Færslur: 2010 September

02.09.2010 19:49

Spíttari í Helguvík

Hér sjáum við einn af aðstoðarbátunum sem notaður er við kvikmyndatökuna í Helguvík, en þessi tók svona smá spíttleik í dag og festi ég það á myndir


                                          © myndir Emil Páll, 2. september 2010

02.09.2010 19:13

Gengo Carrier

Þessa mynd tók ég frá Helguvík í dag og sýnir skip sem var að koma frá Straumsvík.


        Gengo Carrier á leið frá Straumsvík í dag © mynd Emil Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 18:02

Ice Bear yfirgefið

Bjarni Guðmundsson sendi myndir sem teknar voru um borð í 2291. Hafbjörgu, 31. des 2002 kl  11.00 um 80 sjml SA af Dalatanga. Sýna þær Ice Bear er búið var að yfir gefa skipið, en það sökk síðan að kvöldi 1. jan 2003.


                                       © myndir Bjarni G., 31. des. 2002

02.09.2010 16:58

Breki VE: Flæðir inn á þilfarið

Gaman er að fylgjast með kvikmyndatökunum í Helguvík, en í dag settu þeir Breka í þá hallandi stöðu að hægt var að mynda mennina um borð, þegar þeir áttu erfitt með að fóta sig.
                         Í Helguvík í dag © myndir Emil Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 13:40

Stormur BA 777

Stormur Seafood ehf., hefur fært heimahöfn Storms KE 1 yfir á Patreksfjörð og jafnframt er báturinn nú Stormur BA 777.


  1321. Stormur BA 777, frá Patreksfirði, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 11:45

Ljósanótt: Óðinn og Jón Oddgeir komnir á vaktina

Í morgun var Ljósanótt formlega sett í Reykjanesbæ og verður hátíðin fram á sunnudag, en aðal dagurinn er þó laugardagurinn. Eins og undanfarin ár streymir fjöldi björgunar- og aðstoðarbáta til að vera til taks ef eitthvað bregður út af, enda fer dagskráin að miklu leiti fram við sjóinn. Í gær kom Jón Oddgeir í Keflavíkurhöfn, en var áður í Njarðvikurhöfn og skil ekki af hverju hann mátti ekki vera þar áfram og í morgun kom Óðinn skip Landhelgisgæslunnar í Grófina.


                                     2474. Jón Oddgeir í Keflavíkurhöfn
                    7653. Óðinn, í Grófinni © myndir Emil Páll, 2. sept. 2010

02.09.2010 09:55

Friður


                         Friður © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 1. sept. 2010

02.09.2010 07:35

Cielo Di Baffine í Norðfjarðarflóa

Myndir frá Bjarna Guðmundssyni frá 15 Mars 2005 þegar farið var á Hafbjörgu til að ná í lóðs á  úr 16000 þús tonna tankskipi Cielo Di Baffine, en lóðsinn kom með skipinu frá Akureyri og kom skipið inn á Norðfjarðaflóa til að skila manninum af sér.
                Cielo Di Baffine í Norðfjarðarflóa © myndir Bjarni G., 15. mars 2005

02.09.2010 07:25

Sólborg sótt á haf út

Hér birtast fimm ára gamlar myndir sem Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað tók, þegar Hafbjörg dró Sólborgu ÞH að landi eftir að sá síðarnefndi hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna.
    2629. Hafbjörg, dregur 2464. Sólborgu ÞH 270 að landi © myndir Bjarni G., 27. ágúst 2005

02.09.2010 00:00

Jón Finnsson RE 506 / Kap VE 4 / Faxi RE 9

Hér er ekki um sögu bátsins að ræða, heldur aðeins myndasyrpu af honum. Sagan verður að bíða betri tíma.


                     1742. Jón Finnsson RE 506 © mynd Snorrason

 1742. Jón Finnsson RE 506 © mynd Snorrason


                         1742. Kap VE 4 © mynd Snorrason


                          1742. Faxi RE 9 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


 1742. Faxi RE 9 © mynd af heimasíðu HB Granda


            1742. Faxi RE 9 © mynd af MarineTraffic, ljósm.: Þorgeir Baldursson


            1742. Faxi RE 9, á Akranesi © mynd Júlíus V. Guðnason


             1742. Faxi RE 9, í birtuskilum í Reykjavík © mynd Emil Páll, 8. des. 2009


                1742. Faxi RE 9, út af Garðskaga © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2009


         1742. Faxi RE 9, út af Stafnesi, með Guðrúnu GK 69 í togi © mynd Emil Páll


          1742. Faxi RE 9 og varðskipið Ægir, úti af Stafnesi © mynd Emil Páll

01.09.2010 22:50

Toppur GK 70 / Þröstur RE 21 / Egill ÍS 77

Þessi bátur er smíðaður í Stálvík, Garðabæ, þó hann sé lítill miðað við mörg skip sem þar voru smíðuð.


                    1990. Toppur GK 70 © mynd Snorrason


                                   1990. Þröstur RE 21 © mynd Krben


              1990. Egill ÍS 77, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 18. desember 2009


        1990. Egill ÍS 77, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 4. mars 2010


      1990. Egill ÍS 77, í nýjum lit, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 16. mars 2010


              1990. Egill IS 77. í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, í mars 2010

Smíðanúmer 55 hjá Stálvík hf., Garðabæ. Lengdur í miðju hjá Vélsmiðjunni Ósey hf., Garðabæ 1994.

Sem Þröstur RE, var báturinn alltaf gerður út frá Grindavík.

Nöfn:  Toppur GK 70, Þröstur RE 21 og núverandi nafn: Egill ÍS 77.

01.09.2010 21:49

Helguvík: Setja átti Breka á hliðina í kvöld

Setja árri Breka er leikaranafnið í kvikmyndinni Djúpinu sem byggð er á frásögn af Helliseyjarslysinu, á hliðina í kvöld í Helguvík. Eftir tilraunir í þrjá tíma gafst ég upp á að fylgjast með því enda birtan orðin svo tæp að fógusinn var orðinn slæmur á myndunum eins og sést aðeins á síðustu myndinni. Er ég leit síðan við um kl. 21 í kvöld var sama staðAuk Breka voru 2196. Fjölvi og 1354. Sæljós GK 2 notuð á staðnum, en mikill fjöldi fólks og tæki voru þar, eins og sést á einhverjum myndanna.


                         1354. Sæljós GK 2 og 733. Breki í Helguvík í kvöld


                                                         2196. Fjölvi


            Hér sjáum við eitt þau fáu skipti sem verulega tókst að halla bátnum


  Hér hætti ég að taka myndir, enda fógusinn farinn að slappast, þó það sæist ekki mikið á myndinni. En takið eftir bæði á þessari mynd og eins þeirri fyrstu í þessari syrpu hvað mikið umfang er í kring um kvikmyndatökuna © myndir Emil Páll, 1. september 2010

01.09.2010 20:40

Keflavík: Farsæll GK, fyrstur snuddaranna í land

Það var ekki aðeins nýtt kvótaár sem hófst í dag, því Snurvoðaveiðin í Bugtinni hófst einnig. Að þessu sinni varð Farsæll GK 162, fyrstu snurvoðabátanna til að koma í land og tók ég þessa myndir af honum er hann kom í kvöld.
      1636. Farsæll GK 162, kemur til Keflavíkur í kvöld og varð þar með fyrsti dragnótabáturinn á þessu hausti til að koma til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 19:08

Njarðvíkurslippur: 7 hreyfingar á tveimur dögum

Þeir höfðu í nógu að snúast hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú síðustu tvo daga. Samtals voru sjósettir, teknir upp, eða fluttir milli staða sjö bátar. Í gær voru sjósettir eftir viðhald, 1811. Ask GK 65 og 1666. Svönu Dís KE 29. Tekinn var upp 163. Jóhanna Margrét SI 11 sem fer í förgun og 1381. Magnús KE 46 var fluttur frá stað í Njarðvik og að varðskipi í Keflavíkurhöfn sem flutti bátinn til Ísafjarðar. Í dag voru teknir upp 1855. Ósk KE 5, 1321. Storm KE 1 og 7080. Sæmund Fróða.


           Úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag ©  mynd Emil Páll, 1. sept. 2010

01.09.2010 19:05

Sæmundur Fróði
             7080. Sæmundur Fróði í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 1. sept. 2010