Færslur: 2010 September

17.09.2010 22:00

Vædderen í Reykjavík

Hér koma þrjár myndir sem Sigurður Bergþórsson tók af Vedderin F-359 í Reykjavíkurhöfn í gær


    Vædderen F-359 í Reykjavíkurhöfn í gær © myndir Sigurður Bergþórsson, 16. sept. 2010

17.09.2010 21:00

Nýsmíði á trébátum í Hafnarfirði

Björn Þ, Björgvinsson, skipasmiður í Hafnarfirði stendur nú yfir smíði trébáta og leit Þorgrímur Ómar inn til hans í dag og tók þessar myndir.


   Björn Þ. Björnsson, ásamt báti sem hann er með í smíðum
             © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. sept. 2010
        

17.09.2010 20:00

Fleygur í endurbyggingu fyrir varðveislu

Nú um 15 ára skeið hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar átt bát sem smíðaður var í Bátalóni í Hafnarfirði 1955 og síðustu tvö árin hefur hann staðið fyrir utan smíðaverkstæði Björns Þ, Björgvinssonar sem tók að sér að endurbyggja bátinn, en sökum fjárskorts hefur verkið tafist.

Saga þessa báts er í stuttu máli þessi að hann hét fyrst Svanur GK 240 og var úr Höfnum, síðar bar hann nöfnin Kópur RE 124, Björgvin Jónsson BA 1 og Fleygur ÞH 301.
Bátinn rak á land í Sandgerði um áramótin 1966-67 og brotnaði en var síðan gerður upp. Eftir töluverða útgerð var hann síðan talinn ónýtur og tekinn af skrá 28. des. 1994.

Annars birtist ítarleg saga bátsins á síðu Rikarðs Ríkarðssonar fyrir nokkrum misserum, en tengill á þá síðu má finna hér til hægri á þessari síðu.
    5079. ex Fleygur ÞH 301, í Hafnarfirði í dag © myndir Þorgrímur
Ómar Tavsen, 17. sept. 2010

17.09.2010 19:00

Rósin


      2761. Rósin, í Hafnarfirði í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. sept. 2010

17.09.2010 17:44

Ásdís SH 154 uppi á landi

Það virðist ætla að ganga illa hjá eiganda þessa nýsmíðaða báts að komast til veiða, því allt er eitthvað nýtt að koma í ljós og hér birtist mynd sem tekin var af bátnum uppi á landi í Hafnarfirði í dag.


    2794. Ásdís SH 154, í Hafnarfirði í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. sept. 2010

17.09.2010 17:10

Jón Trausta RE 329


         6458. Jón Trausta RE 329, kemur inn til Njarðvíkur í dag, að vísu var hann aðeins að koma úr Grófinni og var að sækja ís í Njarðvík © myndir Emil Páll, 17. sept. 2010

17.09.2010 15:57

Steini GK 45 á veiðum

Steini GK 45 hefur í dag verið á veiðum á Stakksfirði og oft verið ansi nærri landi og í einu af þeim tilfellum, tók ég þessa mynd, en þar er hann úti af Vatnsnesvita í Keflavík.


    2443. Steini GK 45 á veiðum úti af Vatnsnesi í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2010

17.09.2010 14:41

Stormur SH kominn á flot á ný

Stormur SH 333 er kominn á flot á ný og liggur nú utan á sandflutningaskipinu Sel í Njarðvíkurhöfn. Ekki er sjáanlegt að nein dæla sé tengd bátnum og hann hafður utan á öðrum og því reikna menn trúlega með að hann sé orðinn það þéttur að hann leki ekki meir. Spurningin því hvort það sé rétt, svo og hvenær hann verður dreginn norður, eins og fram kom hér fyrr í dag.


          586. Stormur SH 333, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2010

17.09.2010 14:38

Gunnar Hámundarson GK 357 í slipp


         500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 17. sept. 2010

17.09.2010 08:45

Stormur SH ekki rifinn, heldur endurbyggður á Húsavík

Þrátt fyrir allar þær úrtöluraddir um að Stormur SH ætti að rífa eða sökkva í sæ, hefur eigandi bátsins haft brennandi áhuga fyrir að endurbyggja hann. Virðist hann hafa verið á því, þrátt fyrir að báturinn hafi sokkið tvisvar með stuttu millibili og eins rekið á land.
Hvað sem þessu líður, þá hefur sú niðurstaða fengist að hægt væri að endurbyggja bátinn og því er nú verið að þétta hann m.a. með að slá hampi í hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og síðan á að draga bátinn til Húsavíkur þar sem hann verður gerður upp.
Tók ég þessar myndir af bátnum í Njarðvíkurslipp í morgun og sést þar sem verið er að vinna við hann.


         Starfsmaður frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur að vinna við að þétta bátinn


      586. Stormur SH 333 í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 17. sept. 2010

17.09.2010 08:39

Birta VE, gerð klár til ferðar til Akureyrar

Unnið hefur verið að því að gera Birtu VE 8, klára til að geta siglt til Akureyrar, þar sem báturinn verður gerður upp og mun að lokum fá nafnið Ægir Jóhannsson og verða skráður frá Grenivík. Spurningin er hinsvegar hvort hann fær að hafa ÞH númer eins og hann var með í upphafi, eða verður að taka upp EA númer eins og bátar á Grenivík eru með í dag.
Hvað um það hér birti ég tvær myndir sem ég tók í morgun af stefni bátsins og sést þar að búið er að þétta með einhverju efni þær sprungur sem þar voru.
        1430. Birta VE 8, í Njarðvíkurhöfn í morgun
               © myndir Emil Páll, 17. sept 2010

17.09.2010 00:00

Dísa GK 124 úr Vogum, Elín KE 24 úr Keflavík, ásamt Binna í Gröf KE 127

Þessar myndir eru teknar úr skemmtiferð sem ég fór með Binna í Gröf KE 127 sennilega á áttunda og eða níunda áratug síðustu aldar. Á fyrstu þrem sjáum við þegar skipverjinn á Dísu GK 124 úr Vogum sýnir okkur stóran og vænan af þeim gula.
 
Þá er það Elín KE 24 sem oft hefur komið við sögu hér á síðunni, en þó ekki undir þessu nafni, heldur sem Kristín ST 96, en sem slíkur flutti t.d. varðskip hann frá Hólmavík til Keflavíkur og nú stendur hann úti í Garði.

Þá birtast einnig fimm myndir sem teknar voru um borð í Binna í Gröf, þar sem ég sést ásamt skipstjóra og öðrum eigandanum Hallgrími Færseth. Einig sést Hallgrímur með dóttur sinni Olgu Færseth og að lokum sést hinn eigandinn Kjartan Sigurðsson um borð í bátnum


                                             Dísa GK 124 úr Vogum


                                 5796. Elín KE 24, nú Kristín ST 96


     419. Binni í Gröf KE 127, Hallgrímur Færseth ásamt Olgu
Færseth í brúarglugganum


                               Emil Páll, Hallgrímur og Olga í brúargluggunum


         Sama mynd stækkuð aðeins


               Hallgrímur, heitinn Færseth, ásamt dóttur sinni Olgu Færseth


                                       Kjartan Sigurðsson, hinn eigandinn
© myndir Emil Páll, á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar, út af Keflavíkinni og á Stakksfirði

16.09.2010 22:49

Helgi S. KE 7


                               76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll

16.09.2010 21:59

Ólafur Bjarnason SH 137


           1304. Ólafur Bjarnason SH 137 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur

16.09.2010 20:50

Eitthvert af skipum Hafskips hf.


    Einhver ,,á-ana" frá Hafskip í Keflavíkurhöfn fyrir
einhverjum áratugum © mynd Emil Páll