Færslur: 2011 Febrúar

11.02.2011 09:11

Náttfari RE 59 / Irvas
                             1652. Náttfari RE 59 © myndir Hilmar Snorrason, í des. 2001


      Irvas ex 1652. Náttfari RE 59, í Murmask © mynd Shipspotting, Glimlyarov Evgeny 15. sept. 2010

11.02.2011 07:28

Leanja R-39-K ex, ex Halkion VE 205

Hér sjáum við einn af hinum frægu Boizenburgurum, sem framleiddir voru fyrir Íslendinga í Austur-þýskalandi, en þessi var smiðaður þar 1964. Seldur til Noregs 15. apríl 1975, og síðan hefur honum verið breytt mikið og lengdur og í Noregi hefur hann borið þrjú nöfn, Lestholm, Boknatral og Leanja R-39-K


    Leanja R-39-K ex 969. Halkion VE 205, í Harstad, Noregi © mynd Shipspotting, Björnar Henningsen,  23. okt. 2008

11.02.2011 00:00

Þerney: Meira frá 1. veiðiferð 2011

Áður hef ég birt myndasyrpu úr 1. veiðiferð Þereyjar RE 101 á þessu ári og kem nú með fleiri myndir úr þeirri ferð, en ljósmyndarinn er Hjalti Gunnarsson.


                                 Björn tækjatröll að glassera karfaöskjur


                       Haukur bræðslumeistari raðar mjölpokum í mjöllest


                                           Kristinn Gestsson, skipstjóri


                                       Skipstjórinn setur á fulla ferð


                           Óli að setja niður í kassa sem fer í frystilestina


                                     Ólafsfirðingurinn Stefán Jakobsson


   Síðasti dagurinn áður en komið var inn til löndunar í
Reykjavík, var notaður til að þrífa skipið, meðan það lá
í vari á Stakksfirði. Hér er það Haraldur sem hringir
skipsklukkunni í tilefni af því að þrifum er lokið.

                                  © myndir Hjalti Gunnarsson í jan. og feb. 2011

10.02.2011 23:00

Lönstrup í Danmörku

Guðni Ölversson tók þessa mynd af bátum í fjörunni í Lönstrup í Danmörku fyrir nokkrum árum. Það var bræla hjá körlunum og þá eru bátarnir dregnir á land enda lítið skjól að fá í höfninni.


    Bátar í fjörunni í Lönstrup í Danmörku fyrir nokkrum árum © mynd Guðni Ölversson

10.02.2011 22:00

Heimir SU 100 í Leirvik


   1059. Heimir SU 100 í Leirvik á Shetlandseyjum. Hinum megin
á bryggjunni sést í 1000. Seley SU 10 © mynd í eigu Guðna
Ölverssonar, en fengin frá Hebbu vinkonu hans á Breiðdalsvík.

10.02.2011 21:10

Talað til útgerðar eins og glæpamanna

grindavik.is

Talað til útgerðar eins og glæpamanna 

Af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum í aflamarki eru aðeins tvö yngri en 30 ára. "Þetta eru þau fyrirtæki sem lifðu af, sem keyptu hin sem hættu og þetta eru þau fyrirtæki sem fá á sig vöndinn," segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Nú sé talað til útgerðarmanna eins og glæpamanna.

Pétur fjallaði um mikilvægi stöðugleika í sjávarútvegi á fundi Samtaka atvinnulífsins um atvinnumál og stöðu kjaraviðræðna í gær og Morgunblaðið fjallar um í dag.

Pétur sagði að umrædd 20 sjávarútvegsfyrirtæki gerðu út 126 skip, þau veiddu 85% kvótans og væru með 4. 355 manns í vinnu. Langflest þessara grónu fyrirtækja væru 40-50 ára gömul og mörg þeirra væru 70-100 ára gömul. Þau hefðu haft höfuðstöðvarnar á sama stað í gegnum tíðina og haldist vel á starfsfólki. Síðustu áratugina hafi þau lifað af alla þá óáran sem yfir sjávarútveginn hefur dunið.

Pétur sagði að þrátt fyrir ótrúlega orðræðu, niðrandi umræðu, uppnefningar, stanslausar tilfærslur á aflaheimildum, sem næmi um þriðjungi þorskveiðiheimildanna, þá hefðu Íslendingar sigrað á keppnisvelli sjávarútvegsins.

Nú væri hins vegar róið að því öllum árum að skapa óstöðugleika. Markmiðin væru óljós sem leiddi til ómarkvissrar umræðu og allar ákvarðanir væru teknar til skamms tíma. Umræðan snérist um að kerfið sé svo vont af því að það skapi hagnað. "Þeir sem gagnrýna kerfið hvað harðast vilja bæði veiða meira og skattleggja meira," sagði Pétur.

Pétur sagði að niðurstaða sáttanefndarinnar í sjávarútvegi sl. haust hefði verið ótrúleg, og mun betri en menn þorðu að vona um næstu skref við stjórnun veiðanna. En stjórnvöld ætli greinilega að fara aðra leið. Þrátt fyrir mikilvægi málsins væru samskipti forystumanna ríkisstjórnarflokkanna við sjávarútveginn mjög dapurleg og nánast engin.

"Þegar greinin veit hvorki hvernig tekjuhliðin né gjaldahliðin verður á næstu árum, hvernig í ósköpunum er þá hægt að ætlast til að menn geti samið um kaup og kjör? Það er óskiljanlegt með öllu," sagði hann. "Við höfum valið langtímahugsun, varkárni í nýtingu fiskistofna og samþættingu veiða og vinnslu, sem er ekki minna virði en kvótakerfið," sagði Pétur.

Sláum á úrtöluraddirnar
"Það sem er einkennilegt í allri þessari umræðu er að það sem einu sinni þótti dygð og útsjónarsemi og staðfesta, að fæðast inn í sjávarútveg og vera í honum, og lifa af, þetta er bara orðinn glæpur. Það er talað til okkar eins og glæpamanna. Menn byggja upp ákveðna grímu gagnvart þessu en nú á í alvöru að kippa fótunum undan þessum fyrirtækjum," sagði Pétur.

"Það var stolt okkar áður fyrr að vera í þessu. Það var stolt okkar að lifa þetta af en það er nánast eins og glæpur í dag. Það er kominn tími til að við sem eigum í þessum fyrirtækjum stöndum hrein og stolt og berjumst fyrir framgangi þeirra næstu 20-30 árin. Sláum á þær úrtöluraddir sem vilja okkur feg," sagði Pétur. ,,Það er kominn tími til að við sýnum aðeins úr hverju við erum gerð."

Síðustu áratugina hafa þau lifað af alla þá óáran sem yfir sjávarútveginn hefur dunið. Kvótasetningin var stærsta takmörkun sem fyrirtækin gengu í gegnum.

10.02.2011 20:00

Örninn GK 204


         2606. Örninn GK 204, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 10. feb. 2011

10.02.2011 19:00

Færeyskur Reynir, áður í 25 ár á íslandi

Þessi bátur var smíðaður árið 1921 og fékk þá nafnið Reynir BA 148, síðar varð hann Reynir GK 514 og loks Reynir MB 99. Þar með varð hann fyrsti báturinn í eigu Haraldar Böðvarssonar sem bar nafnið Reynir. Hann var seldur árið 1946 til Færeyja og hélt þar Reynisnafninu, en fékk númer eins og P 68, FD 420 og KG 168. Undir hinu síðasta var hann til árið 2006 a.m.k.


                   Reynir KG 168 ex Reynir BA, GK og MB © mynd skipini.com

10.02.2011 18:00

Norskur Ex Sænes EA 26

1824. Sænes EA 75, var selt úr landi til Noregs 1995 og hélt þá nafninu en fékk nr. F-38-BD og síðar nafnið Kvernsund F-38-BD og var svo selt til Svíþjóðar 2004 og fékk þá núverandi nafn sem er Vingaskar GG 500. Hér birtist mynd af skipinu undir fyrra norska nafninu.


         Sænes F-38-BD ex 1824, Sænes EA 75 © mynd Frank Iversen

10.02.2011 17:00

Magnason, bar tvö íslensk nöfn

Þessi hefur tvisvar borið íslensk nöfn, þ.e. 1809. Pétur Jónsson RE 69 og síðan aftur erlent og þá íslenskt á ný og það var Jóna Eðvalds SF 200 og síðan aftur erlent


                    Magnason © mynd Shipspotting, Aage, í Aalesundi, Noregi, 2002

10.02.2011 16:00

M Yttersand nú Aðalsteinn Jónsson SU 11


   M Ytterstand nú 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, í Aalesund, Noregi © mynd Shipspotting, Aage 2. júlí 2003


  M Ytterstand, seldur til Íslands 2005 og síðan þá 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 © mynd Shipspotting, Aage, í Aalesundi, Noregi 18. apríl 2005

  M Ytterstand, í Aalesundi, Noregi 18. apríl 2005 © mynd Shipspotting, Aage

10.02.2011 13:00

Carmona ex Fjölnir GK ex Garðey SF


   Carmona M 333 SM ex 1759. Fjölnir GK 157 ex Garðey SF © mynd Shipspotting, Aage 16. okt. 2007


    Carmona M-3-SM ex 1759. Fjölnir GK 157 ex Garðey SF © mynd Shipspotting, Aage, 10. feb 2009

10.02.2011 11:00

Súlan EA 300


   1060. Súlan EA 300, á Neskaupstað © mynd Shipspotting, Gunnar Olsen 9. mars 2008

10.02.2011 10:00

Flottar myndir

Þetta er ein af þeim myndum sem eru í syrpu sem birtist hér eftir miðnætti í kvöld.


                       Sjá nánar á miðnætti í nótt © myndir Hjalti Gunnarsson

10.02.2011 09:00

Árni á Sigurfara


         Árni á Sigurfara, í heilsíðuauglýsingu í Fréttatímanum © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 2011