Færslur: 2010 September
06.09.2010 12:22
Verða dragnótabátarnir að taka upp brottkast eða fara á annað veiðisvæði?
Hér sjáum við raunar þá þrjá dragnótabáta sem landað hafa í Keflavík, nú þetta haustið, 1811. Askur GK 65 og 1575. Njáll RE 275 og hinum megin við bryggjuna liggur 1636. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010
06.09.2010 12:16
Polar Pioneer á leið til suðurskautsins

Polar Pioneer í Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 6. september 2010
06.09.2010 07:29
Skútur á heimleið af Ljósanótt




Skútur ( Kjölbátar) á Stakksfirði í gær © myndir Emil Páll, 5. sept. 2010
06.09.2010 00:00
Arnar KE 260 / Guðrún Jakobsdóttir EA 144 / Aldan ÍS 47
Smíðaður í Noregi 1987 og innfluttur hingað til lands ári síðar. Eftir það hefur hann tvisvar verið lengdur. Báturinn er enn í drift.
1968. Arnar KE 260 © mynd Ísland 1990, en ljósmyndari Emil Páll
1968. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll
1968. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll
1968. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll
1968. Arnar KE 260 © mynd Snorrason
1968. Guðrún Jakobsdóttir EA 144 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006
1968. Aldan ÍS 47 © mynd Þorgeir Baldursson
1968. Aldan ÍS 47 © mynd Emil Páll
1968. Aldan ÍS 47 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson, 2009
Smíðanúmer 3 hjá Aage Syvertsen Mek Verksted, Herre, Noregi 1987. Kom fyrst til Njarðvíkurhafnar 21. ágúst 1988. Lengdur hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1989. Lengdur á ný og endurbættur hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 1995.
Nöfn: Það fyrsta er óþekkt, Havdönn, Arnar KE 260, Hanna Kristín BA 244, María Pétursdóttir VE 14, Guðrún Jakobsdóttir EA 144 og núverandi nafn: Aldan ÍS 47.
05.09.2010 22:54
Vala HF 5

6982. Vala HF 5, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 21:51
Dímon HF 28

7321. Dímon HF 28, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 21:08
Hvalbakur HF 19

1912. Hvalbakur HF 19, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 19:47
Otur HF 64

2356. Otur HF 64, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 18:57
Ævintýri

Ævintýri © mynd Kristófer
05.09.2010 18:20
Fjóla dregin til Hafnarfjarðar
Þetta er sami báturinn og hvoldi út af Austfjörðum á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar mannanna um borð drukknaði.
Léttabátur varðskipsins Týs kemur með 1516. Fjólu SH 121 til Hafnarfjarðar © mynd Týr 28. sept. 2010

1516. Fjóla SH 121 uppi á bryggju í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 18:00
Hvað eiga þessir bátar sameiginlegt?
Málið er að báðir bátarnir hófu feril sinn hérlendis með GK númeri og í eigu Miðness hf. í Sandgerði, þ.e. Reynir GK 177 nú Stormur BA 777 og Jón Gunnlaugs GK 444 nú Jón Gunnlaugs ÁR 444. Þá hafa þeir báðir verið gerðir út frá Þorlákshöfn og höfðu þá ÁR númer, ekki var það þó á sama tíma, en 1321. hét á tímabili Júlíus ÁR 111 og eins Júlíus ÁR 110 með heimahöfn í Þorlákshöfn.

1204. Jón Gunnlaugs GK 444 og 1321. Stormur BA 777, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
Stutt söguágrip beggja bátanna er svohljóðandi.
1204. Smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík 1972 og hefur borið þessi tvö nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444 og núverandi nafn: Jón Gunnlaugs ÁR 444.
1321. Smíðaður 1968 í Vestnes, Noregi og hefur borið nöfnin: Bye Senior N194Ö, Reynir GK 177, Július ÁR 111, Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Július Ívar IS 207 (í einn dag), Júlíus Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Geir KE 1, Stormur KE 1 og nú Stormur BA 777.
05.09.2010 10:28
Sigurfari GK 138
Þessi bátur hefur alltaf átt nokkrar taugar í mér, sem stafar sjálfsagt af því að góður vinur minn og frændi konu minnar fyrrverandi Benóný Færseth heitinn, var lengi vel skipstjóri á bátnum.

1743. Sigurfari GK 138, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 10:25
Örn KE 14 og Sigurfari GK 138

2313. Örn KE 14 og 1743. Sigurfari GK 138, í Sandgerðishöfn í morgun
© mynd Emil Páll, 5. sept. 2010
05.09.2010 10:20
Hjálmar GK

5263. Hjálmar GK, í Gerðum í Garði © mynd Emil Páll. 5. sept. 2010
05.09.2010 10:15
Skipsbotninn á Gerðabryggju

Þetta skipsstefni eða skipsbotn væri nær að segja stendur uppi á Gerðabryggju í Garði og er eitt af leikmunumum sem notað er við gerð myndarinnar Djúpið sem er gerð eftir efnisviði úr Helliseyjarslysinu.

© myndir Emil Páll, á Gerðabryggju í morgun 5. sept. 2010
