Færslur: 2010 September

05.09.2010 10:08

Breki flýtur á ný - en verður honum sökkt aftur í dag?

Þeir sem stjórnar kvikmyndatökunni í Helguvík, voru fljótir að ná Breka upp að nýju og tókst það i fyrrakvöld. Raunar þurfti flutningaskip sem var að koma með sement að bíða í nokkrar klukkustundir meðan verið var að ná bátnum upp, því annars kæmist skipið ekki að bryggjunni til að losa.
Í morgun fór skipið á ný og í dag munu kvikmyndagerðamenn halda áfram tökum og m.a. velta bátnum og hugsanlega sökkva honum, þó það sé samt ekki víst. Ástæðan fyrir því hvað þeir voru fljótir að ná honum upp var að settir voru sérstakir tankar í hann, áður en tökur í Helguvík hófust.


    848. Breki eða 733. Breki í Helguvík á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010

05.09.2010 00:00

Siglunes / Erlingur / Sigurbjörg Þorsteins / Strákur

SIGLUNES SH 22 / SIGLUNES HU 222 / SIGLUNES ÞH 60 / SIGLUNES HF 26 / ERLINGUR GK 212 / SIGURBJÖRG ÞORSTEINS BA 65 / STRÁKUR SK 126


         1100. Siglunes SH 22 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                         1100. Siglunes SH 22 © mynd Svafar Gestsson


                        1100. Siglunes SH 22 © mynd Snorrason


                       1100. Siglunes SH 22 © mynd Snorrason


        1100. Siglunes HU 222 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


    1100. Siglunes ÞH 60 á rækjuveiðum © mynd Svafar Gestsson


    1100. Siglunes ÞH 60, borðað á dekkinu © mynd Svafar Gestsson


   1100. Siglunes ÞH 60, á sjómannadaginn © mynd Svafar Gestsson


  1100. Siglunes ÞH 60, á línuveiðum © mynd Svafar Gestsson


  1100. Siglunes ÞH 60, í slipp á Húsavík © mynd Svafar Gestsson


                      1100. Siglunes HF 26 © mynd Snorrason


                      1100. Erlingur GK 212, á Stakksfirði © mynd Emil Páll


                1100. Erlingur GK 212 © mynd Snorrason


                  1100. Sigurbjörg Þorsteins BA 65 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             1100. Sigurbjörg Þorsteins BA 65 © mynd Jón Páll


                      1100. Strákur SK 126 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006


                        1100. Strákur SK 126 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006


     1100. Strákur SK 126 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


       1100. Strákur SK 126, í Færeyjum á leið í pottinn

Smíðanúmer 22 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1970. Teiknaður af Benedikt Erlingi Guðmundssyni, en skrokkurinn er teiknaður af Hjálmari R. Bárðarsyni.

Vorið 2003. var skipið selt ævintýramanni á uppboði, sem kom því í slipp í Njarðvík og þar stóð það nafnlaust fram á haustið 2004.

973. Jón Steingrímsson RE 7 dró skipið til Esbjerg í Danmörku, en þangað fóru báðir í brotajárn hjá Smedegaarden í júní 2008.

Nöfn: Siglunes SH 22, Siglunes HU 222, Siglunes ÞH 60, aftur Siglunes SH 22, Siglunes HF 26, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og Strákur SK 126. 

04.09.2010 22:54

Einar Örn, yfirstýrimaður


        Einar Örn Einarsson © mynd af Facebooksíðunni hans

Frá og með mánudeginum 6. september tekur Einar Örn Einarsson við stöðu yfirstýrimanns á ENERGY LORD sem er í eigu Golden Energy offshore.
Gamla fyrirtækið heyrir sögunni til og sömuleiðis gömlu nöfn skipanna sem munu heita ENERGY í stað ARIES

Kemur þetta fram á Facebooksíðu Einars Arnar.

04.09.2010 14:55

Gömlu bekkjamyndirnar - nú með nöfnum

Gömlu skólamyndirnar sem ég birti hér á síðunni fyrir stuttu, endurbirti ég nú, þar sem ég afhenti í dag betri eintök til þeirra sem á myndunum eru og mættu í árgangagönguna á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Nú birti ég með nöfn allra sem á myndunum eru, nema eins sem ekki er klár hver er.

Ástæðan fyrir birtingu hér á síðunni, er að margir sem á þeim eru hafa tengst sjósókn og/eða útgerð síðar á lífsleiðinni, eða kynnst maka sem hafa farið í þær atvinnugreinar.


                            Barnaskólinn í Keflavík, 5. bekkur C, 1959-1960

F.v. Efsta röð: Stefán Bjarnason, Guðbjörn B. Bjarnason, (óþekktur frá USA og gæti heitið Marinó?), Sigurður Arnbjörnsson, Ormur Þór Georgsson, Valur Margeirsson, Guðmundur Halldórsson, Jóhannes Jóhannesson, Einar G. Björnsson og Gísli Reimarsson. Mið röð: Pétur Marteinsson, Emil Páll Jónsson, Díana Erlendsdóttir, Þorbjörg Ráðhildur Óskarsdóttir, Karl Steinar Guðnason (kennari), Guðríður Sjöfn Hreiðarsdóttir Lewy, Agnes Björnsdóttir, Guðmundur Brynleifsson og Heimir Skarphéðinsson. Fremsta röð: Sigrún Halldórsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Sigrún Lingberg, Kristjana Pála Erlingsdóttir, Halla Jónsdóttir, Kristín Hrönn Ragnarsdóttir, Lilja Björnsdóttir og Ásta Sigurðardóttir.


                                Barnaskólinn í Keflavík, 6. bekkur C, 1960-1961

F.v. Efsta röð: Agnes Björnsdóttir, Þorbjörg Óskarsdóttir, Emil Páll Jónsson, Guðbjörn Bjarnason, Valur Margreirsson, Jóhannes Jóhannesson, Díana Erlendsdóttir og Guðríður Hreiðarsdóttir. Mið röð: Lilja Björnsdóttir, Pála Erlingsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Sigrún Lingberg, Ásta Sigurðardóttir, Júlía Sveinsdóttir og Hrönn Ragnarsdóttir. Neðsta röð: Karl Steinar Guðnason (kennari), Sigurður Arnbjörnsson, Ormur Georgsson, Pétur Marteinsson, Gísli Reimarsson, Stefán Bjarnason, Friðrik Þorbergsson, Guðmundur Brynleifsson og Einar Björnsson

                                                                           Útgefandi: Emil Páll Jónsson epj@epj.is

04.09.2010 12:34

Gott að eiga góða vini

Í gegn um síðuna, hef ég eignast fjöldan allan af vinum, sem ég þekkti ekki áður. Einn þeirra hringdi í mig um leið og ég birti um vandræðagang minn hér fyrir neðan og lánaði mér bíl sem hann átti og var að koma af verkstæði.
Áfram stendur þó auglýsingin um bíl til kaups. Þetta veldur því að myndatökur hefjast eftir að helstu atriði Ljósanætur enda.

04.09.2010 11:51

Átt þú ódýran bíl sem þú vilt selja mér?

Á einhver ykkar ódýran bíl sem er í góðu lagi og vill selja mér? Eftir árekstur sem ég olli í fyrrakvöld gafst bíllinn minn upp í gær og hann var ekki í kaskó. Því leita ég eftir bíl hér á síðunni. Þeir sem hafa svar við þessu vinsamlega sendi mér póst á epj@epj.is

Vegna Ljósanætur og þessa bílaleysis míns, verður minna um myndir á síðunni í dag, en vonir stóðu til.

04.09.2010 11:25

Myndir úr Eyjaflotanum fyrr á árum

Hér kemur lokasyrpan sem Bjarni G. á Neskaupstað sendi mér og eru teknar af föður hans sem nú er látinn.
          Nú er spurningin, hvort það sé virkilega svo að enginn viti nein deili á þeim myndum sem birts hafa í þessum syrpum?  © myndir faðir Bjarna G., skönnun Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað

04.09.2010 11:03

Sjómennska frá Eyjum fyrr á árum

Hér koma myndir af vinnu um borð í einhverjum Eyjabátanna fyrr á árum. Þetta eru myndir úr syrpu þeirri sem Bjarni Guðmundsson skannaði og sendi, en faðir hans sem nú er látinn tók myndirnar.              Um borð í Eyjabátum fyrr á árum © myndir frá Bjarna G,

04.09.2010 08:47

Eyjamyndir, nöfn óþekkt

Þá held ég áfram að birta Eyjamyndirnar sem Bjarni Guðmundsson sendi mér en faðir hans tók þær og skannaði Bjarni þær síðan. Ekkert er vitað um myndefnið og því væri gaman ef einhver sem vissi þær kæmi með þar fyrir neðan myndirnar. Mun ég birta þetta í nokkur skipti í dag og trúlega klárast þessar myndir þá einnig í dag, þó það sé ekki öruggt.


       Vestmannaeyjamyndir ©´myndir frá Bjarna G og skannaðar af honum

04.09.2010 08:42

Bliki ÞH 117 - áður Íslandsmethafi

Stefán Þorgeir Halldórsson sendi mér þessar myndir af bát sem hét áður Guðmundur Einarsson ÍS og náði þá eitt árið Íslandsmeti í sinni gerð af bátum, en það árið réru þeir í 300 daga.


                     2484. Blik ÞH 117 © myndir Stefán Þorgeir Halldórsson, 2010

04.09.2010 00:00

Gamlar myndir úr Vestmannaeyjum

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað hefur skannað fjölda mynda sem faðir hans heitinn tók er hann var í Eyjum. Ekki fylgir myndtexti með og því leggur Bjarni til að Eyjamenn eða aðrir er vita um málið komi með upplýsingar um það sem sést á viðkomandi myndum.
Hér koma fyrstu myndirnar úr þessari Eyjasyrpu, en síðan er spurningin hvort þær klárast allar að birtast á þessum sólarhring eða fara eitthvað fram á þann næsta. Allt kemur það í ljós.
                        © myndir frá föður Bjarna G og skannaðar af Bjarna

03.09.2010 23:02

Varúna


   Varúna, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 22:41

Hafgeir ÍS 117


           6752. Hafgeir ÍS 117, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 21:56

Laxinn ÍS 109


    5920. Laxinn ÍS 109, frá Flateyri, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010

03.09.2010 20:52

Gunna Beta ÍS 94


     2501. Gunna Beta ÍS 94, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 3. sept. 2010