Færslur: 2011 Febrúar

17.02.2011 14:28

Dortigi S 544


                  Dortigi S 544, í Hirtshals, Danmörku © mynd Guðni Ölversson

17.02.2011 12:00

Krossanes SU 4


           Ekki er ég nú alveg klár hvaða skip þetta sé, þó ég telji það vera 1630. Krossanes SU 4 © mynd af síðu Hoffells SU 80

17.02.2011 11:18

Heimir SU 100


                           1059. Heimir SU 100 © mynd af síðu Hofells SU 80

Þetta skip fékk hér síðar nafnið Hákon ÞH og var því næst selt til Chile og síðast er ég vissi var það þar til ennþá og bar nafnið Hákon

17.02.2011 09:19

Samherji fjárfestir í Færeyjum

mbl.is:

Samherji og dótturfélagið Framherji í Færeyjum hafa ásamt færeyska útgerðarfélaginu Varðin yfirtekið félagið Fiskavirking og þar með sex skip og fjórar fiskvinnslur af þrotabúi Faroe Seafood, sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs.

Fram kemur á vef Sosialurin, að með í kaupunum séu togararnir Bakur, Stelkur, Heykur, Falkur, Rókur og Lerkur og fiskvinnslur í Runavik, Vestmanna, Vági og á Toftum. Kaupverð er ekki gefið upp. 

Anfinn Olsen, framkvæmdastjóri Framherja, segir við blaðið, að mikilvægast sé að koma skipunum á veiðar sem fyrst en yfirtakan gengur formlega í gegn á mánudag.

17.02.2011 09:00

Gísli Árni RE 375


                       1002. Gísli Árni RE 375 © mynd af síðu Hoffells SU 80
Á síðu Hoffells er talið að þetta skip sé nú línuveiðiskip, en þar er trúlega verið að rugla sama við Helgu Guðmundsdóttur BA 77, sem í dag er línuveiðiskipið Jóhanna Gísladóttir ÍS 7. Þetta skip var hinsvegar selt til Nýfundalands og er þar enn, annað veit ég ekki og ber nafnið Sikuk

17.02.2011 08:06

Guðmundur Kristinn SU 404


      1000. Guðmundur Kristinn SU 404, nú ferðaþjónustuskip í Króatíu © mynd af síðu Hoffells SU 80

17.02.2011 07:35

Búðafell SU 90 og Búðafell á Möltu


                                1940. Búðafell SU 90, í Póllandi á leið í breytingar


         1940. Búðafell SU 90, eftir lengingu og eftir að hafa verið selt og borið nafnið Lómur HF 177 og er aftur orðið Búðafell


     Búðafell ex 1940., hér sem aðstoðarskip og fóðurprammi fyrir túnfiskseldi á Möltu


           Búðafell, eins og það lítur út í dag © myndir af síðunni hoffellSU80.123.is

16.02.2011 23:47

Margir öfunda hann örugglega

Hann var öfundsverður hann Elvar Aron Daðason, er loðnuskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 renndi upp af hafnargarðinum í Keflavík núna áðan, til þess að taka hann um borð. Um borð er afi hans Þorsteinn Kristinsson sem skipstjóri og faðir hans Elvars, Daði Þorsteinsson, er stýrimaður, auk þess sem hann er skipstjóri á móti pabba sínum. Því má segja að þetta sé fjölskylduferð þar sem þrír ættliðir sameinast.
Stefnumót sem þetta hef ég áður tekið myndir af, en það var einmitt á síðasta ári sem Aðalsteini Jónssyni var rennt að sömu bryggju til að sækja strákinn.

Hér eru myndir sem ég tók á tólfta tímanum í kvöld, við þetta tækifæri.


              2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, nálgast hafnargarðinn í Keflavík í kvöld


                             Ættingjar handlanga farangur Elvars Arons um borð


                     Daði Þorsteinsson faðmar son sinn Elvar Aron að sér


              Hér eru feðgarnir brosandi út af eyrum, og skipið bakkar frá
                                       © myndir Emil Páll, 16. feb. 2011

16.02.2011 23:00

Blár og rauður mætast

Hér sjáum við einn bláann sem er á leið í land mæta einum rauðum sem er á útleið á 4. tímanum í dag á Stakksfirðinum út af Keflavíkinni.
   13. Happasæll KE 94 (blár) og 2101. Sægrímur GK 525 (rauður) í dag © myndir Emil Páll, 16. feb. 2011

16.02.2011 22:00

Óðinn


                                   159. Óðinn © mynd af síðu Hoffells SU 80

16.02.2011 21:00

Trúlega síldarlöndun


                          Trúlega síldarlöndun © mynd af síðu Hoffells SU 80

16.02.2011 20:45

Góður afli


                                 Góður afli © mynd af síðu Hoffells SU 80

16.02.2011 18:00

Færeyskir á loðnumiðunum


    Fagraberg FD 1210, var á veiðum með ísl. loðnuskipunum í dag vestur af Garðskaga  ©  mynd af MarineTraffic, Kristian Markus Pedersen 


    Finnur Fridi FD 86, var á svipuðum slóðum í dag og Fagranesið © mynd af MarineTraffic   


   Trondur í Götu FD 175, hefur verið undanfarna daga á loðnumiðunum út af Stafnesi © mynd Skipini.fo

16.02.2011 17:04

Geiri Péturs ÞH 344 / Kristinn Friðriksson SH 3 / Wilking Enterprise


                          2285. Geiri Péturs ÞH 344, í Reykjavík,  2004


                     2285. Kristinn Friðriksson SH 3, í Reykjavík í nóv. 2004


                   2285. Kristinn Friðriksson SH 3, í Stykkishólmi í júní 2005


               Wilking Enterprise ex 2285. Kristinn Friðriksson, í Reykjavíkurslipp
                                            © myndir Hilmar Snorrason

16.02.2011 14:00

Hraunsvík GK 90


             1640. Hraunsvík GK 90, í Hafnarfirði, árið 2000 © mynd Hilmar Snorrason

Skrokkur bátsins var smíðaður í Marstad, Svíþjóð og  Noregi og kom hingað til lands í september 1980. Var skipið síðan fullfrágengið og lengt um 6 metra hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi og lauk því árið 1982.

Seldur ú rlandi til Seyshelles, Suður-Afríku í janúar 2003, þar sem hann átti að stunda túnfiskveiðar. þaðan var báturinn síðar seldur til Walvis Bay í Namibíu og það síðasta sem ég frétti af honum var að árið 2005 var hann kominn með skráningu í Belize

Nöfn: Patrekur BA 64, Valur SU 68, Gyllir ÍS 261, Hraunsvík GK 90, Hraunsvik, Hraunsvik L 1213 og aftur Hraunsvik.