Þetta komment kom til mín í netpósti og mun birta hér:

Þetta eru þrælflottar myndir sem þú hefur verið að birta.  Aðeins varðandi vangaveltur um bátana í slippnum:
 
Skírnir AK  er við hliðina á Huginn - þar fyrir framan Húnaröstin og síðan  Rauðsey AK á milli hennar og Þórshamars GK.
 
Með góðri kveðju að norðan
 
Þorgrímur

Til að réttlæta þetta enn betur sendi Þorgrímur mér þessa mynd sem sýnir að hans vangaveltur eru mjög svo trúanlegar og mun ég því birta þetta aftur með réttum nöfnum


     550. Húnaröst trúlega ÁR 550 þarna, við hlið hennar er það 1030. Rauðsey og 191. Skírnir AK fyrir neðan © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson

04.02.2011 16:53

Loftur Baldvinsson EA 124


                       1069. Loftur Baldvinsson EA 124 © mynd Guðni Ölversson

04.02.2011 11:00

Súlan EA 300


                              1060. Súlan EA 300 © mynd Guðni Ölversson

04.02.2011 10:10

Heimur SU 100 / Hákon ÞH 250


                                                 1059. Heimir SU 100 (sá fremri)


                         1059. Hákon ÞH 250 © myndir Guðni Ölversson

04.02.2011 09:00

Hafdís SU 24


    1043. Hafdís SU 24, á Breiðdalsvík © mynd frá Guðna Ölverssyni, ljósmyndari Heimir Þór Gíslason, 19. apríl 1968

04.02.2011 08:12

Loðnuveiðar hafnar að nýju eftir óveðrið

Vísir, 04. feb. 2011 07:42

Loðnuveiðar hafnar að nýju eftir óveðrið

Loðnuskipin, sem lágu i vari á meðan óveðrið gekk yfir, eru nú öll byrjuð veiðar.

Þau eru nú öll í einum hnappi um 20 sjómílur suðvestur af Höfn í Hornafirði og eru að veiða úr sömu torfunni.

Loðnan er á göngu sinni vestur með Suðurströndinni og verður að líkindum við Vestmannaeyjar eftir nokkra daga.04.02.2011 08:00

Ásberg RE 22 og Ásgeir RE 60


               1041. Ásberg RE 22 og 1060. Ásgeir RE 60 © mynd Guðni Ölversson

04.02.2011 07:41

Kann þetta fólk ekki að stíga ölduna eða gera sjóklárt?

pressan.is:

Ekki fyrir sjóveika: Siglingin sem fer gersamlega úr böndunum vegna öldugangs - MYNDBAND

Stundum sjá menn eftir að hafa skellt sér í siglingu. Og þessir farþegar fengu svo aldeilis að finna fyrir því. Við vörum sjóveika við að horfa á þetta myndband. 

Farþegar um borð í þessu skemmtiferðaskipi bjuggust við ljúfri siglingu en lentu óvænt í talsverðum öldugangi sem setti allt á annan endann - og það afar skyndilega.

Farþegarnir fengu litla sem enga aðvörun þegar borð, stólar og lausir hlutir byrjuðu að skutlast fram og tilbaka í skipinu.

Meðfylgjandi myndband er úr eftirlitsmyndakerfi skipsins og er líklega best fyrir sjóhrædda og sjóveika að sleppa því að skoða það...
Eins og flest þau myndbönd sem nú eru í gangi, virðist helst vera hægt að skoða þau á Facebook og því er ég með þetta sem hin þar í góðu sýningaástandi